Staða heimilislausra á Íslandi þykir ekki góð í samanburði við nágrannalöndin og úrræðaleysi jafnvel einkennt málaflokkinn. Reykjavíkurborg hefur á liðnum árum reynt að mæta þörfum þessa hóps betur en nú horft úrræða sem hafa verið í boði til að mynda í Finnlandi.
Málþing um heimilisleysi fór fram í dag það sem þar sem framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa í Finnlandi, miðlaði af árangursríkri reynslu landsins en landið er sú Evrópuþjóð sem hefur staðið sig best í að mæta þörfum þessa hóps.
„Finnska leiðin er nálgun á landsvísu sem byggist á reglunni um að húsnæði gangi fyrir. Það þýðir að við veitum heimilislausum varanlegt húsnæði samkvæmt leigusamningi,“ segir Juha Kaakinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.

Heimilislausum fækkar í Finnlandi
Yfirvöld í Finnlandi hafa með aðgerðum sínum, það er kaupum húsnæði, jafnvel gömlum hótelum komið þaki yfir heimilislausa. Með því var smáhýsum, líkt og þekkjast hér á landi, fækkað. Finnar áætla að á næstu átta árum verði allir heimilislausir komnir með þak yfir höfuðið.„Heimilislausum hefur fækkaði í Finnlandi á undanförnum tíu árum,“ segir Kakkinen.

Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík
Reykjavíkurborg hefur haft málefni heimilislausra til endurskoðunar og í borgarráði var stefna í málflokknum samþykkt samhljóða í dag ásamt aðgerðaráætlun og málinu vísað áfram til borgarstjórnar. Jafnframt var samþykkt tillaga formanns Velferðarráðs um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi og kemur nú til framkvæmdar. Með aðgerðaráætluninni á fyrst um sinn á að fjölga neyðarúrræðum tímabundið.„Til lengri tíma viljum við fækka neyðarúrræðum, rétt eins og Finnar hafa gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar
Á sama tíma á að auka þjónustu til hópsins með vettvangs- og ráðgjafateymi. Styrkja forvarnir og að lokum styrkja samráð á milli aðila sem vinna að málaflokknum.