Einn Íslendingur á lista yfir efnilegustu knattspyrnumenn heims Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. október 2019 17:30 Andri Lucas í leik með U17 ára landsliði Íslands vísir/getty Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid og þykir vera á meðal 60 bestu leikmanna heims í sínum aldursflokki en Andri Lucas er fæddur árið 2002.The Guardian tekur árlega saman lista yfir efnilegustu knattspyrnumenn heims og á listanum í ár eru alls 60 leikmenn. Andri Lucas er eini Íslendingurinn á lista. Á meðal leikmanna á listanum ber helsta að nefna Ansu Fati (Barcelona) og Eduardo Camavinga (Rennes) sem hafa látið að sér kveða með aðalliðum sinna félaga á yfirstandandi leiktíð. Í samantektinni segir að Andri Lucas sé fæddur markaskorari; virkilega líkamlega sterkur og góður í loftinu auk þess að vera fljótur, teknískur og jafnvígur á hægri og vinstri fæti.Le Guardian a publié une liste des 60 plus grands talents mondiaux de la génération 2002. Côté nordique on retrouve : / Mohammed Daramy (FC Copenhague) Andri Lucas Gudjohnsen (Real Madrid) Tim Prica (Malmö FF) 3 beaux talents dont on reparlera!https://t.co/M0W8gK5ydN — Nordisk Football (@NordiskFootball) October 10, 2019Börsungar sitja eftir með sárt enniðÍ samantektinni er einnig vakin athygli á því að stuðningsmenn Barcelona hafi rekið upp stór augu þegar Andri Lucas gekk í raðir Real Madrid í ljósi þess að Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Andra, er í miklum metum hjá Katalóníustórveldinu eftir dvöl sína þar frá 2006-2009. Andri Lucas gekk í raðir Real frá Barcelona síðasta sumar en hann lék einnig með Espanyol á sínum yngri árum auk þess að spila með HK á yngri flokka mótum hér á landi. Andri hefur leikið 28 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 12 mörk. Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen er á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid og þykir vera á meðal 60 bestu leikmanna heims í sínum aldursflokki en Andri Lucas er fæddur árið 2002.The Guardian tekur árlega saman lista yfir efnilegustu knattspyrnumenn heims og á listanum í ár eru alls 60 leikmenn. Andri Lucas er eini Íslendingurinn á lista. Á meðal leikmanna á listanum ber helsta að nefna Ansu Fati (Barcelona) og Eduardo Camavinga (Rennes) sem hafa látið að sér kveða með aðalliðum sinna félaga á yfirstandandi leiktíð. Í samantektinni segir að Andri Lucas sé fæddur markaskorari; virkilega líkamlega sterkur og góður í loftinu auk þess að vera fljótur, teknískur og jafnvígur á hægri og vinstri fæti.Le Guardian a publié une liste des 60 plus grands talents mondiaux de la génération 2002. Côté nordique on retrouve : / Mohammed Daramy (FC Copenhague) Andri Lucas Gudjohnsen (Real Madrid) Tim Prica (Malmö FF) 3 beaux talents dont on reparlera!https://t.co/M0W8gK5ydN — Nordisk Football (@NordiskFootball) October 10, 2019Börsungar sitja eftir með sárt enniðÍ samantektinni er einnig vakin athygli á því að stuðningsmenn Barcelona hafi rekið upp stór augu þegar Andri Lucas gekk í raðir Real Madrid í ljósi þess að Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Andra, er í miklum metum hjá Katalóníustórveldinu eftir dvöl sína þar frá 2006-2009. Andri Lucas gekk í raðir Real frá Barcelona síðasta sumar en hann lék einnig með Espanyol á sínum yngri árum auk þess að spila með HK á yngri flokka mótum hér á landi. Andri hefur leikið 28 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 12 mörk.
Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira