Segir að samtal milli Spánar og Katalóníu þurfi að eiga sér stað Andri Eysteinsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 27. október 2019 22:53 Mótmælendur fjölmenntu enn á ný í Katalóníu í dag, nú til þess að lýsa andstöðu sinni við kröfur sjálfstæðissinna. Staðkunnugir segja stöðuna flókna og telja að ekki verði hægt að vinda ofan af ólgunni án þess að bæta samskipti Madrídar og Katalóníu. Tugþúsundir sambandssina söfnuðust saman á strætum Barselóna-borgar í dag. Vopnaðir spænska fánanum og slagorðum mótmæltu þeir kröfunni um að Katalónar lýsi yfir sjálfstæði. Mótmæli dagsins voru andsvar við kröfugöngum síðustu daga þar sem Katalónar hafa mótmælt þungum fangelsisdómum yfir níu leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar. Dómarnir hafa gefið hugmyndum hreyfingarinnar byr undir báða vængi og leitt til stjórnmálaástands sem greinendur segja það viðkvæmasta á Spáni í áratugi. „Ég lít á mig sem Spánverja og Katalóna svo ég get einfaldlega ekki séð fyrir mér að við skiljum okkur frá Spáni, sagði María José Aguilar einn mótmælendanna í Barselóna í dag.Málefni Katalóníu voru til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþáttar Stöðvar 2, í dag. Viðmælendur þáttastjórnandans Heimis Más Péturssonar voru sammála um að ekki verði undið ofan af ólgunni í Katalóníu án samtals.Ég held þetta lagist ekki fyrr en við sjáum eitthvað raunverulega gerast, ekki bara stjórnmálamenn að tala í sjónvarpinu. Ákvarðanir verða að vera teknar. Það verður að eiga sér stað samtal á milli Spánar og Katalóníu, sagði lyfjafræðingurinn Ramón Flavia Piera, sem fæddur er í Barselóna en hefur búið hér á landi í áraraðir. „Fram undan er mikil bylgja mótmæla. Þetta er sama fólk og hefur verið að skipuleggja mótmæli í Barselóna og Katalóníu. Þau eru þaulskipulögð og meirihluti þeirra hafa farið fram friðsamlega. Fangarnir sjálfir hafa beðið um að þau fari friðsamlega fram. Það er í raun og veru engin augljós lausn í augsýn, þetta er flókið mál og eins og Ramón segir er bara hægt að leysa það með samtali,“ sagði Úa Matthíasdóttir útgefandi sem undanfarin ár hefur verið búsett í Katalóníu.Sjá má umræðurnar í Víglínunni hér að neðan Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Mótmælendur fjölmenntu enn á ný í Katalóníu í dag, nú til þess að lýsa andstöðu sinni við kröfur sjálfstæðissinna. Staðkunnugir segja stöðuna flókna og telja að ekki verði hægt að vinda ofan af ólgunni án þess að bæta samskipti Madrídar og Katalóníu. Tugþúsundir sambandssina söfnuðust saman á strætum Barselóna-borgar í dag. Vopnaðir spænska fánanum og slagorðum mótmæltu þeir kröfunni um að Katalónar lýsi yfir sjálfstæði. Mótmæli dagsins voru andsvar við kröfugöngum síðustu daga þar sem Katalónar hafa mótmælt þungum fangelsisdómum yfir níu leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar. Dómarnir hafa gefið hugmyndum hreyfingarinnar byr undir báða vængi og leitt til stjórnmálaástands sem greinendur segja það viðkvæmasta á Spáni í áratugi. „Ég lít á mig sem Spánverja og Katalóna svo ég get einfaldlega ekki séð fyrir mér að við skiljum okkur frá Spáni, sagði María José Aguilar einn mótmælendanna í Barselóna í dag.Málefni Katalóníu voru til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþáttar Stöðvar 2, í dag. Viðmælendur þáttastjórnandans Heimis Más Péturssonar voru sammála um að ekki verði undið ofan af ólgunni í Katalóníu án samtals.Ég held þetta lagist ekki fyrr en við sjáum eitthvað raunverulega gerast, ekki bara stjórnmálamenn að tala í sjónvarpinu. Ákvarðanir verða að vera teknar. Það verður að eiga sér stað samtal á milli Spánar og Katalóníu, sagði lyfjafræðingurinn Ramón Flavia Piera, sem fæddur er í Barselóna en hefur búið hér á landi í áraraðir. „Fram undan er mikil bylgja mótmæla. Þetta er sama fólk og hefur verið að skipuleggja mótmæli í Barselóna og Katalóníu. Þau eru þaulskipulögð og meirihluti þeirra hafa farið fram friðsamlega. Fangarnir sjálfir hafa beðið um að þau fari friðsamlega fram. Það er í raun og veru engin augljós lausn í augsýn, þetta er flókið mál og eins og Ramón segir er bara hægt að leysa það með samtali,“ sagði Úa Matthíasdóttir útgefandi sem undanfarin ár hefur verið búsett í Katalóníu.Sjá má umræðurnar í Víglínunni hér að neðan
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira