Pegg, sem er 49 ára, umbreytti líkama sínum á stuttum tíma fyrir hlutverk sitt í hasarmyndinni Inheritance. Ljósmynd sem Nick Lower, einkaþjálfari Peggs, birti af leikaranum á Instagram í mars vakti töluverða athygli en þar sést árangurinn bersýnilega. Pegg léttist enda um tæp tíu kíló og kom líkamsfitunni niður í átta prósent.
Pegg var inntur eftir viðbrögðum McCann við umbreytingunni þar sem hann sat fyrir svörum á Comic con-ráðstefnu í London í gær. Þar viðurkenndi hann að hún hefði ekki verið ýkja hrifin.
„Ég varð að verða mjög, mjög grannur vegna verkefnis sem ég vann á þessu ári og konan mín grét yfir því vegna þess að ég varð ekkert nema skinn og bein, þannig að hún var ekki ánægð með það.“
Pegg og McCann hafa verið gift í fjórtán ár. Hann ítrekaði það jafnframt á ráðstefnunni í gær að hann legði það ekki í vana sinn að tileinka sér svokallað „method acting“, leiklistaraðferð þar sem leikarar innlima hlutverk inn í líf sitt – aðferð sem leikarar á borð við Joaquin Phoenix og Christian Bale eru þekktir fyrir að beita. Við tökur á Inheritance hafi líklega orðið breyting þar á en McCann héldi honum þó ævinlega niðri á jörðinni.
„Hún kemur í veg fyrir að ég verði skeytingarlaus leikarahálfviti,“ sagði Pegg.
#SimonPegg 6 month body transformation for #InheritanceMovie The brief for this role was lean, VERY lean. It required a specific body shape & look. Body weight: 78kg 69kg Body Fat: 12% 8% A mix of strength, circuits, core & 60km p/w trail runs! A sound nutrition plan that worked for him and his goals 6 months of hard work has paid off and I tip my hat to you sir...View this post on Instagram
A post shared by Nick Lower (@rebourne_fitness_nutrition) on Mar 1, 2019 at 1:26am PST