Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2019 23:00 Vindman undirofursti mætti í þinghúsið í Washington til að bera vitni í dag. Hann er sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu. AP/Patrick Semansky Bandarískur hermaður og starfsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins sætir nú hörðum árásum bandamanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta í hægrisinnuðum fjölmiðlum vegna vitnisburðar hans sem kemur forsetanum illa. Hann hefur verið sakaður um að vera „njósnari“ vegna uppruna hans án nokkurra sannana. Alexander S. Vindman, undirofursti og starfsmaður þjóðaröryggisráðsins, bar vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka möguleg embættisbrot Trump tilrauna hans til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan andstæðing hans í dag. Í skriflegri yfirlýsingu til nefndanna sagði Vindman, sem heyrði frægt símtal Trump og Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu í sumar, að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. „Ég taldi það ekki viðeigandi að krefjast þess að erlend ríkisstjórn rannsakaði bandarískan borgara og ég hafði áhyggjur af afleiðingunum fyrir stuðning bandarísku ríkisstjórnarinnar við Úkraínu,“ sagði Vindman í yfirlýsingunni.Sjá einnig:Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Taldi hann þrýsting Trump og náinna bandamanna hans ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna þar sem hann græfi undan þverpólitískri samstöðu bandarískra stjórnmálamanna um stuðning við Úkraínu, lykilbandalagsríki Bandaríkjanna í Austur-Evrópu. Í minnisblaði um símtal Trump og Zelenskíj sem Hvíta húsið sjálft birti í haust mátti lesa að Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu um tölvupóstþjón Demókrataflokksins sem Rússar brutust inn í árið 2016. Vindman er fyrsti núverandi starfsmaður Hvíta hússins sem ber vitni í rannsókn þingsins. Það gerði hann þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi að koma í veg fyrir að hann kæmi fyrir nefndirnar og takmarka hvað hann gæti lagt fyrir þær.Talinn njósnari með mætur á Úkraínu Þessi framburður Vindman féll í grýttan jarðveg hjá hörðustu stuðningsmönnum Trump yst á hægri vængnum og í hægri sinnuðum fjölmiðlum. Þeir hafa í dag efast um þjóðrækni Vindman sem særðist þegar hann barðist fyrir Bandaríkin í Íraksstríðinu og var sæmdur heiðursorðu. Vindman fæddist í Úkraínu en flúði með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna þegar hann var þriggja ára gamall. Það notuðu bandamenn Trump sem efnivið í árásir á undirofurstann. Einn viðmælandi Fox-sjónvarpsstöðvarinnar sakaði Vindman þannig óbeint um að vera „njósnara“. Þá sagði Sean Duffy, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Wisconsin, að Vindman væri mögulega „hliðhollur“ Úkraínu frekar en Bandaríkjunum á CNN-fréttastöðinni. Honum væri umhugað um Úkraínu, ekki endilega jafnmikið um Bandaríkin. „Ég held hald að hann hafi mætur á Úkraínu. Hann talar úkraínsku og hann kemur frá landinu og hann vill tryggja að þau séu örugg og frjáls,“ sagði Duffy um Vindman. Trump forseti réðst sjálfur á Vindman á Twitter þar sem hann fullyrti án frekari sannanna að hann væri „Aldrei Trump-vitni“. Forsetinn og bandamenn hans hafa kallað andstæðinga hans innan raða Repúblikanaflokksins „Aldrei Trump-sinna“. Þá hefur samsæriskenningu verið dreift á hægri vængnum um að Vindman hafi gefið úkraínskum stjórnvöldum ráð um hvernig þau ættu að vinna gegn utanríkisstefnu Trump á bak við tjöldin, að sögn New York Times.Árásirnar „skammarlegar“ Nokkrir frammámenn í Repúblikanaflokknum fordæmdu þó árásir á Vindman í dag, sérstaklega þær sem beindust að þjóðrækni hans og ættjarðarást. „Þessi náungi er með Fjólubláa hjartað [orða sem er veitt bandarískum hermönnum sem særast í bardaga]. Ég held að það væru mistök að vega að trúverðugleika hans,“ sagði John Thune, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Suður-Dakóta og næstæðsti leiðtogi flokksins í deildinni. „Það er augljóslega hægt að finna að efninu og það eru til ólíkar túlkarnir á öllu þessu. En ég myndi ekki ráðast á hann persónulega. Hann er föðurlandsvinur,“ sagði Thune. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Wyoming og eldri dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta, sagði það „skammarlegt“ að efast um hollustu Vindman við Bandaríkin eða þjóðrækni hans, að því er kemur fram í frétt Politico. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Fleiri fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Sjá meira
Bandarískur hermaður og starfsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins sætir nú hörðum árásum bandamanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta í hægrisinnuðum fjölmiðlum vegna vitnisburðar hans sem kemur forsetanum illa. Hann hefur verið sakaður um að vera „njósnari“ vegna uppruna hans án nokkurra sannana. Alexander S. Vindman, undirofursti og starfsmaður þjóðaröryggisráðsins, bar vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka möguleg embættisbrot Trump tilrauna hans til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan andstæðing hans í dag. Í skriflegri yfirlýsingu til nefndanna sagði Vindman, sem heyrði frægt símtal Trump og Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu í sumar, að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. „Ég taldi það ekki viðeigandi að krefjast þess að erlend ríkisstjórn rannsakaði bandarískan borgara og ég hafði áhyggjur af afleiðingunum fyrir stuðning bandarísku ríkisstjórnarinnar við Úkraínu,“ sagði Vindman í yfirlýsingunni.Sjá einnig:Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Taldi hann þrýsting Trump og náinna bandamanna hans ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna þar sem hann græfi undan þverpólitískri samstöðu bandarískra stjórnmálamanna um stuðning við Úkraínu, lykilbandalagsríki Bandaríkjanna í Austur-Evrópu. Í minnisblaði um símtal Trump og Zelenskíj sem Hvíta húsið sjálft birti í haust mátti lesa að Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu um tölvupóstþjón Demókrataflokksins sem Rússar brutust inn í árið 2016. Vindman er fyrsti núverandi starfsmaður Hvíta hússins sem ber vitni í rannsókn þingsins. Það gerði hann þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi að koma í veg fyrir að hann kæmi fyrir nefndirnar og takmarka hvað hann gæti lagt fyrir þær.Talinn njósnari með mætur á Úkraínu Þessi framburður Vindman féll í grýttan jarðveg hjá hörðustu stuðningsmönnum Trump yst á hægri vængnum og í hægri sinnuðum fjölmiðlum. Þeir hafa í dag efast um þjóðrækni Vindman sem særðist þegar hann barðist fyrir Bandaríkin í Íraksstríðinu og var sæmdur heiðursorðu. Vindman fæddist í Úkraínu en flúði með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna þegar hann var þriggja ára gamall. Það notuðu bandamenn Trump sem efnivið í árásir á undirofurstann. Einn viðmælandi Fox-sjónvarpsstöðvarinnar sakaði Vindman þannig óbeint um að vera „njósnara“. Þá sagði Sean Duffy, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Wisconsin, að Vindman væri mögulega „hliðhollur“ Úkraínu frekar en Bandaríkjunum á CNN-fréttastöðinni. Honum væri umhugað um Úkraínu, ekki endilega jafnmikið um Bandaríkin. „Ég held hald að hann hafi mætur á Úkraínu. Hann talar úkraínsku og hann kemur frá landinu og hann vill tryggja að þau séu örugg og frjáls,“ sagði Duffy um Vindman. Trump forseti réðst sjálfur á Vindman á Twitter þar sem hann fullyrti án frekari sannanna að hann væri „Aldrei Trump-vitni“. Forsetinn og bandamenn hans hafa kallað andstæðinga hans innan raða Repúblikanaflokksins „Aldrei Trump-sinna“. Þá hefur samsæriskenningu verið dreift á hægri vængnum um að Vindman hafi gefið úkraínskum stjórnvöldum ráð um hvernig þau ættu að vinna gegn utanríkisstefnu Trump á bak við tjöldin, að sögn New York Times.Árásirnar „skammarlegar“ Nokkrir frammámenn í Repúblikanaflokknum fordæmdu þó árásir á Vindman í dag, sérstaklega þær sem beindust að þjóðrækni hans og ættjarðarást. „Þessi náungi er með Fjólubláa hjartað [orða sem er veitt bandarískum hermönnum sem særast í bardaga]. Ég held að það væru mistök að vega að trúverðugleika hans,“ sagði John Thune, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Suður-Dakóta og næstæðsti leiðtogi flokksins í deildinni. „Það er augljóslega hægt að finna að efninu og það eru til ólíkar túlkarnir á öllu þessu. En ég myndi ekki ráðast á hann persónulega. Hann er föðurlandsvinur,“ sagði Thune. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Wyoming og eldri dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta, sagði það „skammarlegt“ að efast um hollustu Vindman við Bandaríkin eða þjóðrækni hans, að því er kemur fram í frétt Politico.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Fleiri fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Sjá meira
Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37
Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48
Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43