Erfiðir viðureignar á heimavelli Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. október 2019 16:30 Deschamps léttur fyrir æfingu franska landsliðsins. fréttablaðið/getty Það var greinilegt af svörum Didiers Deschamps, þjálfara franska landsliðsins og Raphaels Varane, fyrirliða liðsins í fjarveru Hugo Lloris, að þeir kæmu ekki til með að vanmeta Ísland í kvöld þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli. Ísland mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM eftir 4-0 sigur Frakka í fyrri leik liðanna. Þetta er í fjórða sinn sem Deschamps stýrir Frökkum gegn Íslandi ásamt því að mæta Íslandi sem leikmaður síðast þegar Frakkar komu í heimsókn. „Ég held að fæstir leikmennirnir muni eftir því síðast þegar Frakkar heimsóttu Ísland, flestir þeirra voru bara börn þó að ég muni vel eftir leiknum,“ sagði Deschamps léttur þegar hann var spurður út í jafnteflið fræga 1998, stuttu eftir að Frakkar voru krýndir heimsmeistarar þar sem Deschamps bar fyrirliðabandið. „Ísland hefur sýnt það í gegnum tíðina að það er erfitt heim að sækja, aðstæðurnar hérna eru öðruvísi og völlurinn opinn með hlaupabraut sem er nýtt fyrir mína leikmenn. Við eigum von á erfiðum leik, íslenska liðið er beinskeytt og hættulegt í föstum leikatriðum eins og er heimsfrægt. Þar að auki eru teknískir leikmenn sem geta skapað usla.“ Varane tók í sama streng og þjálfari hans og sagði franska liðið ekki vanmeta Ísland. „Við vanmetum ekki íslenska liðið. Ísland er með gott lið sem við þekkjum vel til og berum mikla virðingu fyrir. Þetta er mikilvægur leikur í undankeppninni sem við tökum alvarlega og ætlum okkur þrjú stig. Íslendingar hafa verið erfiðir viðureignar á heimavelli og við megum búast við erfiðum leik,“ sagði Varane um íslenska liðið og hélt áfram: „Við búumst við því að íslenska liðið berjist af krafti og við þurfum að passa okkur á föstu leikatriðunum. Okkar markmið er að ná að spila hratt og finna lausnir á varnarleik Íslands.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Sjá meira
Það var greinilegt af svörum Didiers Deschamps, þjálfara franska landsliðsins og Raphaels Varane, fyrirliða liðsins í fjarveru Hugo Lloris, að þeir kæmu ekki til með að vanmeta Ísland í kvöld þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli. Ísland mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM eftir 4-0 sigur Frakka í fyrri leik liðanna. Þetta er í fjórða sinn sem Deschamps stýrir Frökkum gegn Íslandi ásamt því að mæta Íslandi sem leikmaður síðast þegar Frakkar komu í heimsókn. „Ég held að fæstir leikmennirnir muni eftir því síðast þegar Frakkar heimsóttu Ísland, flestir þeirra voru bara börn þó að ég muni vel eftir leiknum,“ sagði Deschamps léttur þegar hann var spurður út í jafnteflið fræga 1998, stuttu eftir að Frakkar voru krýndir heimsmeistarar þar sem Deschamps bar fyrirliðabandið. „Ísland hefur sýnt það í gegnum tíðina að það er erfitt heim að sækja, aðstæðurnar hérna eru öðruvísi og völlurinn opinn með hlaupabraut sem er nýtt fyrir mína leikmenn. Við eigum von á erfiðum leik, íslenska liðið er beinskeytt og hættulegt í föstum leikatriðum eins og er heimsfrægt. Þar að auki eru teknískir leikmenn sem geta skapað usla.“ Varane tók í sama streng og þjálfari hans og sagði franska liðið ekki vanmeta Ísland. „Við vanmetum ekki íslenska liðið. Ísland er með gott lið sem við þekkjum vel til og berum mikla virðingu fyrir. Þetta er mikilvægur leikur í undankeppninni sem við tökum alvarlega og ætlum okkur þrjú stig. Íslendingar hafa verið erfiðir viðureignar á heimavelli og við megum búast við erfiðum leik,“ sagði Varane um íslenska liðið og hélt áfram: „Við búumst við því að íslenska liðið berjist af krafti og við þurfum að passa okkur á föstu leikatriðunum. Okkar markmið er að ná að spila hratt og finna lausnir á varnarleik Íslands.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Sjá meira