Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2019 23:08 Víngerð í Healdsburg í Kaliforníu fuðrar upp í Kincade-eldinum í dag. Vísir/EPA Hátt í tvö hundruð þúsund manns hefur nú verið skipað að yfirgefa heimili sín í norðanverðri Kaliforníu vegna kjarrelda sem geisa þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í öllu ríkinu. Tugir þúsunda íbúðarhúsa eru sagðir í hættu vegna eldanna og rafmagn hefur verið tekið af svæðum þar sem um milljón manns býr. Búist er við því að milljón manns til viðbótar missi rafmagn fljótlega þegar orkufyrirtæki taka það af til að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikni út frá því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rýming er í gildi í stórum hluta Sonoma-sýslu, þar á meðal í Santa Rosa. Vegir þar eru sagðir fullir af bílum fólks sem flýr eldana. Eldar hafa þegar brennt um 12.000 hektara lands í Sonoma. Newsom sagði í ávarpi sem hann birti á Twitter í dag að rafmagnsleysið væri ergjandi fyrir alla. Reynt verði að koma því aftur á sem fyrst. Orkufyrirtækið PG&E hefur legið undir harðri gagnrýni vegna viðbragða þess við eldunum. Það stendur frammi fyrir lögsóknum vegna Camp-eldsins sem kviknaði í fyrra og varð 85 manns að bana. Talið er að sá eldur hafi kviknað út frá gömlum tækjabúnaði fyrirtækisins. Til að fyrirbyggja frekari elda við þær kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem nú ríkja í Kaliforníu hefur PG&E brugðið til þess ráðs að taka rafmagn af í 36 sýslum þar sem milljónir manna búa. Áfram er búist við hvassviðri og þurrki sem hefur skapað þær eldfimu aðstæður sem nú ógna ríkinu fram á morgundaginn. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Orkufyrirtæki í Kaliforníu segist gætu þurft að taka rafmagn af í 36 sýslum með tvær milljónir íbúa til að koma í veg fyrir frekari skógar- og kjarrelda. 26. október 2019 19:45 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Hátt í tvö hundruð þúsund manns hefur nú verið skipað að yfirgefa heimili sín í norðanverðri Kaliforníu vegna kjarrelda sem geisa þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í öllu ríkinu. Tugir þúsunda íbúðarhúsa eru sagðir í hættu vegna eldanna og rafmagn hefur verið tekið af svæðum þar sem um milljón manns býr. Búist er við því að milljón manns til viðbótar missi rafmagn fljótlega þegar orkufyrirtæki taka það af til að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikni út frá því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rýming er í gildi í stórum hluta Sonoma-sýslu, þar á meðal í Santa Rosa. Vegir þar eru sagðir fullir af bílum fólks sem flýr eldana. Eldar hafa þegar brennt um 12.000 hektara lands í Sonoma. Newsom sagði í ávarpi sem hann birti á Twitter í dag að rafmagnsleysið væri ergjandi fyrir alla. Reynt verði að koma því aftur á sem fyrst. Orkufyrirtækið PG&E hefur legið undir harðri gagnrýni vegna viðbragða þess við eldunum. Það stendur frammi fyrir lögsóknum vegna Camp-eldsins sem kviknaði í fyrra og varð 85 manns að bana. Talið er að sá eldur hafi kviknað út frá gömlum tækjabúnaði fyrirtækisins. Til að fyrirbyggja frekari elda við þær kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem nú ríkja í Kaliforníu hefur PG&E brugðið til þess ráðs að taka rafmagn af í 36 sýslum þar sem milljónir manna búa. Áfram er búist við hvassviðri og þurrki sem hefur skapað þær eldfimu aðstæður sem nú ógna ríkinu fram á morgundaginn.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Orkufyrirtæki í Kaliforníu segist gætu þurft að taka rafmagn af í 36 sýslum með tvær milljónir íbúa til að koma í veg fyrir frekari skógar- og kjarrelda. 26. október 2019 19:45 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Orkufyrirtæki í Kaliforníu segist gætu þurft að taka rafmagn af í 36 sýslum með tvær milljónir íbúa til að koma í veg fyrir frekari skógar- og kjarrelda. 26. október 2019 19:45
90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42