Afturkalla leyfi vegna stíflu Neyðarlínunnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. október 2019 07:15 Stífla Neyðarlínunnar í Drekagili við Öskju er stærri en leyfið sagði til um. Neyðarlínan ohf. fékk í október í fyrra heimild frá Skútustaðahreppi og forsætisráðuneytinu til byggja „litla heimarafstöð“ í Drekagili við Öskju. Eftir ábendingu fóru fulltrúar hreppsins á staðinn og kom þá í ljós að stífla sem átti að vera 1,5 metrar er tæpir ellefu metrar. Frá lóninu sem hefur myndast er síðan 300 metra fallpípa að fyrirhuguðu stöðvarhúsi um 600 metra frá skálum á svæðinu. Rafstöðin á að þjóna fjarskiptasendi á Vaðöldu og ferðaþjónustuskálum. „Í vettvangsskoðun kom í ljós að búið er að stífla lækinn með 10,8 m breiðri stíflu sem er úr forsteyptum einingum með timburþili að hluta sem hægt er að fjarlægja,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, í bréfi til stjórnar Neyðarlínunnar. „Ljóst þykir að þær framkvæmdir eru hvorki í samræmi við gildandi skipulag né þá framkvæmd sem sótt var um þann 24. október 2018,“ segir áfram í bréfinu þar sem kynnt er sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar að stöðva framkvæmdina. Þorsteinn gerir að sérstöku umtalsefni símtal skipulagsfulltrúa Skútustaðahrepps við Þórhall Ólafsson, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, eftir vettvangsrannsóknina. „Voru formaður skipulagsnefndar og ráðsmaður áhaldahúss vitni að því símtali. Var framkoma framkvæmdastjórans honum lítt til sóma og reyndar með þeim hætti að hún sæmir ekki manni í hans stöðu. Er kvörtun vegna framkomu hans hér með komið á framfæri,“ segir í bréfinu. Spurð hvers vegna ekki hafi verið haft samráð við Skútustaðahrepps um breytingarnar segir stjórn Neyðarlínunnar þær hafa verið „smávægilegar og innan þess ramma sem gera má ráð fyrir“ eins og segir í svarinu. Samráð hefði þó mátt vera meira, segir stjórnin, og biðst velvirðingar á því. „Stjórn Neyðarlínunnar harmar þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið,“ segir stjórnin og stingur upp á því til þess að ná sátt við hreppinn fari fulltrúar beggja aðila auk fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs á svæðið næsta sumar að skoða aðstæður. „Í framhaldi leggi sveitarfélagið fram mögulegar kröfur um breytingar telji það ástæðu til,“ segir stjórnin sem kveður Neyðarlínuna munu annast þær úrbætur að viðstöddum fulltrúum allra aðila. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps segir þessi viðbrögð Neyðarlínunnar hins vegar ófullnægjandi og afturkallaði í fyrradag framkvæmdaleyfi fyrir rafstöðina. „Jafnframt verður óskað eftir afstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs og forsætisráðuneytis vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Neyðarlínan ohf. fékk í október í fyrra heimild frá Skútustaðahreppi og forsætisráðuneytinu til byggja „litla heimarafstöð“ í Drekagili við Öskju. Eftir ábendingu fóru fulltrúar hreppsins á staðinn og kom þá í ljós að stífla sem átti að vera 1,5 metrar er tæpir ellefu metrar. Frá lóninu sem hefur myndast er síðan 300 metra fallpípa að fyrirhuguðu stöðvarhúsi um 600 metra frá skálum á svæðinu. Rafstöðin á að þjóna fjarskiptasendi á Vaðöldu og ferðaþjónustuskálum. „Í vettvangsskoðun kom í ljós að búið er að stífla lækinn með 10,8 m breiðri stíflu sem er úr forsteyptum einingum með timburþili að hluta sem hægt er að fjarlægja,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, í bréfi til stjórnar Neyðarlínunnar. „Ljóst þykir að þær framkvæmdir eru hvorki í samræmi við gildandi skipulag né þá framkvæmd sem sótt var um þann 24. október 2018,“ segir áfram í bréfinu þar sem kynnt er sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar að stöðva framkvæmdina. Þorsteinn gerir að sérstöku umtalsefni símtal skipulagsfulltrúa Skútustaðahrepps við Þórhall Ólafsson, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, eftir vettvangsrannsóknina. „Voru formaður skipulagsnefndar og ráðsmaður áhaldahúss vitni að því símtali. Var framkoma framkvæmdastjórans honum lítt til sóma og reyndar með þeim hætti að hún sæmir ekki manni í hans stöðu. Er kvörtun vegna framkomu hans hér með komið á framfæri,“ segir í bréfinu. Spurð hvers vegna ekki hafi verið haft samráð við Skútustaðahrepps um breytingarnar segir stjórn Neyðarlínunnar þær hafa verið „smávægilegar og innan þess ramma sem gera má ráð fyrir“ eins og segir í svarinu. Samráð hefði þó mátt vera meira, segir stjórnin, og biðst velvirðingar á því. „Stjórn Neyðarlínunnar harmar þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið,“ segir stjórnin og stingur upp á því til þess að ná sátt við hreppinn fari fulltrúar beggja aðila auk fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs á svæðið næsta sumar að skoða aðstæður. „Í framhaldi leggi sveitarfélagið fram mögulegar kröfur um breytingar telji það ástæðu til,“ segir stjórnin sem kveður Neyðarlínuna munu annast þær úrbætur að viðstöddum fulltrúum allra aðila. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps segir þessi viðbrögð Neyðarlínunnar hins vegar ófullnægjandi og afturkallaði í fyrradag framkvæmdaleyfi fyrir rafstöðina. „Jafnframt verður óskað eftir afstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs og forsætisráðuneytis vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira