
Hvers virði er fyrirtækið þitt?
Heilmikil fræði hafa skapast í kringum hvernig skal verðmeta fyrirtæki en vandamálið við flestallar þær aðferðir er að viðkomandi þarf að hafa mikla skoðun á framtíðinni og ótal breytum í rekstri félagsins. Þar vandast nefnilega málið. Verðmatsaðferðir þessar byggja að mestu leyti á því að virði fyrirtækis sé samtala núvirts sjóðstreymis út í hið óendanlega. En hvernig metur þú sjóðstreymi félagsins mörg ár fram í tímann með nákvæmum hætti? Þú gerir það ekki.
Undirritaður hefur komið að fjölmörgum fyrirtækjaviðskiptum bæði sem fjárfestir hjá Alfa Framtak og ráðgjafi og séð fjölmargar aðferðir við mat á virði fyrirtækja. Hugmyndin er þó ekki að fara í fræðilegar útskýringar á verðmatslíkönum enda ætti það ekki að vera fyrsta skref að mínu mati þegar fyrirtæki er metið. Þegar ég hugsa um virði fyrirtækis þá geri ég það út frá tveimur víddum. Annars vegar út frá þeim áhættuþáttum sem ég sé í rekstrinum og huglægu mati á líkum á að slík áhætta raungerist og hins vegar út frá þeim tækifærum og vaxtarmöguleikum sem félagið býr yfir. Því meiri áhættu sem ég þarf að bera sem fjárfestir þeim mun hærri kröfu til ávöxtunar geri ég til félagsins sem þýðir að öðru óbreyttu lægra verð fyrir seljanda. Ef mörg tækifæri eru hins vegar til staðar til að vaxa og auka sölu og þjónustu þýðir það að óbreyttu hærra verð fyrir seljanda. Þannig hef ég tamið mér að spyrja nokkurra lykilspurninga til að hjálpa mér að skilja áhættu og tækifæri sem fylgir eignarhaldi á viðkomandi fyrirtæki.
Dæmi um spurningar sem ég spyr mig eru hvort horfur séu jákvæðar eða neikvæðar fyrir markaðinn sem fyrirtækið starfar á, hvort stjórnendateymi sé sterkt, áreiðanlegt og viljugt til að halda áfram rekstri félagsins, og hvort viðskiptavinir séu tryggir og versli endurtekið hjá félaginu. Ekki er alltaf skýrt svar við þessum spurningum en að fara í gegnum svona hugsunarferil hjálpar að meta áhættu og framtíðarmöguleika félagsins.
Það sem ég sé oft sem stærsta áhættuþáttinn hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum er að eigandinn er oftar en ekki lykilstarfsmaður fyrirtækisins og hefur flesta þræði rekstursins í höndum sér. Mikilvægt er að enginn einn aðili sé ómissandi enda eykur það áhættu á áföllum ef eitthvað kemur fyrir viðkomandi. Þess vegna ætti eigandinn/lykilstarfsmaðurinn að byrja að huga að þessum málum nokkrum misserum áður en selt er ef hámarka á verðmæti rekstrarins. Ef rekstur félags stendur og fellur með þér eða einum starfsmanni þá áttu lítil seljanleg verðmæti í rekstrinum.
En skiptir arðsemi engu máli? Jú, viðkomandi fyrirtæki með jákvæðar horfur, öflugt stjórnendateymi og trygga viðskiptavini gæti vel verðlagt vöru og þjónustu sína svo lágt að engin afkoma er eftir fyrir hluthafa þess. Viðskipti eiga nefnilega að mínu mati að vera einhvers virði fyrir báða aðila, þann sem selur og þann sem kaupir. Því er mikilvægt að skoða í sinni einföldustu mynd hversu mikið er bankareikningur félagsins að vaxa á hverju ári, hversu stórum hluta er hægt að ráðstafa í arð til hluthafa og hvert er hlutfall arðs af tekjum. Fyrirtæki með lága framlegð eru í eðli sínu viðkvæmari fyrir áföllum þar sem lítið má út af bregða áður en hagnaður snýst í tap. Aftur komum við að því að aukin áhætta þýðir lægra verð.
Að lokum þarf að velta því upp hversu viðkvæm samkeppnisstaða félagsins er. Er hætta á að missa stóra viðskiptavini, er auðvelt að koma inn á markaðinn og fara í samkeppni eða þarf mikla þekkingu og fjármagn til þess? Er vörumerkið með mikla góðvild hjá viðskiptavinum eða er þeim sama við hvern þeir versla? Frábært dæmi eru fyrirtæki eins og Brauð & Co og World Class sem hafa byggt upp tryggan viðskiptavinahóp sem lítur varla á vöru samkeppnisaðilans. Taktu stöðumat á þessum þáttum og fáðu álit frá aðilum sem þú treystir og hafa viðeigandi þekkingu. Gerðu þær breytingar sem þarf til að auka virði og seljanleika þíns fyrirtækis, sé ætlun þín að selja í náinni framtíð.
Svo hvers virði er fyrirtækið þitt, eða ætti ég að segja hversu áhættusamt er fyrirtækið þitt?
Höfundur er partner hjá Alfa Framtak.
Skoðun

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar

Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar
Sigvaldi Einarsson skrifar

Enginn skilinn eftir á götunni
Dagmar Valsdóttir skrifar

Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna
Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar

Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman?
Guðmundur Edgarsson skrifar

Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar