Perry segir norðurslóðir barmafullar af orkuauðlindum Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2019 12:30 Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Getty Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. Tæplega átta milljón hektara svæði í Norður-Alaska var verndað með lögum frá bandaríska þinginu árið 1980. En allt frá árinu 1977 til 2017 hafa Republikanar á Bandaríkjaþingi gert fimmtíu tilraunir til að heimila borun eftir gasi og olíu á svæðinu. Þeim tókst það loksins árið 2017 þegar heimildinni var smeygt inn í skattalög. Donald Trump forseti Bandaríkjanna staðfesti lögin síðan í desember 2017. Barack Obama, forveri hans í embætti, vildi hins vegar stækka verndarsvæðið verulega. Vísindamenn telja að nýting olíu og gass á svæðnu muni stefna tilvist fjölda villtra dýrategunda í hættu. Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Óhætt er að segja að málflutningur hans hafi verið í mikilli andstöðu við málflutning annarra á þinginu. „Norðurslóðir eru á alla mælikvarða barmafullar af efnahagslegum tækifærum og orkumöguleikum. Þegar haft er í huga að einn þriðji af ófundnum gasauðlindum heimsins er þar. Og við erum sannfærð um að hægt sé að nýta þær með skynsömum hætti. Það er hægt að þróa þessar auðlindir til hagsbóta fyrir fólk á norðurslóðum og að lokum fyrir heiminn allan,“ sagði Perry. Hann hafi séð þetta með eigin augum í norðurslóðaríkinu Alaska sem væri ríki mikillar náttúrufegurðar og náttúrulegra auðlinda, þar með orkuauðlinda. „Við höfum stigið stór skref undir forystu Donalds Trump forseta til að opna norðurhluta Alaska. Opna þetta svæði fyrir ábyrga orkuþróun,“ sagði Perry. Bandaríkin væru í öðru sæti í heiminum þegar kæmi að nýtingu sólar og vindorku. Nýting orkuauðlinda á norðurslóðum gæti losað frjálsar lýðræðisþjóðir undan valdi ólýðræðislegra ríkja sem sæktust eftir áhrifum á norðurslóðum. Nýting frjálsra þjóða á orkuauðlindum norðurslóða gætu leitt til stórkostlegra framfara. „Þetta er sýn og von fyrir allt mannkyn. Sameinuð getum við látið þetta gerast. Látum það vera okkar eið og loforð okkar í dag. Vegna þess að morgundagurinn tilheyrir norðrinu og framtíðin tilheyrir þeim frjálsu,“ sagði Rick Perry í Hörpu í gær. Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. Tæplega átta milljón hektara svæði í Norður-Alaska var verndað með lögum frá bandaríska þinginu árið 1980. En allt frá árinu 1977 til 2017 hafa Republikanar á Bandaríkjaþingi gert fimmtíu tilraunir til að heimila borun eftir gasi og olíu á svæðinu. Þeim tókst það loksins árið 2017 þegar heimildinni var smeygt inn í skattalög. Donald Trump forseti Bandaríkjanna staðfesti lögin síðan í desember 2017. Barack Obama, forveri hans í embætti, vildi hins vegar stækka verndarsvæðið verulega. Vísindamenn telja að nýting olíu og gass á svæðnu muni stefna tilvist fjölda villtra dýrategunda í hættu. Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Óhætt er að segja að málflutningur hans hafi verið í mikilli andstöðu við málflutning annarra á þinginu. „Norðurslóðir eru á alla mælikvarða barmafullar af efnahagslegum tækifærum og orkumöguleikum. Þegar haft er í huga að einn þriðji af ófundnum gasauðlindum heimsins er þar. Og við erum sannfærð um að hægt sé að nýta þær með skynsömum hætti. Það er hægt að þróa þessar auðlindir til hagsbóta fyrir fólk á norðurslóðum og að lokum fyrir heiminn allan,“ sagði Perry. Hann hafi séð þetta með eigin augum í norðurslóðaríkinu Alaska sem væri ríki mikillar náttúrufegurðar og náttúrulegra auðlinda, þar með orkuauðlinda. „Við höfum stigið stór skref undir forystu Donalds Trump forseta til að opna norðurhluta Alaska. Opna þetta svæði fyrir ábyrga orkuþróun,“ sagði Perry. Bandaríkin væru í öðru sæti í heiminum þegar kæmi að nýtingu sólar og vindorku. Nýting orkuauðlinda á norðurslóðum gæti losað frjálsar lýðræðisþjóðir undan valdi ólýðræðislegra ríkja sem sæktust eftir áhrifum á norðurslóðum. Nýting frjálsra þjóða á orkuauðlindum norðurslóða gætu leitt til stórkostlegra framfara. „Þetta er sýn og von fyrir allt mannkyn. Sameinuð getum við látið þetta gerast. Látum það vera okkar eið og loforð okkar í dag. Vegna þess að morgundagurinn tilheyrir norðrinu og framtíðin tilheyrir þeim frjálsu,“ sagði Rick Perry í Hörpu í gær.
Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30