Innslag um íslenska landsliðið í fréttaþætti EM Anton Ingi Leifsson skrifar 11. október 2019 11:00 Hannes Þór Halldórsson. vísir/skjáskot Íslenska landsliðið var til umfjöllunar í fréttaþætti undankeppni EM 2020 fyrir leik liðsins gegn heimsmeisturum Frakka. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Laugardalnum í kvöld en að því tilefni kíktu framleiðendur fréttaþáttarins til Íslands og spjölluðu við þá Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson. Hannes er ekki bara markvörður heldur einnig er hann leikstjóri og fyrsta spurningin var hvenær hann hafi ákveðið að verða knattspyrnumaður. „Þegar ég var 19-20 ára var ég ekkert að pæla í því að verða fótboltamaður. Ég vildi verða leikstjóri og ég vann sem leikstjóri og gerði auglýsingar, tónlistarmyndbönd og sjónvarpsþætti á sama tíma og ég lék með landsliðinu,“ sagði Hannes. Ísland tapaði fyrri leiknum í riðlinum gegn Frakklandi 4-0 á útivelli en Hannes varði einu sinni stórkostlega frá Oliver Giroud. „Ég var ánægður með vörsluna. Hún er ein af mínum betri. Það var heldur ekki leiðinlegt að mæta á leikvanginn með 40 myndavélar á manni og fulla stúku.“ „Ég er hrifin af þessum hægu myndum og augnablik sem þessi verða en stórkostlegri. Það er frábært hvernig kvikmyndataka getur tekið hversdagslegan hlut og gert hann svo dramatískan.“ Hannes viðurkennir það að hann viti yfirleitt hvar myndavélarnar eru þegar hann spilar fótboltaleiki enda hugsar hann bæði sem leikstjóri og fótboltamaður. „Ég hugsa til þess að þegar ég ver þá hugsa ég hvar myndavélarnar eru staðsettar. Ég veit sirka hvar þær eru og veit að sum sjónarhorn eru betri en önnur.“ Gylfi Sigurðsson verður með fyrirliðabandið í kvöld þar sem Aron Einar Gunnarsson er meiddur og Everton-maðurinn horfir björtum augum til kvöldsins. „Ég er spenntur fyrir leiknum og það verður gaman að mæta þeim á heimavelli. Það verður líklega dálítið kalt fyrir þá og við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarið. Þetta er besta landslið heims.“ Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Innslag um Ísland í fréttaþætti undankeppni EM EM 2020 í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Íslenska landsliðið var til umfjöllunar í fréttaþætti undankeppni EM 2020 fyrir leik liðsins gegn heimsmeisturum Frakka. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Laugardalnum í kvöld en að því tilefni kíktu framleiðendur fréttaþáttarins til Íslands og spjölluðu við þá Hannes Halldórsson og Gylfa Sigurðsson. Hannes er ekki bara markvörður heldur einnig er hann leikstjóri og fyrsta spurningin var hvenær hann hafi ákveðið að verða knattspyrnumaður. „Þegar ég var 19-20 ára var ég ekkert að pæla í því að verða fótboltamaður. Ég vildi verða leikstjóri og ég vann sem leikstjóri og gerði auglýsingar, tónlistarmyndbönd og sjónvarpsþætti á sama tíma og ég lék með landsliðinu,“ sagði Hannes. Ísland tapaði fyrri leiknum í riðlinum gegn Frakklandi 4-0 á útivelli en Hannes varði einu sinni stórkostlega frá Oliver Giroud. „Ég var ánægður með vörsluna. Hún er ein af mínum betri. Það var heldur ekki leiðinlegt að mæta á leikvanginn með 40 myndavélar á manni og fulla stúku.“ „Ég er hrifin af þessum hægu myndum og augnablik sem þessi verða en stórkostlegri. Það er frábært hvernig kvikmyndataka getur tekið hversdagslegan hlut og gert hann svo dramatískan.“ Hannes viðurkennir það að hann viti yfirleitt hvar myndavélarnar eru þegar hann spilar fótboltaleiki enda hugsar hann bæði sem leikstjóri og fótboltamaður. „Ég hugsa til þess að þegar ég ver þá hugsa ég hvar myndavélarnar eru staðsettar. Ég veit sirka hvar þær eru og veit að sum sjónarhorn eru betri en önnur.“ Gylfi Sigurðsson verður með fyrirliðabandið í kvöld þar sem Aron Einar Gunnarsson er meiddur og Everton-maðurinn horfir björtum augum til kvöldsins. „Ég er spenntur fyrir leiknum og það verður gaman að mæta þeim á heimavelli. Það verður líklega dálítið kalt fyrir þá og við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarið. Þetta er besta landslið heims.“ Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Innslag um Ísland í fréttaþætti undankeppni EM
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira