Þetta sagði Jorg Heinrich, aðstoðarþjálfari Dortmund, í samtali við Omnisport en hann segir að mörg stærstu félög heims séu að fylgjast með Sancho.
„Jadon getur orðið einn besti leikmaður í Evrópu og í heiminum. Það verður ekki auðvelt að halda honum hjá Dortmund,“ sagði Heinrich.
'He can become one of the best players in the world… We hope he plays one or two seasons longer'
Borussia Dortmund assistant manager Jorg Heinrich believes it will be hard to keep hold of Jadon Sanchohttps://t.co/iCv7QjNhkN
— MailOnline Sport (@MailSport) October 11, 2019
„Við vonum að hann verði hér eitt eða tvö tímabil í viðbót en við vitum öll að mjög, mjög stór félög með nóg af peningum vilja hafa hann í liðinu sínu.“
„Hann ætti að vita að Dortmund er frábær staður fyrir unga leikmenn til að spila reglulega og þróa sinn leik á háu, háu stigi.“
Sancho er nú með enska landsliðinu sem mætir Tékkum í undankeppni EM 2020 í kvöld.