Íslendingar forða sér unnvörpum til Spánar Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2019 10:03 Ekki væsir um Sigurjón og Kristborg á Spáni en þar hafa þau vetursetu. Undanfarin ár, eftir að krónan fór að braggast nokkru eftir fjármálahrunið mikla 2008 og dýrtíðin að aukast á Íslandi, hefur færst verulega í aukana að fólk flytji sig frá Íslandi til Spánar, það er þeir sem ekki eru uppteknir og fastir við það á Fróni að maka krókinn eða eru launaþrælar sem sjá ekki til sólar. Ekki síst eru það eldri borgarar sem sjá þannig tækifæri til að fá meira fyrir krónurnar sínar. „Hvað veldur því að fólk vill verja vetrinum fjarri Íslandi, og á helst á Spáni?“ spyr Sigurjón M. Egilsson sem heldur úti vefsíðunni Miðjunni í upphafi færslu þar sem hann ber saman búsetu á Spáni og Íslandi.Spánn í öllu sínu veldi. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá voru 700 Íslendingar skráðir með búsetu á Spáni fyrir ári. En, fastlega má gera ráð fyrir því að þeir séu talsvert fleiri.visir/jbgHann segir að þar ráði tvennt mestu. Veður og verð. Þetta er ekki flókið. Og veðrið í Alicante er nú þegar þetta er skrifað brakandi blíða; gola, 25 stiga hiti og sól. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá voru 699 Íslendingar skráðir með búsetu á Spáni þann 1. desember 2018. Utanríkisráðuneytið býr að öðru leyti ekki yfir upplýsingum um Íslendinga sem þar kunna að dveljast til lengri eða skemmri tíma. Svo segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. En, víst má telja að þeir séu miklu fleiri sem ekki hafa skráð búsetu sína á Spáni sérstaklega. Vísir þekkir til margra sem hafa þann háttinn á.Heimavöllurinn er Las Ramblas Sigurjón, sem hefur þann háttinn á að hafa vetursetu á Spáni og lætur vel að sér og þeim hjónum. Hann lýsir þessu nánar á sinni síðu og segir veðrið á Spáni opna ótal möguleika til þægilegrar útiveru. „Okkar útivera er golf. Golfið er dýrast af öllu. Við borgum um nærri 30.000 á mánuði hvort í þá sex mánuði sem við hyggjumst vera hér. Kristborg [Hákonardóttir] er sjúk í golf, og ég fylgi. Það lætur nærri að hver hringur kosti hvort okkar um 1.100 krónur. Sem sagt, ekki svo dýrt ef mikið er spilað.“Sigurjón og Kristrún njóta þess að vera á Spáni. Hitinn gerir að sögn Sigurjóns mikið fyrir stirða liði líkamans.smeÞau hjónin Sigurjón og Kristborg eru nú með sinn heimavöll Las Ramblas sem fjöldi Íslendinga sem hafa farið til Spánar til að leika golf þekkja.Leigja þriggja herberga íbúð á 73 þúsund krónur Hjónin leigja nýlega og fína þriggja herbergja íbúð í nýlegri blokk á 550 evrur á mánuði. „Borguðum að mestu þegar við pöntuðum. Þá var krónan öflugri en hún er í dag. Húsaleigan kostar okkar rétt um 73.000 á mánuði,“ skrifar Sigurjón og heldur áfram að bera saman hvað fæst fyrir peninginn. Sigurjón lýsir aðstæðum, í garðinum hafa þau sundlaug en hún er ekki heit. „En karl eins og ég sem á meðal annars tíu vetrarvertíðir að baki lætur kalt vatn ekki stöðva sig. Stuttur sundsprettur og afslöppun á bakkanum er fínt. Minnir á kalda pottinn í lauginni heima. Lagar margt að fara úr hita í kulda og svo áfram og áfram.“ Hefðbundið „myllubrauð“ kostar 85 krónur Sigurjón, sem gamall fréttahundur og meðal annars sem fyrrverandi blaðamaður á DV undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar, áttar sig vel á mikilvægi neytendafrétta. Því víkur nú sögunni að kaupum á nauðsynjum og öðrum lífsins gæðum.Fjölmargir Íslendingar leita til Spánar meðal annars til að leika golf. Sigurjón hefur tekið saman kostnaðinn við það, sæmilega dýrt er að spila á Spáni en með ástundun er hægt að ná þeim kostnaði niður.visir/jbg„Hefðbundið „myllubrauð“ kostar hér 85 krónur og fyrir þau sem drekka kostar vodkaflaska 885 krónur. Þvottur í bílaþvottastöð kostar um 700 krónur. Við þurfum að kaupa allt neysluvatn. Átta lítra tankur kostar um 110 krónur. Kjörið að kippa honum með þegar farið er í búðarferð og lítið er keypt og lítið þarf að bera.“ Sigurjón lofar lesendum sínum að hann muni gera grein nánar fyrir því hvað karfan kostar á Spáni.Ljómandi læknaþjónusta Sigurjón gerir einnig læknisþjónustu á Spáni að umfjöllunarefni, segir þau hjónin ekki hafa reynslu af slíku, þau hafa ekki þurft að leita sér læknisaðstoðar. „Annað fólk, sem það hefur reynt, er mjög sátt. Apótekin hér eru fín. Ég er rati þegar kemur að þeirri deild en Kristborg segir mér að hún fái afgreidd lyf hér sem er ekki möguleiki á að fá heima án lyfseðils. Og verðið er víst allt annað hér. Helsti kosturinn við að vera hér í hitanum er samt sá, að bilaðir og slitnir skrokkar eru bara allt aðrir og betri í hitanum.“ Eldri borgarar Íslendingar erlendis Neytendur Spánn Tengdar fréttir Nýtur lífsins á Spáni á lífeyrinum en saknar vina sinna Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. 1. október 2019 10:59 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Undanfarin ár, eftir að krónan fór að braggast nokkru eftir fjármálahrunið mikla 2008 og dýrtíðin að aukast á Íslandi, hefur færst verulega í aukana að fólk flytji sig frá Íslandi til Spánar, það er þeir sem ekki eru uppteknir og fastir við það á Fróni að maka krókinn eða eru launaþrælar sem sjá ekki til sólar. Ekki síst eru það eldri borgarar sem sjá þannig tækifæri til að fá meira fyrir krónurnar sínar. „Hvað veldur því að fólk vill verja vetrinum fjarri Íslandi, og á helst á Spáni?“ spyr Sigurjón M. Egilsson sem heldur úti vefsíðunni Miðjunni í upphafi færslu þar sem hann ber saman búsetu á Spáni og Íslandi.Spánn í öllu sínu veldi. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá voru 700 Íslendingar skráðir með búsetu á Spáni fyrir ári. En, fastlega má gera ráð fyrir því að þeir séu talsvert fleiri.visir/jbgHann segir að þar ráði tvennt mestu. Veður og verð. Þetta er ekki flókið. Og veðrið í Alicante er nú þegar þetta er skrifað brakandi blíða; gola, 25 stiga hiti og sól. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá voru 699 Íslendingar skráðir með búsetu á Spáni þann 1. desember 2018. Utanríkisráðuneytið býr að öðru leyti ekki yfir upplýsingum um Íslendinga sem þar kunna að dveljast til lengri eða skemmri tíma. Svo segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. En, víst má telja að þeir séu miklu fleiri sem ekki hafa skráð búsetu sína á Spáni sérstaklega. Vísir þekkir til margra sem hafa þann háttinn á.Heimavöllurinn er Las Ramblas Sigurjón, sem hefur þann háttinn á að hafa vetursetu á Spáni og lætur vel að sér og þeim hjónum. Hann lýsir þessu nánar á sinni síðu og segir veðrið á Spáni opna ótal möguleika til þægilegrar útiveru. „Okkar útivera er golf. Golfið er dýrast af öllu. Við borgum um nærri 30.000 á mánuði hvort í þá sex mánuði sem við hyggjumst vera hér. Kristborg [Hákonardóttir] er sjúk í golf, og ég fylgi. Það lætur nærri að hver hringur kosti hvort okkar um 1.100 krónur. Sem sagt, ekki svo dýrt ef mikið er spilað.“Sigurjón og Kristrún njóta þess að vera á Spáni. Hitinn gerir að sögn Sigurjóns mikið fyrir stirða liði líkamans.smeÞau hjónin Sigurjón og Kristborg eru nú með sinn heimavöll Las Ramblas sem fjöldi Íslendinga sem hafa farið til Spánar til að leika golf þekkja.Leigja þriggja herberga íbúð á 73 þúsund krónur Hjónin leigja nýlega og fína þriggja herbergja íbúð í nýlegri blokk á 550 evrur á mánuði. „Borguðum að mestu þegar við pöntuðum. Þá var krónan öflugri en hún er í dag. Húsaleigan kostar okkar rétt um 73.000 á mánuði,“ skrifar Sigurjón og heldur áfram að bera saman hvað fæst fyrir peninginn. Sigurjón lýsir aðstæðum, í garðinum hafa þau sundlaug en hún er ekki heit. „En karl eins og ég sem á meðal annars tíu vetrarvertíðir að baki lætur kalt vatn ekki stöðva sig. Stuttur sundsprettur og afslöppun á bakkanum er fínt. Minnir á kalda pottinn í lauginni heima. Lagar margt að fara úr hita í kulda og svo áfram og áfram.“ Hefðbundið „myllubrauð“ kostar 85 krónur Sigurjón, sem gamall fréttahundur og meðal annars sem fyrrverandi blaðamaður á DV undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar, áttar sig vel á mikilvægi neytendafrétta. Því víkur nú sögunni að kaupum á nauðsynjum og öðrum lífsins gæðum.Fjölmargir Íslendingar leita til Spánar meðal annars til að leika golf. Sigurjón hefur tekið saman kostnaðinn við það, sæmilega dýrt er að spila á Spáni en með ástundun er hægt að ná þeim kostnaði niður.visir/jbg„Hefðbundið „myllubrauð“ kostar hér 85 krónur og fyrir þau sem drekka kostar vodkaflaska 885 krónur. Þvottur í bílaþvottastöð kostar um 700 krónur. Við þurfum að kaupa allt neysluvatn. Átta lítra tankur kostar um 110 krónur. Kjörið að kippa honum með þegar farið er í búðarferð og lítið er keypt og lítið þarf að bera.“ Sigurjón lofar lesendum sínum að hann muni gera grein nánar fyrir því hvað karfan kostar á Spáni.Ljómandi læknaþjónusta Sigurjón gerir einnig læknisþjónustu á Spáni að umfjöllunarefni, segir þau hjónin ekki hafa reynslu af slíku, þau hafa ekki þurft að leita sér læknisaðstoðar. „Annað fólk, sem það hefur reynt, er mjög sátt. Apótekin hér eru fín. Ég er rati þegar kemur að þeirri deild en Kristborg segir mér að hún fái afgreidd lyf hér sem er ekki möguleiki á að fá heima án lyfseðils. Og verðið er víst allt annað hér. Helsti kosturinn við að vera hér í hitanum er samt sá, að bilaðir og slitnir skrokkar eru bara allt aðrir og betri í hitanum.“
Eldri borgarar Íslendingar erlendis Neytendur Spánn Tengdar fréttir Nýtur lífsins á Spáni á lífeyrinum en saknar vina sinna Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. 1. október 2019 10:59 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Nýtur lífsins á Spáni á lífeyrinum en saknar vina sinna Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. 1. október 2019 10:59