Tómlæti, fyrning og fábreyttar innheimtutilraunir: Þarf ekki að greiða Landsbankanum tugi milljóna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2019 11:15 Höfuðstöðvar Landsbankans Fréttablaðið/GVA Lántakandi hjá Landsbankanum þarf ekki að greiða bankanum 36,4 milljónir króna vegna láns sem hann tók hjá bankanum til hlutabréfakaupa árið 2007. Krafa bankans var fyrnd að mati Héraðsdóms Reykjavíkur auk þess sem að bankinn sýndi af sér verulegt tómlæti vegna fábreyttra innheimtutilrauna.Forsaga málsins er sú að lántakandinn og Landsbanki Íslands, forveri Landsbankans, gerðu með sér samning í júlí 2007 að bankinn myndi lána manninum fé til þess að kaupa hlutafé í Færeyjabanka, nú Bank Nordik. Um svokallað fjölmyntalán var að ræða, jafnvirði 25 milljóna danskra króna. Um hundrað prósent lán var að ræða og lánaði bankinn því manninum alla upphæðinaÍ ágúst 2008 seldi bankinn, fyrir hönd lántakans, hluta bréfanna í Færeyjabanka, og keypti í þeirra stað bréf í Landsbankanum sjálfum. Hinn 24. og 25. september óskaði lántakandinn eftir því að að Landsbankabréfin yrðu seld og í stað þeirra keypt aftur bréf í Færeyjabanka.Því hafnaði bankinn munnlega, síðan skriflega 1. október 2008 og var það lokum staðfest þann 10. nóvember 2008. Hlutabréfin í Landsbankanum urðu verðlaus í hruninu. Fáar innheimtilraunir á sjö árum Þann 2011 var lánið endurreiknað og stóð það í 36,4 milljónum króna. Vildi Landsbankinn meina að manninum hafi verið sendur greiðsluseðill í maí 2011 þar sem hann var krafinn um greiðslu af eftirstöðvum höfuðstólsins. Taldi bankinn sig einnig hafa sent tilkynning um vanskil, ítrekun senda 11. júní 2011, tilkynningi frá milliinnheimtu þann 3. nóvember 2011 og innheimtubréf 14. janúar 2015.Öll þessi bréf voru óundirrituð og mótmælti maðurinn því fyrir dómi að hafa fengið þau í hendurnar. Var manninum birt stefna 21. október 2016 þar sem gerð var krafa um greiðslu á láninu. Sagðist maðurinn hins vegar hafa rætt við fyrirsvarsmann hjá innheimtufyrirtækinu, mótmælt stefnunni og skýrt sitt mál og tilkomu kröfunnar. Stefnan var ekki þingfest fyrir dómi og taldi maðurinn því að málinu væri lokið.Svo var ekki því í ágúst 2018 fékk hann sent innheimbréf og var mál gegn honum til greiðslu kröfunnar þingfest fyrir Héraðsdómi þann 8. nóvember sama ár.Lánið var tilkomið vegna hlutabréfakaupa í Bank Nordik fyrir hrun.Vísir/GettyVerulegt tómlæti bankans Í dómi Héraðsdóms eru gerðar margvíslegar athugasemdir við innheimtuaðferðir Landsbankans. Bankinn hafi byggt upp væntingar um að hann myndi gefa eftir innheimtu á láninu, ekki síst vegna þess að stefnan frá árinu 2016 hafi ekki verið þingfest. „Þegar litið er til þeirrar framkomu sem stefnandi hefur sýnt stefnda, þar með talið að virða hann ekki strax svars um rökstuðning fyrir höfnun bankans á sölu hlutabréfanna og hinna fábreyttu innheimtutilrauna stefnanda, lítur dómurinn svo á að stefnandi hafi sýnt af sér verulegt tómlæti gagnvart stefnda,“ að því er segir í dómi Héraðsdóms. Þar kemur einnig fram að samkvæmt ákvæði XIV til bráðabirgða með vaxtalögunum nr. 38/2001 sé kveðið á um að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar verðtryggingar lánasamnings í formi gengistryggingar reiknist frá 16. júní 2010 og skuli vera átta ár frá því tímamarki. Stefna í málinu hafi verið þingfest 1. nóvember 2018 og mállið þingfest viku síðar. Því hafi átta ára fyrningarfrestur verið liðinn og krafan því fyrnd. Var lántakandinn því sýknaður af kröfu Landsbankans um greiðslu á 38,4 milljónum, auk þess sem að bankinn þarf að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Lántakandi hjá Landsbankanum þarf ekki að greiða bankanum 36,4 milljónir króna vegna láns sem hann tók hjá bankanum til hlutabréfakaupa árið 2007. Krafa bankans var fyrnd að mati Héraðsdóms Reykjavíkur auk þess sem að bankinn sýndi af sér verulegt tómlæti vegna fábreyttra innheimtutilrauna.Forsaga málsins er sú að lántakandinn og Landsbanki Íslands, forveri Landsbankans, gerðu með sér samning í júlí 2007 að bankinn myndi lána manninum fé til þess að kaupa hlutafé í Færeyjabanka, nú Bank Nordik. Um svokallað fjölmyntalán var að ræða, jafnvirði 25 milljóna danskra króna. Um hundrað prósent lán var að ræða og lánaði bankinn því manninum alla upphæðinaÍ ágúst 2008 seldi bankinn, fyrir hönd lántakans, hluta bréfanna í Færeyjabanka, og keypti í þeirra stað bréf í Landsbankanum sjálfum. Hinn 24. og 25. september óskaði lántakandinn eftir því að að Landsbankabréfin yrðu seld og í stað þeirra keypt aftur bréf í Færeyjabanka.Því hafnaði bankinn munnlega, síðan skriflega 1. október 2008 og var það lokum staðfest þann 10. nóvember 2008. Hlutabréfin í Landsbankanum urðu verðlaus í hruninu. Fáar innheimtilraunir á sjö árum Þann 2011 var lánið endurreiknað og stóð það í 36,4 milljónum króna. Vildi Landsbankinn meina að manninum hafi verið sendur greiðsluseðill í maí 2011 þar sem hann var krafinn um greiðslu af eftirstöðvum höfuðstólsins. Taldi bankinn sig einnig hafa sent tilkynning um vanskil, ítrekun senda 11. júní 2011, tilkynningi frá milliinnheimtu þann 3. nóvember 2011 og innheimtubréf 14. janúar 2015.Öll þessi bréf voru óundirrituð og mótmælti maðurinn því fyrir dómi að hafa fengið þau í hendurnar. Var manninum birt stefna 21. október 2016 þar sem gerð var krafa um greiðslu á láninu. Sagðist maðurinn hins vegar hafa rætt við fyrirsvarsmann hjá innheimtufyrirtækinu, mótmælt stefnunni og skýrt sitt mál og tilkomu kröfunnar. Stefnan var ekki þingfest fyrir dómi og taldi maðurinn því að málinu væri lokið.Svo var ekki því í ágúst 2018 fékk hann sent innheimbréf og var mál gegn honum til greiðslu kröfunnar þingfest fyrir Héraðsdómi þann 8. nóvember sama ár.Lánið var tilkomið vegna hlutabréfakaupa í Bank Nordik fyrir hrun.Vísir/GettyVerulegt tómlæti bankans Í dómi Héraðsdóms eru gerðar margvíslegar athugasemdir við innheimtuaðferðir Landsbankans. Bankinn hafi byggt upp væntingar um að hann myndi gefa eftir innheimtu á láninu, ekki síst vegna þess að stefnan frá árinu 2016 hafi ekki verið þingfest. „Þegar litið er til þeirrar framkomu sem stefnandi hefur sýnt stefnda, þar með talið að virða hann ekki strax svars um rökstuðning fyrir höfnun bankans á sölu hlutabréfanna og hinna fábreyttu innheimtutilrauna stefnanda, lítur dómurinn svo á að stefnandi hafi sýnt af sér verulegt tómlæti gagnvart stefnda,“ að því er segir í dómi Héraðsdóms. Þar kemur einnig fram að samkvæmt ákvæði XIV til bráðabirgða með vaxtalögunum nr. 38/2001 sé kveðið á um að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar verðtryggingar lánasamnings í formi gengistryggingar reiknist frá 16. júní 2010 og skuli vera átta ár frá því tímamarki. Stefna í málinu hafi verið þingfest 1. nóvember 2018 og mállið þingfest viku síðar. Því hafi átta ára fyrningarfrestur verið liðinn og krafan því fyrnd. Var lántakandinn því sýknaður af kröfu Landsbankans um greiðslu á 38,4 milljónum, auk þess sem að bankinn þarf að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira