Nýliðar frá Andalúsíu á toppnum á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2019 18:45 Rui Silva og Domingos Duarte fagna sigri Granada CF um helgina. Getty/Aitor Alcalde Colomer Granada situr í efsta sætinu í spænsku deildinni eftir 1-0 sigur á Real Betis um helgina. Leik Barcelona og Real Madrid var frestað og það gaf nýliðunum tækifæri til að komast á toppinn. Liðið er komið með tuttugu stig eftir tíu leiki. Barcelona, Real Sociedad, Atlético Madrid og Sevilla eru öll einu stigi á eftir og það eru síðan tvö stig niður í Real Madrid í sjötta sætinu.4th June 2019 Granada CF win promotion. 27th October 2019 Granada CF on top of #LaLigaSantander! #LaLigaHistorypic.twitter.com/n8FmD7yhoF — LaLiga (@LaLigaEN) October 27, 2019 Alvaro Vadillo var hetja Granada-liðsins í gær og skoraði eina markið en hann lék einmitt áður með mótherjunum í Real Betis. Barcelona spilar við Real Valladolid annað kvöld og taka því toppsætið aftur með sigri. Granada hefur aldrei unnið titil í 86 ára sögu félagsins en komust næst því tímabilið 1958-59 þegar þeir fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn á móti Barcelona. Barcelona vann þann leik. Besti árangur Granada-liðsins í efstu deild er sjötta sætið sem liðið náði tvisvar sinnum á áttunda áratugnum.Granada have beaten Real Betis to go top of La Liga, after #ElClasico was postponed. In full: https://t.co/qtXVuylaCIpic.twitter.com/oGIHLwx9P3 — BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2019 Granada var búið að vera tvö tímabil í B-deildinni en komst upp með því að ná öðru sætinu síðasta vor. Liðið var í D-deildinni í byrjun aldarinnar en lék í efstu deild frá 2011 til 2017. Diego Martínez, 38 ára Spánverji, tók við liðinu sumarið 2018 og kom því upp á fyrsta ári. Hann hafði áður verið aðstoðarmaður hjá Sevilla og reyndi líka fyrir sér í eitt tímabil hjá Osasuna. Tímabilið byrjaði ekkert alltof vel og liðið fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum. Síðan þá hefur Granada unnið sex af átta leikjum þar af þrjá þeirra 1-0. Á þeim tíma hefur liðið farið úr 14. sætinu og upp í það efsta.Ramon Azeez's Granada are back on top of La Liga after 46 yrs: Azeez was on for 90' as Granada beat Real Betis to go top. He was unlucky not to have scored as his close-range shot hit the crossbar. Granada earlier paraded Isaac Success and Ighalo.pic.twitter.com/9huLSar7u6 — FAST TRACK (@Fastrack100) October 28, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Granada situr í efsta sætinu í spænsku deildinni eftir 1-0 sigur á Real Betis um helgina. Leik Barcelona og Real Madrid var frestað og það gaf nýliðunum tækifæri til að komast á toppinn. Liðið er komið með tuttugu stig eftir tíu leiki. Barcelona, Real Sociedad, Atlético Madrid og Sevilla eru öll einu stigi á eftir og það eru síðan tvö stig niður í Real Madrid í sjötta sætinu.4th June 2019 Granada CF win promotion. 27th October 2019 Granada CF on top of #LaLigaSantander! #LaLigaHistorypic.twitter.com/n8FmD7yhoF — LaLiga (@LaLigaEN) October 27, 2019 Alvaro Vadillo var hetja Granada-liðsins í gær og skoraði eina markið en hann lék einmitt áður með mótherjunum í Real Betis. Barcelona spilar við Real Valladolid annað kvöld og taka því toppsætið aftur með sigri. Granada hefur aldrei unnið titil í 86 ára sögu félagsins en komust næst því tímabilið 1958-59 þegar þeir fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn á móti Barcelona. Barcelona vann þann leik. Besti árangur Granada-liðsins í efstu deild er sjötta sætið sem liðið náði tvisvar sinnum á áttunda áratugnum.Granada have beaten Real Betis to go top of La Liga, after #ElClasico was postponed. In full: https://t.co/qtXVuylaCIpic.twitter.com/oGIHLwx9P3 — BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2019 Granada var búið að vera tvö tímabil í B-deildinni en komst upp með því að ná öðru sætinu síðasta vor. Liðið var í D-deildinni í byrjun aldarinnar en lék í efstu deild frá 2011 til 2017. Diego Martínez, 38 ára Spánverji, tók við liðinu sumarið 2018 og kom því upp á fyrsta ári. Hann hafði áður verið aðstoðarmaður hjá Sevilla og reyndi líka fyrir sér í eitt tímabil hjá Osasuna. Tímabilið byrjaði ekkert alltof vel og liðið fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum. Síðan þá hefur Granada unnið sex af átta leikjum þar af þrjá þeirra 1-0. Á þeim tíma hefur liðið farið úr 14. sætinu og upp í það efsta.Ramon Azeez's Granada are back on top of La Liga after 46 yrs: Azeez was on for 90' as Granada beat Real Betis to go top. He was unlucky not to have scored as his close-range shot hit the crossbar. Granada earlier paraded Isaac Success and Ighalo.pic.twitter.com/9huLSar7u6 — FAST TRACK (@Fastrack100) October 28, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti