Fær ekki milljónirnar eftir uppsögn hjá Wow í aðdraganda gjaldþrotsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2019 15:45 Maðurinn starfaði sem flugvirki hjá Wow air frá því í október 2016 og þar til honum var sagt upp í desember 2018. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað þrotabú flugfélagsins Wow air af kröfum flugvirkja sem sagt var upp störfum hjá flugfélaginu í desember síðastliðnum, skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta eins og frægt er orðið. Flugvirkinn hélt því fram að uppsögn hans hefði verið ólögmæt og m.a. brotið gegn lögum um fæðingarorlof og ráðningarvernd trúnaðarmanna. Málið var höfðað 27. mars síðastliðinn, daginn áður en Wow air hætti starfsemi eftir mikla rekstrarörðugleika. Starfsmaðurinn krafði þrotabú WOW air um tæpar 14,5 milljónir króna í vangreidd laun og miskabætur, auk málskostnaðar.Varð fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum í hópuppsögn Tildrög málsins eru þau að maðurinn starfaði sem flugvirki hjá Wow air frá því í október 2016. Hann var svo skipaður trúnaðarmaður félagsins hjá Wow air í júní 2017. Í september 2018 var honum sagt upp störfum hjá Wow air með samningsbundnum fyrirvara en sú uppsögn var svo dregin til baka eftir að fram komu mótmæli Flugvirkjafélags Íslands til Wow air í október sama ár. Í lok október tilkynnti maðurinn að hann hygðist hefja töku fæðingarorlofs en um miðjan nóvember tilkynnti hann um að hann vildi fresta töku fæðingarorlofsins um óákveðinn tíma. Þann 13. desember 2018 var honum svo loks tilkynnt að hann væri meðal þeirra sem sagt hefði verið upp störfum hjá Wow air í hópuppsögn. Framganga Wow air íþyngjandi og bakað honum andlegt tjón Maðurinn krafðist bóta frá Wow air á grundvelli þess að uppsögn hans hefði verið ólögmæt þar sem hann hafi notið ráðningarverndar sem trúnaðarmaður stéttarfélags síns. Þá byggði hann kröfu sína einnig á því að bannað væri að segja upp starfsmanni sökum þess að hann hafi tilkynnt um fyrirhugað fæðingarorlof. Þá byggði maðurinn á því að röksemdir Wow er vörðuðu rekstrarerfiðleika fyrirtækisins, sem á tímabili uppsagnarinnar voru orðnir talsverðir, gætu ekki talist gildar ástæður fyrir uppsögninni, m.a. þar sem ekki hafi öllum flugvirkjum verið sagt upp. Auk þess hafi hann haft meiri starfsreynslu en a.m.k. tveir af þeim sem ekki var sagt upp. „Hann vísar til þess að framganga og framkoma Wow air hf. hvað varðar fyrri uppsögn, áminningu og endanlega uppsögn hafi verið sérlega íþyngjandi fyrir hann og bakað honum andlegt tjón, rýrt starfsheiður hans og haft neikvæð áhrif á álit annarra á honum. Þá hafi framganga Wow air hf. varðandi veitingu starfsréttinda og þjálfun til þeirra verið meiðandi í hans garð og valdið tjóni,“ segir m.a. í dómnum. Ljóst að reksturinn gekk „afar brösulega“ Wow air vísaði m.a. til þess að uppsögn mannsins hefði verið liður í veigamiklum ráðstöfunum sem fyrirtækið „hafi verið nauðbeygt til að gera í ljósi fjárhagsstöðu sinnar.“ Uppsögnin hafi á engan hátt tengst persónu mannsins eða fyrri atvikum í samskiptum hans og Wow air. Þá hafi maðurinn jafnframt ekki haft svokölluð „týpuréttindi“ á flugvélar Wow air.Í dómi segir að svo virðist sem „býsna óljóst“ hafi verið hverjir voru trúnaðarmenn Flugvirkjafélags Íslands hjá Wow air. Það sé óheppilegt og slík óvissa verði að telja atvinnurekanda, þ.e. Wow air, í óhag. Einnig verði að taka undir það með manninum að réttarvernd um fæðingarorlof hafi ekki fallið niður við það að hann frestaði töku þess, líkt og Wow air hélt fram. Hins vegar sé óumdeilt að rekstur Wow air gekk „afar brösulega“ í lok árs 2018 þegar atvik málsins urðu. Í þessu ljósi verða uppsagnir flugfélagsins að teljast eðlilegar. Niðurstaða dómsins var því að endingu sú að uppsögnin hafi farið fram á málefnalegum forsendum. Þá hafi uppsögn flugvirkjans hvorki farið gegn ákvæðum um ráðningarvernd trúnaðarmanna né brotið gegn ákvæði laga um fæðingarorlof. Wow air var því sýknað af kröfum mannsins en málskotnaður var látinn falla niður. Dómsmál Fæðingarorlof Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. 8. október 2019 23:32 Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi WOW starfsmanna hafnar Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi starfsmanna WOW-air eru þegar hafnar. Búið er að greiða starfsmönnum BHM og er unnið að því að greiða flugstjórum og flugmönnum. Gert er ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. 16. október 2019 19:30 Ballarin greiddi 50 milljónir fyrir WOW eignirnar Stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC hefur staðið við sinn hluta kaupsamningins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. 18. september 2019 16:31 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað þrotabú flugfélagsins Wow air af kröfum flugvirkja sem sagt var upp störfum hjá flugfélaginu í desember síðastliðnum, skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta eins og frægt er orðið. Flugvirkinn hélt því fram að uppsögn hans hefði verið ólögmæt og m.a. brotið gegn lögum um fæðingarorlof og ráðningarvernd trúnaðarmanna. Málið var höfðað 27. mars síðastliðinn, daginn áður en Wow air hætti starfsemi eftir mikla rekstrarörðugleika. Starfsmaðurinn krafði þrotabú WOW air um tæpar 14,5 milljónir króna í vangreidd laun og miskabætur, auk málskostnaðar.Varð fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum í hópuppsögn Tildrög málsins eru þau að maðurinn starfaði sem flugvirki hjá Wow air frá því í október 2016. Hann var svo skipaður trúnaðarmaður félagsins hjá Wow air í júní 2017. Í september 2018 var honum sagt upp störfum hjá Wow air með samningsbundnum fyrirvara en sú uppsögn var svo dregin til baka eftir að fram komu mótmæli Flugvirkjafélags Íslands til Wow air í október sama ár. Í lok október tilkynnti maðurinn að hann hygðist hefja töku fæðingarorlofs en um miðjan nóvember tilkynnti hann um að hann vildi fresta töku fæðingarorlofsins um óákveðinn tíma. Þann 13. desember 2018 var honum svo loks tilkynnt að hann væri meðal þeirra sem sagt hefði verið upp störfum hjá Wow air í hópuppsögn. Framganga Wow air íþyngjandi og bakað honum andlegt tjón Maðurinn krafðist bóta frá Wow air á grundvelli þess að uppsögn hans hefði verið ólögmæt þar sem hann hafi notið ráðningarverndar sem trúnaðarmaður stéttarfélags síns. Þá byggði hann kröfu sína einnig á því að bannað væri að segja upp starfsmanni sökum þess að hann hafi tilkynnt um fyrirhugað fæðingarorlof. Þá byggði maðurinn á því að röksemdir Wow er vörðuðu rekstrarerfiðleika fyrirtækisins, sem á tímabili uppsagnarinnar voru orðnir talsverðir, gætu ekki talist gildar ástæður fyrir uppsögninni, m.a. þar sem ekki hafi öllum flugvirkjum verið sagt upp. Auk þess hafi hann haft meiri starfsreynslu en a.m.k. tveir af þeim sem ekki var sagt upp. „Hann vísar til þess að framganga og framkoma Wow air hf. hvað varðar fyrri uppsögn, áminningu og endanlega uppsögn hafi verið sérlega íþyngjandi fyrir hann og bakað honum andlegt tjón, rýrt starfsheiður hans og haft neikvæð áhrif á álit annarra á honum. Þá hafi framganga Wow air hf. varðandi veitingu starfsréttinda og þjálfun til þeirra verið meiðandi í hans garð og valdið tjóni,“ segir m.a. í dómnum. Ljóst að reksturinn gekk „afar brösulega“ Wow air vísaði m.a. til þess að uppsögn mannsins hefði verið liður í veigamiklum ráðstöfunum sem fyrirtækið „hafi verið nauðbeygt til að gera í ljósi fjárhagsstöðu sinnar.“ Uppsögnin hafi á engan hátt tengst persónu mannsins eða fyrri atvikum í samskiptum hans og Wow air. Þá hafi maðurinn jafnframt ekki haft svokölluð „týpuréttindi“ á flugvélar Wow air.Í dómi segir að svo virðist sem „býsna óljóst“ hafi verið hverjir voru trúnaðarmenn Flugvirkjafélags Íslands hjá Wow air. Það sé óheppilegt og slík óvissa verði að telja atvinnurekanda, þ.e. Wow air, í óhag. Einnig verði að taka undir það með manninum að réttarvernd um fæðingarorlof hafi ekki fallið niður við það að hann frestaði töku þess, líkt og Wow air hélt fram. Hins vegar sé óumdeilt að rekstur Wow air gekk „afar brösulega“ í lok árs 2018 þegar atvik málsins urðu. Í þessu ljósi verða uppsagnir flugfélagsins að teljast eðlilegar. Niðurstaða dómsins var því að endingu sú að uppsögnin hafi farið fram á málefnalegum forsendum. Þá hafi uppsögn flugvirkjans hvorki farið gegn ákvæðum um ráðningarvernd trúnaðarmanna né brotið gegn ákvæði laga um fæðingarorlof. Wow air var því sýknað af kröfum mannsins en málskotnaður var látinn falla niður.
Dómsmál Fæðingarorlof Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. 8. október 2019 23:32 Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi WOW starfsmanna hafnar Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi starfsmanna WOW-air eru þegar hafnar. Búið er að greiða starfsmönnum BHM og er unnið að því að greiða flugstjórum og flugmönnum. Gert er ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. 16. október 2019 19:30 Ballarin greiddi 50 milljónir fyrir WOW eignirnar Stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC hefur staðið við sinn hluta kaupsamningins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. 18. september 2019 16:31 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. 8. október 2019 23:32
Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi WOW starfsmanna hafnar Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi starfsmanna WOW-air eru þegar hafnar. Búið er að greiða starfsmönnum BHM og er unnið að því að greiða flugstjórum og flugmönnum. Gert er ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. 16. október 2019 19:30
Ballarin greiddi 50 milljónir fyrir WOW eignirnar Stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC hefur staðið við sinn hluta kaupsamningins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. 18. september 2019 16:31