Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 11:49 Fjöldi fólks hefur leitað á bráðamóttökuna í morgun vegna hálkuslysa. vísir/vilhelm 25 einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. Yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag á deildinni og hefur auka mannskapur verið kallaður út. Hálka sem myndaðist víða um landið í morgun virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu og hafa þó nokkur umferðaróhöpp orðið. Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð nærri Smáralind í Kópavogi. Þá valt saltflutningabíll á fólksbíl á Flóttamannaleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar og eldur upp í bíl sem valt við Tálkafjörð í morgun. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys í þessum óhöppum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði fyrir hádegi fengið tilkynningar um sjö umferðarslys frá miðnætti. Jón Magnússon, yfirlæknir á Bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag hafa verið í morgun. „Það hefur verið ansi mikið að gera hjá okkur í morgun vegna hálkuslysa. Um ellefu höfðu þegar tuttugu og fimm einstaklingar komið til okkar eftir að hafa lent í ýmsum óhöppum tengdum hálkunni,“ segir Jón. Einhver alvarleg slys? „Þetta eru beinbrot, mar og skurðir en engir lífshættulegir áverkar.“ Jón kveðst eiga von á því að það verði álag á bráðamóttökunni fram eftir degi. „Það verður löng bið hjá okkur í dag fyrir þá sem leita til okkar vegna minniháttar veikinda og slysa vegna þessa. Ég vill fá að nota tækifærið og minna fólk á að hægt er að fá prýðisgóða þjónustu við minniháttar veikindum og minni slysum á heilsugæslustöðum og læknavakt,“ segir Jón. Hefur þetta haft mikil áhrif á starfsemi bráðamóttökunnar? „Já, við höfum verið að kalla út auka starfsfólk til þess að sinna þessum sjúklingahópi og það hefur lengst biðin hjá okkur við minniháttar slysum.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
25 einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. Yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag á deildinni og hefur auka mannskapur verið kallaður út. Hálka sem myndaðist víða um landið í morgun virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu og hafa þó nokkur umferðaróhöpp orðið. Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð nærri Smáralind í Kópavogi. Þá valt saltflutningabíll á fólksbíl á Flóttamannaleið milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar og eldur upp í bíl sem valt við Tálkafjörð í morgun. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys í þessum óhöppum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði fyrir hádegi fengið tilkynningar um sjö umferðarslys frá miðnætti. Jón Magnússon, yfirlæknir á Bráðamóttöku Landspítalans segir mikið álag hafa verið í morgun. „Það hefur verið ansi mikið að gera hjá okkur í morgun vegna hálkuslysa. Um ellefu höfðu þegar tuttugu og fimm einstaklingar komið til okkar eftir að hafa lent í ýmsum óhöppum tengdum hálkunni,“ segir Jón. Einhver alvarleg slys? „Þetta eru beinbrot, mar og skurðir en engir lífshættulegir áverkar.“ Jón kveðst eiga von á því að það verði álag á bráðamóttökunni fram eftir degi. „Það verður löng bið hjá okkur í dag fyrir þá sem leita til okkar vegna minniháttar veikinda og slysa vegna þessa. Ég vill fá að nota tækifærið og minna fólk á að hægt er að fá prýðisgóða þjónustu við minniháttar veikindum og minni slysum á heilsugæslustöðum og læknavakt,“ segir Jón. Hefur þetta haft mikil áhrif á starfsemi bráðamóttökunnar? „Já, við höfum verið að kalla út auka starfsfólk til þess að sinna þessum sjúklingahópi og það hefur lengst biðin hjá okkur við minniháttar slysum.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira