Það þarf að fylla skarð fyrirliðans Hjörvar Ólafsson skrifar 11. október 2019 14:00 Strákarnir okkar í landsliðinu létu kuldalegar aðstæður á Laugardalsvelli ekki trufla sig í undirbúningnum fyrir leikinn í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær Frakkland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í kvöld en leikurinn er liður í sjöttu umferð í undankeppni EM 2020. Eftir tap íslenska liðsins í Albaníu í síðustu umferð er meiri pressa á að næla í stig í þessum leik ætli liðið sér að komast beint í lokakeppni mótsins. Það er hins vegar óraunhæft að ætlast til þess að íslenska liðið vinni Frakkland í fyrsta skipti í sögunni. Bjartsýnin jókst ekki þegar fregnir bárust af því að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefði meiðst og gæti ekki leikið í þessum leik. Sú staðreynd að Ísland hefur undanfarin ár náð hagstæðum úrslitum á móti öflugum liðum, þá sérstaklega á heimavelli, vekur hins vegar von í brjósti stuðningsmanna íslenska liðsins. Erik Hamrén, þjálfari Íslands, og Gylfi Þór Sigurðsson sem verður fyrirliði í stað Arons Einars ræddu það einmitt á blaðamannafundi í gær að liðið þyrfti að hafa meiri trú á sigri en það hafði í fyrri leik liðanna í undankeppninni. Þá minntu þeir á að Ísland væri erfitt heim að sækja og leikmenn liðsins hefðu skapað góðar minningar með frábærri frammistöðu á móti bestu liðum heims síðustu ár og vonandi yrði kvöldstundin í kvöld eftirminnileg á jákvæðan hátt. Gylfi Þór sagði að meiðsli Arons Einars gerðu það að verkum að einhver leikmaður fengi kjörið tækifæri til þess að stimpla sig inn í liðið með góðri spilamennsku. Góður leikur á morgun gæti tryggt byrjunarliðssæti í þeim leikjum sem eftir eru í undankeppninni þar sem ólíklegt væri að Aron Einar myndi komast aftur inn á knattspyrnuvöllinn áður en undankeppninni lyki.Nokkrir möguleikar á samsetningu á miðjunni Mestu spurningarmerkin við það hvernig Hamrén og Freyr Alexandersson muni stilla upp liðinu annað kvöld eru hvernig miðjan verður samsett og hver leiðir liðið í fremstu víglínu. Hannes Þór Halldórsson verður að vanda milli stanganna í markinu og líklegt er að varnarlínan verði eins skipuð og í tapinu fyrir Albaníu. Það er með Ara Frey Skúlason, Kára Árnason, Ragnar Sigurðsson og Hjört Hermannsson innanborðs. Birkir Már Sævarsson er kominn aftur inn í hópinn en hann sagði það sjálfur í vikunni að hann byggist við því að byrja á bekknum. Inni á miðjunni koma tveir kostir helst til greinar til þess að fylla skarð Arons Einar sem varnartengiliður. Það er Birkir Bjarnason og svo Guðlaugur Victor Pálsson sem hlotið hefur lof fyrir hvernig hann hefur spilað fyrir þýska B-deildarliðið Darmstadt. Gylfi Þór Sigurðsson mun leika sem sóknartengiliður en sem miðvallarleikmenn koma Emil Hallfreðsson og Rúnar Már Sigurjónsson sem lék á vængnum í Albaníu til greina. Jóhann Berg Guðmundsson er svo búinn að ná sér af þeim meiðslum sem héldu honum út úr leikjunum gegn Moldóvu og Albaníu og hann verður á öðrum kantinum. Arnór Ingvi Traustason eða Rúnar Már Sigurjónsson verða svo að öllum líkindum í hinni kantstöðunni.Þrír leikmenn koma helst til greina í framlínunni Það er svo spurning hvort Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Sigþórsson eða Jón Daði Böðvarsson fá það hlutverk að leika sem fremsti maður liðsins. Alfreð er nýkominn til baka eftir að hafa glímt við meiðsli, en hann er góður að fá boltann í fætur og stinga sér bak við varnir andstæðinganna með klókum hlaupum. Kolbeinn skoraði í báðum leikjunum í síðasta legg undankeppninnar og kemur sterklega til greina. Jón Daði hefur hins vegar leikið vel í síðustu leikjum landsliðsins og hentar liðinu vel taktískt séð. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað í undankeppninni hentar Jón Daði leikstíl íslenska liðsins vel. Svo gætu Hamrén og Freyr einnig leikið leikerfið 4-4-2 með Alfreð, Kolbein eða Jón Daða í fremstu víglínu og Gylfa Þór sem hluta af tveggja manna miðju. Það verður spennandi að sjá hver liðsuppstillingin verður og svo hvernig þeim leikmönnum sem hljóta náð fyrir augum þjálfaranna tekst upp gegn ríkjandi heimsmeisturum. Stig væru vel þegin til þess að aðstoða þjóðarsálina við að takast á við veturinn sem er að skella á. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær Frakkland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í kvöld en leikurinn er liður í sjöttu umferð í undankeppni EM 2020. Eftir tap íslenska liðsins í Albaníu í síðustu umferð er meiri pressa á að næla í stig í þessum leik ætli liðið sér að komast beint í lokakeppni mótsins. Það er hins vegar óraunhæft að ætlast til þess að íslenska liðið vinni Frakkland í fyrsta skipti í sögunni. Bjartsýnin jókst ekki þegar fregnir bárust af því að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefði meiðst og gæti ekki leikið í þessum leik. Sú staðreynd að Ísland hefur undanfarin ár náð hagstæðum úrslitum á móti öflugum liðum, þá sérstaklega á heimavelli, vekur hins vegar von í brjósti stuðningsmanna íslenska liðsins. Erik Hamrén, þjálfari Íslands, og Gylfi Þór Sigurðsson sem verður fyrirliði í stað Arons Einars ræddu það einmitt á blaðamannafundi í gær að liðið þyrfti að hafa meiri trú á sigri en það hafði í fyrri leik liðanna í undankeppninni. Þá minntu þeir á að Ísland væri erfitt heim að sækja og leikmenn liðsins hefðu skapað góðar minningar með frábærri frammistöðu á móti bestu liðum heims síðustu ár og vonandi yrði kvöldstundin í kvöld eftirminnileg á jákvæðan hátt. Gylfi Þór sagði að meiðsli Arons Einars gerðu það að verkum að einhver leikmaður fengi kjörið tækifæri til þess að stimpla sig inn í liðið með góðri spilamennsku. Góður leikur á morgun gæti tryggt byrjunarliðssæti í þeim leikjum sem eftir eru í undankeppninni þar sem ólíklegt væri að Aron Einar myndi komast aftur inn á knattspyrnuvöllinn áður en undankeppninni lyki.Nokkrir möguleikar á samsetningu á miðjunni Mestu spurningarmerkin við það hvernig Hamrén og Freyr Alexandersson muni stilla upp liðinu annað kvöld eru hvernig miðjan verður samsett og hver leiðir liðið í fremstu víglínu. Hannes Þór Halldórsson verður að vanda milli stanganna í markinu og líklegt er að varnarlínan verði eins skipuð og í tapinu fyrir Albaníu. Það er með Ara Frey Skúlason, Kára Árnason, Ragnar Sigurðsson og Hjört Hermannsson innanborðs. Birkir Már Sævarsson er kominn aftur inn í hópinn en hann sagði það sjálfur í vikunni að hann byggist við því að byrja á bekknum. Inni á miðjunni koma tveir kostir helst til greinar til þess að fylla skarð Arons Einar sem varnartengiliður. Það er Birkir Bjarnason og svo Guðlaugur Victor Pálsson sem hlotið hefur lof fyrir hvernig hann hefur spilað fyrir þýska B-deildarliðið Darmstadt. Gylfi Þór Sigurðsson mun leika sem sóknartengiliður en sem miðvallarleikmenn koma Emil Hallfreðsson og Rúnar Már Sigurjónsson sem lék á vængnum í Albaníu til greina. Jóhann Berg Guðmundsson er svo búinn að ná sér af þeim meiðslum sem héldu honum út úr leikjunum gegn Moldóvu og Albaníu og hann verður á öðrum kantinum. Arnór Ingvi Traustason eða Rúnar Már Sigurjónsson verða svo að öllum líkindum í hinni kantstöðunni.Þrír leikmenn koma helst til greina í framlínunni Það er svo spurning hvort Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Sigþórsson eða Jón Daði Böðvarsson fá það hlutverk að leika sem fremsti maður liðsins. Alfreð er nýkominn til baka eftir að hafa glímt við meiðsli, en hann er góður að fá boltann í fætur og stinga sér bak við varnir andstæðinganna með klókum hlaupum. Kolbeinn skoraði í báðum leikjunum í síðasta legg undankeppninnar og kemur sterklega til greina. Jón Daði hefur hins vegar leikið vel í síðustu leikjum landsliðsins og hentar liðinu vel taktískt séð. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað í undankeppninni hentar Jón Daði leikstíl íslenska liðsins vel. Svo gætu Hamrén og Freyr einnig leikið leikerfið 4-4-2 með Alfreð, Kolbein eða Jón Daða í fremstu víglínu og Gylfa Þór sem hluta af tveggja manna miðju. Það verður spennandi að sjá hver liðsuppstillingin verður og svo hvernig þeim leikmönnum sem hljóta náð fyrir augum þjálfaranna tekst upp gegn ríkjandi heimsmeisturum. Stig væru vel þegin til þess að aðstoða þjóðarsálina við að takast á við veturinn sem er að skella á.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira