Erlent

Fimm stungnir í hnífa­á­rás í Manchester

Atli Ísleifsson skrifar
Verslunarmiðstöðin Arndale Center er að finna í miðborg Manchester.
Verslunarmiðstöðin Arndale Center er að finna í miðborg Manchester. Getty
Fimm manns voru stungnir í hnífárás manns í verslunarmiðstöð í ensku borginni Manchester í hádeginu.

Lögregla í Manchester hefur handtekið mann á fimmtugsaldri sem grunaður er um verknaðinn. Stendur til að yfirheyra manninn.

Enn hafa ekki borist neinar upplýsingar um dauðsföll en árásin átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Arndale Centre í miðborg Manchester. Miðstöðin var rýmd eftir að árásin var gerð.

Hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar hefur málið til rannsóknar.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í tísti vera í áfalli vegna frétta af árásinni og að hugur hans væri hjá þeim sem særðust. Þá þakkaði hann öllum viðbragðsaðilum fyrir sín störf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×