Læknaráð átelur Landspítalann fyrir litlar kröfur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 10:31 Stjórn læknaráðs er skipuð læknum frá öllum sviðum spítalans auk fulltrúa deildarlækna. Landspítalinn Stjórn læknaráðs Landspítala telur afleitt að ekki hafi verið gerð skýr krafa um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda þegar störf forstöðumanna á Landspítalanum voru auglýst nýverið. Tryggja þurfi að læknisfræðileg ábyrgð liggi hjá læknum einum. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér í morgun vegna nýs skipurits Landspítala.Nýja skipuritið var kynnt þann 27. september síðastliðinn og tók gildi 1. október. Með breytingunum verður starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs skipt milli þriggja sviða sem eru meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Þá verður fækkað í framkvæmdastjórn spítalans. „Nýtt skipurit Landspítala gerir ráð fyrir nýju lagi stjórnenda milli framkvæmdastjóra og yfirlækna/deildarstjóra, svonefndum forstöðumönnum. Nýverið voru birtar auglýsingar um þessi störf. Athygli vekur að einu menntunarkröfurnar eru „háskólapróf auk formlegrar viðbótarmenntunar sem nýtist í starfi“, en engar kröfur eru gerðar um faglega sérþekkingu eða reynslu á viðkomandi sviði,“ segir í ályktuninni. Stjórn læknaráðs telur afleitt að ekki séu gerðar skýrari kröfur um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda sem bera eigi faglega ábyrgð á klínísku sviði. „Læknaráð Landspítala telur í þessu ljósi brýnt að hlutverk forstöðumanna verði skoðað nánar. Ekki síst þarf að tryggja að læknisfræðileg ábyrgð muni liggja hjá læknum einum. “ Mikilvægt sé að yfirlæknar beri áfram faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyri. „Í nýlegum drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 hefur verið fjarlægð sú grein úr lögum sem kveður á um faglega ábyrgð yfirlækna sérgreina/deilda. Að auki verður skv. frumvarpsdrögum ekki lengur skylt að hafa framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra hjúkrunar við heilbrigðisstofnanir. Þannig er læknisfræðileg ábyrgð á meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum óskilgreind í drögum að nýjum heilbrigðislögum.“ Samkvæmt fyrrnefndum frumvarpsdrögum verði bæði læknaráð og hjúkrunarráð lögð niður en í stað þeirra komi þverfaglegt fagráð skipað fulltrúum allra fagstétta. „Læknaráð Landspítala telur að slíkt fagráð muni aldrei hafa sama faglega vægi hvað varðar læknisþjónustu spítalans og læknaráð hefur haft hingað til. Stjórn læknaráðs mótmælir harðlega því að ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir læknaráði eða hjúkrunarráði í nýju skipuriti Landspítala sem samþykkt var af heilbrigðisráðherra þó gildandi lög segi til um annað.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Stjórn læknaráðs Landspítala telur afleitt að ekki hafi verið gerð skýr krafa um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda þegar störf forstöðumanna á Landspítalanum voru auglýst nýverið. Tryggja þurfi að læknisfræðileg ábyrgð liggi hjá læknum einum. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér í morgun vegna nýs skipurits Landspítala.Nýja skipuritið var kynnt þann 27. september síðastliðinn og tók gildi 1. október. Með breytingunum verður starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs skipt milli þriggja sviða sem eru meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Þá verður fækkað í framkvæmdastjórn spítalans. „Nýtt skipurit Landspítala gerir ráð fyrir nýju lagi stjórnenda milli framkvæmdastjóra og yfirlækna/deildarstjóra, svonefndum forstöðumönnum. Nýverið voru birtar auglýsingar um þessi störf. Athygli vekur að einu menntunarkröfurnar eru „háskólapróf auk formlegrar viðbótarmenntunar sem nýtist í starfi“, en engar kröfur eru gerðar um faglega sérþekkingu eða reynslu á viðkomandi sviði,“ segir í ályktuninni. Stjórn læknaráðs telur afleitt að ekki séu gerðar skýrari kröfur um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda sem bera eigi faglega ábyrgð á klínísku sviði. „Læknaráð Landspítala telur í þessu ljósi brýnt að hlutverk forstöðumanna verði skoðað nánar. Ekki síst þarf að tryggja að læknisfræðileg ábyrgð muni liggja hjá læknum einum. “ Mikilvægt sé að yfirlæknar beri áfram faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyri. „Í nýlegum drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 hefur verið fjarlægð sú grein úr lögum sem kveður á um faglega ábyrgð yfirlækna sérgreina/deilda. Að auki verður skv. frumvarpsdrögum ekki lengur skylt að hafa framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra hjúkrunar við heilbrigðisstofnanir. Þannig er læknisfræðileg ábyrgð á meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum óskilgreind í drögum að nýjum heilbrigðislögum.“ Samkvæmt fyrrnefndum frumvarpsdrögum verði bæði læknaráð og hjúkrunarráð lögð niður en í stað þeirra komi þverfaglegt fagráð skipað fulltrúum allra fagstétta. „Læknaráð Landspítala telur að slíkt fagráð muni aldrei hafa sama faglega vægi hvað varðar læknisþjónustu spítalans og læknaráð hefur haft hingað til. Stjórn læknaráðs mótmælir harðlega því að ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir læknaráði eða hjúkrunarráði í nýju skipuriti Landspítala sem samþykkt var af heilbrigðisráðherra þó gildandi lög segi til um annað.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45
Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15
Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30