Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 18:45 Ungbörn hafa þurft að leita til barnadeildar Landspítalans vegna nóróveiru. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í tæpa viku fyrir helgi vegna veirunnar. Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. Staðfest nóróveirusmit á ungbarnaleikskóla fékkst á mánudaginn í síðustu viku. Leikskólinn hefur pláss fyrir sextíu börn á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Nóróveirur eru bráðsmitandi og geta verið alvarlega þegar þær koma upp á fjölmennum stöðum, til að mynda leikskólum, skólum, dvalaheimilum og sjúkrahúsum. Á ungbarnaleikskólanum Ársól er hart tekið á því þegar veiran greinist. Skólastjóri leikskólans segir mörg börn og marga starfsmenn hafa veikst á síðustu tveimur vikum. „Vikan frá svona 16. október, þá voru mjög margir veikir. Það var innan við helmingur barna mætt 18. október. Starfsfólk smitaðist líka og þetta breiddist mjög hratt út,“ segir Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri á ungbarnaleikskólanum Ársól.Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar.Vísir/Baldur HrafnkellEkkert vit í öðru en að loka leikskólanum eftir að smitið fékkst staðfest „Það kom nóró fyrst fyrir fjórum árum og það var í raun þriggja mánaða ferli. Bæði börn og starfsfólk að smitast og hætti ekki fyrr en að þegar við lokuðum vegna jólaleyfis,“ segir Berglind. Með því að loka skólanum gengur veirusmit fyrr yfir. Skólahúsnæðið með öllu er sótthreinsað og foreldrar og börn í sóttkví heima við í að minnsta kosti fjóra sólarhringa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu sum barnanna aðhlynningu á barnaspítala vegna veikinda. Berglind segir foreldra sýna lokun sem þessari skilning. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur HrafnkellHeilbrigðiseftirlitið kannaði aðstæður eftir fréttaflutning Engin formleg tilkynning hafði borist til sóttvarnalæknis eða heilbrigðisyfirvalda um smitið frá leikskólanum. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt sé að útrýma veirunni, hún sé viðvarandi í þjóðfélaginu og að við því sé að búast að fleiri smit komi upp. „Það er alltaf hætta á því að það geti gerst og þess vegna höfum við líka birt leiðbeiningar um það að fólk gæti að sér, þegar það umgengst einstaklinga með niðurgang, að það gæti vel að hreinlæti og handþvotti. Gæti vel að mætvælum og passa að það komi ekki smit í matvæli og vatn og svo framvegis en það gerist því miður af og til,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. „Ertu feginn að þessu sé lokið þetta árið? Ég ætla að vona að þetta sé búið. Maður veit aldrei. það hefur komið fyrir að við höfum fengið aftur þannig að við skulum bara krossa fingur og vona að allir hressist sem fyrst,“ segir Berglind. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ungbörn hafa þurft að leita til barnadeildar Landspítalans vegna nóróveiru. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í tæpa viku fyrir helgi vegna veirunnar. Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. Staðfest nóróveirusmit á ungbarnaleikskóla fékkst á mánudaginn í síðustu viku. Leikskólinn hefur pláss fyrir sextíu börn á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Nóróveirur eru bráðsmitandi og geta verið alvarlega þegar þær koma upp á fjölmennum stöðum, til að mynda leikskólum, skólum, dvalaheimilum og sjúkrahúsum. Á ungbarnaleikskólanum Ársól er hart tekið á því þegar veiran greinist. Skólastjóri leikskólans segir mörg börn og marga starfsmenn hafa veikst á síðustu tveimur vikum. „Vikan frá svona 16. október, þá voru mjög margir veikir. Það var innan við helmingur barna mætt 18. október. Starfsfólk smitaðist líka og þetta breiddist mjög hratt út,“ segir Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri á ungbarnaleikskólanum Ársól.Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar.Vísir/Baldur HrafnkellEkkert vit í öðru en að loka leikskólanum eftir að smitið fékkst staðfest „Það kom nóró fyrst fyrir fjórum árum og það var í raun þriggja mánaða ferli. Bæði börn og starfsfólk að smitast og hætti ekki fyrr en að þegar við lokuðum vegna jólaleyfis,“ segir Berglind. Með því að loka skólanum gengur veirusmit fyrr yfir. Skólahúsnæðið með öllu er sótthreinsað og foreldrar og börn í sóttkví heima við í að minnsta kosti fjóra sólarhringa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu sum barnanna aðhlynningu á barnaspítala vegna veikinda. Berglind segir foreldra sýna lokun sem þessari skilning. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur HrafnkellHeilbrigðiseftirlitið kannaði aðstæður eftir fréttaflutning Engin formleg tilkynning hafði borist til sóttvarnalæknis eða heilbrigðisyfirvalda um smitið frá leikskólanum. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt sé að útrýma veirunni, hún sé viðvarandi í þjóðfélaginu og að við því sé að búast að fleiri smit komi upp. „Það er alltaf hætta á því að það geti gerst og þess vegna höfum við líka birt leiðbeiningar um það að fólk gæti að sér, þegar það umgengst einstaklinga með niðurgang, að það gæti vel að hreinlæti og handþvotti. Gæti vel að mætvælum og passa að það komi ekki smit í matvæli og vatn og svo framvegis en það gerist því miður af og til,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. „Ertu feginn að þessu sé lokið þetta árið? Ég ætla að vona að þetta sé búið. Maður veit aldrei. það hefur komið fyrir að við höfum fengið aftur þannig að við skulum bara krossa fingur og vona að allir hressist sem fyrst,“ segir Berglind.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30