Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. október 2019 18:45 Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. Staða heimilislausra á Íslandi þykir ekki góð í samanburði við nágrannalöndin og úrræðaleysi jafnvel einkennt málaflokkinn. Reykjavíkurborg hefur á liðnum árum reynt að mæta þörfum þessa hóps betur en nú horft úrræða sem hafa verið í boði til að mynda í Finnlandi. Málþing um heimilisleysi fór fram í dag það sem þar sem framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa í Finnlandi, miðlaði af árangursríkri reynslu landsins en landið er sú Evrópuþjóð sem hefur staðið sig best í að mæta þörfum þessa hóps. „Finnska leiðin er nálgun á landsvísu sem byggist á reglunni um að húsnæði gangi fyrir. Það þýðir að við veitum heimilislausum varanlegt húsnæði samkvæmt leigusamningi,“ segir Juha Kaakinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.Juha Kakkinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.Vísir/BaldurHeimilislausum fækkar í Finnlandi Yfirvöld í Finnlandi hafa með aðgerðum sínum, það er kaupum húsnæði, jafnvel gömlum hótelum komið þaki yfir heimilislausa. Með því var smáhýsum, líkt og þekkjast hér á landi, fækkað. Finnar áætla að á næstu átta árum verði allir heimilislausir komnir með þak yfir höfuðið. „Heimilislausum hefur fækkaði í Finnlandi á undanförnum tíu árum,“ segir Kakkinen.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir BaldurEfla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur haft málefni heimilislausra til endurskoðunar og í borgarráði var stefna í málflokknum samþykkt samhljóða í dag ásamt aðgerðaráætlun og málinu vísað áfram til borgarstjórnar. Jafnframt var samþykkt tillaga formanns Velferðarráðs um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi og kemur nú til framkvæmdar. Með aðgerðaráætluninni á fyrst um sinn á að fjölga neyðarúrræðum tímabundið. „Til lengri tíma viljum við fækka neyðarúrræðum, rétt eins og Finnar hafa gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar Á sama tíma á að auka þjónustu til hópsins með vettvangs- og ráðgjafateymi. Styrkja forvarnir og að lokum styrkja samráð á milli aðila sem vinna að málaflokknum. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Sextíu heimilislausir bíða úrræða Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. 3. september 2019 12:30 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur staðsetninguna heppilega 22. júlí 2019 20:00 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. Staða heimilislausra á Íslandi þykir ekki góð í samanburði við nágrannalöndin og úrræðaleysi jafnvel einkennt málaflokkinn. Reykjavíkurborg hefur á liðnum árum reynt að mæta þörfum þessa hóps betur en nú horft úrræða sem hafa verið í boði til að mynda í Finnlandi. Málþing um heimilisleysi fór fram í dag það sem þar sem framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa í Finnlandi, miðlaði af árangursríkri reynslu landsins en landið er sú Evrópuþjóð sem hefur staðið sig best í að mæta þörfum þessa hóps. „Finnska leiðin er nálgun á landsvísu sem byggist á reglunni um að húsnæði gangi fyrir. Það þýðir að við veitum heimilislausum varanlegt húsnæði samkvæmt leigusamningi,“ segir Juha Kaakinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.Juha Kakkinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.Vísir/BaldurHeimilislausum fækkar í Finnlandi Yfirvöld í Finnlandi hafa með aðgerðum sínum, það er kaupum húsnæði, jafnvel gömlum hótelum komið þaki yfir heimilislausa. Með því var smáhýsum, líkt og þekkjast hér á landi, fækkað. Finnar áætla að á næstu átta árum verði allir heimilislausir komnir með þak yfir höfuðið. „Heimilislausum hefur fækkaði í Finnlandi á undanförnum tíu árum,“ segir Kakkinen.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir BaldurEfla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur haft málefni heimilislausra til endurskoðunar og í borgarráði var stefna í málflokknum samþykkt samhljóða í dag ásamt aðgerðaráætlun og málinu vísað áfram til borgarstjórnar. Jafnframt var samþykkt tillaga formanns Velferðarráðs um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi og kemur nú til framkvæmdar. Með aðgerðaráætluninni á fyrst um sinn á að fjölga neyðarúrræðum tímabundið. „Til lengri tíma viljum við fækka neyðarúrræðum, rétt eins og Finnar hafa gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar Á sama tíma á að auka þjónustu til hópsins með vettvangs- og ráðgjafateymi. Styrkja forvarnir og að lokum styrkja samráð á milli aðila sem vinna að málaflokknum.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Sextíu heimilislausir bíða úrræða Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. 3. september 2019 12:30 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur staðsetninguna heppilega 22. júlí 2019 20:00 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30
Sextíu heimilislausir bíða úrræða Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. 3. september 2019 12:30
Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50
Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur staðsetninguna heppilega 22. júlí 2019 20:00