Vinnur íslenskt vísindasamfélag langt undir getu vegna vanfjármögnunar? Hópur skrifar 10. október 2019 07:45 Það voru kaldar kveðjur sem mættu íslenskum vísindamönnum í fjárlagafrumvarpi 2020 sem lagt var fyrir Alþingi í byrjun september. Kveðjurnar eru í formi niðurskurðar í Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs, helstu lífæð rannsókna á Íslandi. Niðurskurðurinn nemur 45 milljónum frá síðustu fjárlögum og lækkunin nemur um 80 milljónum frá því 2018. Afleiðingarnar verða að öllum líkindum þær að næsta úthlutun sjóðsins mun lækka um rúm fimm prósent. Upphæðin jafngildir rúmlega átta ársverkum doktorsnema á Íslandi, en stór hluti styrkjanna fer í fjármögnun doktorsverkefna. Þessi niðurskurður er áætlaður þrátt fyrir að sjóðurinn hafi rýrnað að raunvirði ár eftir ár. Í kjölfarið er ljóst að afkastageta íslensks vísindasamfélags mun minnka. Árið 2016 kom innspýting úr fjárlögum í samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs og henni fylgdu fyrirheit um frekari aukningu sem ekki hefur verið staðið við. Áhrifa þessarar innspýtingar gætir víða í íslensku vísindalífi, en hún hefur eflt vísindi í landinu. Þannig hefur ungum íslenskum vísindamönnum fjölgað, fólk hefur snúið aftur til Íslands úr námi, eygjandi von um að geta stundað metnaðarfullar rannsóknir hér. Mikill sköpunarkraftur býr í íslensku vísindasamfélagi og þessi reynsla af auknu fjármagni í sjóðina sýnir það svart á hvítu hversu auðvelt það er að virkja þennan kraft og efla. Þó eru ýmis teikn á lofti um að íslenskt vísindasamfélag starfi nú langt undir getu vegna vanfjármögnunar. Árangurshlutfall umsókna í Rannsóknasjóð er eitt merki þess, en í síðustu úthlutun hlutu einungis 17% verkefna styrk. Þessi lækkun árangurshlutfalls er einungis komin til vegna aukinnar sóknar í sjóðinn, þar sem fjárveitingar í hann hafa staðið nokkurn veginn í stað síðan 2016. Einnig berast fregnir af því að í ár hafi umsóknum í sjóðinn fjölgað enn og aftur. Það er því ljóst að ef ekkert verður að gert verður árangurshlutfall umsókna í sjóðinn í næstu úthlutun komið niður fyrir það lægsta sem gerðist árin eftir hrun á Íslandi. En hvað er þá til ráða? Erum við föst í vítahring þar sem aukin fjármögnun til samkeppnissjóða veldur því að sóknin í þá eykst stöðugt, sem þá sífellt lækkar árangurshlutfallið? Svarið við því er hreint og klárt nei. Ef íslenskt vísindasamfélag væri fjármagnað þannig að það gæti starfað eftir bestu getu, ef fjármögnunin væri á pari við það sem gerist í þeim nágrannalöndum sem okkur er svo tamt að bera okkur saman við, er ólíklegt að hlutfallið væri svo lágt. En á meðan fjármögnun grunnrannsókna er undir því sem gerist að meðaltali í OECD-löndum og langt undir því sem gengur og gerist t.d. í Bretlandi og á Norðurlöndunum, er ekki skrítið að aukið fjármagn leiði til aukinnar sóknar í sjóðina. Sífellt yfirvofandi niðurskurður á fjármagni til rannsókna vekur furðu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur það að stefnu sinni að efla vísindastarf á Íslandi. Yfirlýst stefna hennar er að auka fjárfestingu í rannsóknum og nýsköpun úr 2% í 3% af landsframleiðslu árið 2024. Niðurskurður nú gengur því þvert á kosningaloforð og yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Sú gróska sem fylgdi í kjölfar þeirrar aukningar sem varð á framlögum í sjóðina árið 2016 er birtingarmynd þeirra jákvæðu áhrifa sem það hefur á hugvit íslenskra vísindamanna og af kastagetu að hækka fjármagn sem rennur til vísinda. Sem dæmi má nefna að í kjölfar aukningarinnar hefur Öndvegisstyrkjum úr Rannsóknasjóði fjölgað, en mjög öflug Öndvegisverkefni hafa í kjölfarið hlotið hæstu styrki sem unnt er að fá frá rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Þessi reynsla segir okkur að viðbót fjármagns í innlenda sjóði skili sér jafnvel margfalt til baka á formi erlends rannsóknafjár, enda eru á Íslandi framúrskarandi vísindamenn sem eiga fullt erindi í samkeppni um hæstu erlendu styrkina fái þeir þá forgjöf frá Íslandi sem til þarf. Í stað yfirvofandi niðurskurðar ár eftir ár ætti því að halda áfram á þeirri braut sem var hafin árin 2015-2016 og auka verulega fjármagn í íslenska samkeppnissjóði. Við undirrituð skorum á stjórnvöld að standa við gefin loforð og virkja þann kraft sem í íslensku vísindasamfélagi býr, snúa vörn í sókn og auka við fjármögnun íslenskra samkeppnissjóða. Árangurinn í formi hagsældar fyrir íslenska þjóð mun ekki láta á sér standa.Erna Magnúsdóttir dósent við Háskóla ÍslandsEyja Margrét Brynjarsdóttir lektor við Háskóla ÍslandsEyjólfur Ingi Ásgeirsson dósent við Háskólann í ReykjavíkOddur Vilhelmsson prófessor við Háskólann á AkureyriSigrún Ólafsdóttir prófessor við Háskóla ÍslandsSnævar Sigurðsson sérfræðingur við Háskóla ÍslandsÞórdís Ingadóttir dósent við Háskólann í ReykjavíkHöfundar eru í stjórn Vísindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Það voru kaldar kveðjur sem mættu íslenskum vísindamönnum í fjárlagafrumvarpi 2020 sem lagt var fyrir Alþingi í byrjun september. Kveðjurnar eru í formi niðurskurðar í Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs, helstu lífæð rannsókna á Íslandi. Niðurskurðurinn nemur 45 milljónum frá síðustu fjárlögum og lækkunin nemur um 80 milljónum frá því 2018. Afleiðingarnar verða að öllum líkindum þær að næsta úthlutun sjóðsins mun lækka um rúm fimm prósent. Upphæðin jafngildir rúmlega átta ársverkum doktorsnema á Íslandi, en stór hluti styrkjanna fer í fjármögnun doktorsverkefna. Þessi niðurskurður er áætlaður þrátt fyrir að sjóðurinn hafi rýrnað að raunvirði ár eftir ár. Í kjölfarið er ljóst að afkastageta íslensks vísindasamfélags mun minnka. Árið 2016 kom innspýting úr fjárlögum í samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs og henni fylgdu fyrirheit um frekari aukningu sem ekki hefur verið staðið við. Áhrifa þessarar innspýtingar gætir víða í íslensku vísindalífi, en hún hefur eflt vísindi í landinu. Þannig hefur ungum íslenskum vísindamönnum fjölgað, fólk hefur snúið aftur til Íslands úr námi, eygjandi von um að geta stundað metnaðarfullar rannsóknir hér. Mikill sköpunarkraftur býr í íslensku vísindasamfélagi og þessi reynsla af auknu fjármagni í sjóðina sýnir það svart á hvítu hversu auðvelt það er að virkja þennan kraft og efla. Þó eru ýmis teikn á lofti um að íslenskt vísindasamfélag starfi nú langt undir getu vegna vanfjármögnunar. Árangurshlutfall umsókna í Rannsóknasjóð er eitt merki þess, en í síðustu úthlutun hlutu einungis 17% verkefna styrk. Þessi lækkun árangurshlutfalls er einungis komin til vegna aukinnar sóknar í sjóðinn, þar sem fjárveitingar í hann hafa staðið nokkurn veginn í stað síðan 2016. Einnig berast fregnir af því að í ár hafi umsóknum í sjóðinn fjölgað enn og aftur. Það er því ljóst að ef ekkert verður að gert verður árangurshlutfall umsókna í sjóðinn í næstu úthlutun komið niður fyrir það lægsta sem gerðist árin eftir hrun á Íslandi. En hvað er þá til ráða? Erum við föst í vítahring þar sem aukin fjármögnun til samkeppnissjóða veldur því að sóknin í þá eykst stöðugt, sem þá sífellt lækkar árangurshlutfallið? Svarið við því er hreint og klárt nei. Ef íslenskt vísindasamfélag væri fjármagnað þannig að það gæti starfað eftir bestu getu, ef fjármögnunin væri á pari við það sem gerist í þeim nágrannalöndum sem okkur er svo tamt að bera okkur saman við, er ólíklegt að hlutfallið væri svo lágt. En á meðan fjármögnun grunnrannsókna er undir því sem gerist að meðaltali í OECD-löndum og langt undir því sem gengur og gerist t.d. í Bretlandi og á Norðurlöndunum, er ekki skrítið að aukið fjármagn leiði til aukinnar sóknar í sjóðina. Sífellt yfirvofandi niðurskurður á fjármagni til rannsókna vekur furðu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur það að stefnu sinni að efla vísindastarf á Íslandi. Yfirlýst stefna hennar er að auka fjárfestingu í rannsóknum og nýsköpun úr 2% í 3% af landsframleiðslu árið 2024. Niðurskurður nú gengur því þvert á kosningaloforð og yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Sú gróska sem fylgdi í kjölfar þeirrar aukningar sem varð á framlögum í sjóðina árið 2016 er birtingarmynd þeirra jákvæðu áhrifa sem það hefur á hugvit íslenskra vísindamanna og af kastagetu að hækka fjármagn sem rennur til vísinda. Sem dæmi má nefna að í kjölfar aukningarinnar hefur Öndvegisstyrkjum úr Rannsóknasjóði fjölgað, en mjög öflug Öndvegisverkefni hafa í kjölfarið hlotið hæstu styrki sem unnt er að fá frá rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Þessi reynsla segir okkur að viðbót fjármagns í innlenda sjóði skili sér jafnvel margfalt til baka á formi erlends rannsóknafjár, enda eru á Íslandi framúrskarandi vísindamenn sem eiga fullt erindi í samkeppni um hæstu erlendu styrkina fái þeir þá forgjöf frá Íslandi sem til þarf. Í stað yfirvofandi niðurskurðar ár eftir ár ætti því að halda áfram á þeirri braut sem var hafin árin 2015-2016 og auka verulega fjármagn í íslenska samkeppnissjóði. Við undirrituð skorum á stjórnvöld að standa við gefin loforð og virkja þann kraft sem í íslensku vísindasamfélagi býr, snúa vörn í sókn og auka við fjármögnun íslenskra samkeppnissjóða. Árangurinn í formi hagsældar fyrir íslenska þjóð mun ekki láta á sér standa.Erna Magnúsdóttir dósent við Háskóla ÍslandsEyja Margrét Brynjarsdóttir lektor við Háskóla ÍslandsEyjólfur Ingi Ásgeirsson dósent við Háskólann í ReykjavíkOddur Vilhelmsson prófessor við Háskólann á AkureyriSigrún Ólafsdóttir prófessor við Háskóla ÍslandsSnævar Sigurðsson sérfræðingur við Háskóla ÍslandsÞórdís Ingadóttir dósent við Háskólann í ReykjavíkHöfundar eru í stjórn Vísindafélags Íslands
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun