Læknaráð átelur Landspítalann fyrir litlar kröfur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 10:31 Stjórn læknaráðs er skipuð læknum frá öllum sviðum spítalans auk fulltrúa deildarlækna. Landspítalinn Stjórn læknaráðs Landspítala telur afleitt að ekki hafi verið gerð skýr krafa um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda þegar störf forstöðumanna á Landspítalanum voru auglýst nýverið. Tryggja þurfi að læknisfræðileg ábyrgð liggi hjá læknum einum. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér í morgun vegna nýs skipurits Landspítala.Nýja skipuritið var kynnt þann 27. september síðastliðinn og tók gildi 1. október. Með breytingunum verður starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs skipt milli þriggja sviða sem eru meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Þá verður fækkað í framkvæmdastjórn spítalans. „Nýtt skipurit Landspítala gerir ráð fyrir nýju lagi stjórnenda milli framkvæmdastjóra og yfirlækna/deildarstjóra, svonefndum forstöðumönnum. Nýverið voru birtar auglýsingar um þessi störf. Athygli vekur að einu menntunarkröfurnar eru „háskólapróf auk formlegrar viðbótarmenntunar sem nýtist í starfi“, en engar kröfur eru gerðar um faglega sérþekkingu eða reynslu á viðkomandi sviði,“ segir í ályktuninni. Stjórn læknaráðs telur afleitt að ekki séu gerðar skýrari kröfur um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda sem bera eigi faglega ábyrgð á klínísku sviði. „Læknaráð Landspítala telur í þessu ljósi brýnt að hlutverk forstöðumanna verði skoðað nánar. Ekki síst þarf að tryggja að læknisfræðileg ábyrgð muni liggja hjá læknum einum. “ Mikilvægt sé að yfirlæknar beri áfram faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyri. „Í nýlegum drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 hefur verið fjarlægð sú grein úr lögum sem kveður á um faglega ábyrgð yfirlækna sérgreina/deilda. Að auki verður skv. frumvarpsdrögum ekki lengur skylt að hafa framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra hjúkrunar við heilbrigðisstofnanir. Þannig er læknisfræðileg ábyrgð á meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum óskilgreind í drögum að nýjum heilbrigðislögum.“ Samkvæmt fyrrnefndum frumvarpsdrögum verði bæði læknaráð og hjúkrunarráð lögð niður en í stað þeirra komi þverfaglegt fagráð skipað fulltrúum allra fagstétta. „Læknaráð Landspítala telur að slíkt fagráð muni aldrei hafa sama faglega vægi hvað varðar læknisþjónustu spítalans og læknaráð hefur haft hingað til. Stjórn læknaráðs mótmælir harðlega því að ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir læknaráði eða hjúkrunarráði í nýju skipuriti Landspítala sem samþykkt var af heilbrigðisráðherra þó gildandi lög segi til um annað.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Sjá meira
Stjórn læknaráðs Landspítala telur afleitt að ekki hafi verið gerð skýr krafa um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda þegar störf forstöðumanna á Landspítalanum voru auglýst nýverið. Tryggja þurfi að læknisfræðileg ábyrgð liggi hjá læknum einum. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér í morgun vegna nýs skipurits Landspítala.Nýja skipuritið var kynnt þann 27. september síðastliðinn og tók gildi 1. október. Með breytingunum verður starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs skipt milli þriggja sviða sem eru meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Þá verður fækkað í framkvæmdastjórn spítalans. „Nýtt skipurit Landspítala gerir ráð fyrir nýju lagi stjórnenda milli framkvæmdastjóra og yfirlækna/deildarstjóra, svonefndum forstöðumönnum. Nýverið voru birtar auglýsingar um þessi störf. Athygli vekur að einu menntunarkröfurnar eru „háskólapróf auk formlegrar viðbótarmenntunar sem nýtist í starfi“, en engar kröfur eru gerðar um faglega sérþekkingu eða reynslu á viðkomandi sviði,“ segir í ályktuninni. Stjórn læknaráðs telur afleitt að ekki séu gerðar skýrari kröfur um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda sem bera eigi faglega ábyrgð á klínísku sviði. „Læknaráð Landspítala telur í þessu ljósi brýnt að hlutverk forstöðumanna verði skoðað nánar. Ekki síst þarf að tryggja að læknisfræðileg ábyrgð muni liggja hjá læknum einum. “ Mikilvægt sé að yfirlæknar beri áfram faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyri. „Í nýlegum drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 hefur verið fjarlægð sú grein úr lögum sem kveður á um faglega ábyrgð yfirlækna sérgreina/deilda. Að auki verður skv. frumvarpsdrögum ekki lengur skylt að hafa framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra hjúkrunar við heilbrigðisstofnanir. Þannig er læknisfræðileg ábyrgð á meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum óskilgreind í drögum að nýjum heilbrigðislögum.“ Samkvæmt fyrrnefndum frumvarpsdrögum verði bæði læknaráð og hjúkrunarráð lögð niður en í stað þeirra komi þverfaglegt fagráð skipað fulltrúum allra fagstétta. „Læknaráð Landspítala telur að slíkt fagráð muni aldrei hafa sama faglega vægi hvað varðar læknisþjónustu spítalans og læknaráð hefur haft hingað til. Stjórn læknaráðs mótmælir harðlega því að ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir læknaráði eða hjúkrunarráði í nýju skipuriti Landspítala sem samþykkt var af heilbrigðisráðherra þó gildandi lög segi til um annað.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Sjá meira
Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45
Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15
Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30