Léttir að sjá jafn afgerandi niðurstöðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. október 2019 15:37 Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í gær. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa, og segja sveitarstjórar að tryggt verði að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í þessu landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins. Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar gengu að kjörborðinu í gær og greiddu atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Stuðningur við sameininguna reyndist mestur í Fljótsdalshéraði, eða um 93 prósent, og rúmur meirihluti var henni fylgjandi í hinum sveitarfélögunum þremur.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður sameiningarnefndar, segir því ánægjulegt hversu mikils stuðnings sameiningin nýtur.„Mjög mikill léttir að sjá hvað niðurstaðan var afgerandi“ segir Björn.Hið nýja sveitarfélag verður víðfeðmt, raunar það stærsta á landinu, með fjórum byggðarkjörnum og umfangsmiklu dreifbýli. Að þessu var hugað að sögn Björns og reynt að tryggja að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í sameinuðu sveitarfélagi.„Það sem við vorum að horfa til var að við næðum að tryggja áframhaldandi vægi allra kjarna. Ég hef þá trú að þær tillögur sem við lögðum til og voru samþykktar séu til þess fallnar að tryggja slíkt“, segir Björn.Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð.vísir/hafsteinnMinnstur stuðningur á Djúpavogi Minnstur stuðningur við sameininguna reyndist vera á Djúpavogi, þar sem rúmlega þriðjungur kjósenda sagðist henni andsnúinn. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segist þakklátur fyrir góða kjörsókn og rúman meirihlutastuðning.„Við lögðum upp með það í samstarfsnefndinni að gera fólki kleift að taka upplýsta afstöðu og mér sýnist fólk hafa gert það,“ segir Gauti.Það sé jafnframt styrkleikamerki að á Djúpavogi þrífist skiptar skoðanir. „Í kröftugum samfélögum þá geta menn ekki vera sammála um allt. Ég tel þetta bara vera merki um að á Djúpavogi sé öflugt og kraftmikið samfélag, var þó meirihluti þessarar skoðunar,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps.Nú verður skipuð undirbúningsstjórn sem mun undirbúa sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi, sem ætla má að verði næsta vor, og svo auðvitað að velja nafn á nýja sveitarfélagið.„Það er í raun nýrrar sveitarstjórnar að taka ákvörðun um slíkt en það er algengt að kallað verði eftir tillögum og farið verði í einhverja samkeppni. Sveitarstjórn er hins vegar ekki bundin af slíku en niðurstaða slíkrar samkeppni hefur oftast nær endað á nafngift viðkomandi sveitarfélags,“ segir Björn Ingimarsson. Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í gær. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa, og segja sveitarstjórar að tryggt verði að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í þessu landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins. Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar gengu að kjörborðinu í gær og greiddu atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Stuðningur við sameininguna reyndist mestur í Fljótsdalshéraði, eða um 93 prósent, og rúmur meirihluti var henni fylgjandi í hinum sveitarfélögunum þremur.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður sameiningarnefndar, segir því ánægjulegt hversu mikils stuðnings sameiningin nýtur.„Mjög mikill léttir að sjá hvað niðurstaðan var afgerandi“ segir Björn.Hið nýja sveitarfélag verður víðfeðmt, raunar það stærsta á landinu, með fjórum byggðarkjörnum og umfangsmiklu dreifbýli. Að þessu var hugað að sögn Björns og reynt að tryggja að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í sameinuðu sveitarfélagi.„Það sem við vorum að horfa til var að við næðum að tryggja áframhaldandi vægi allra kjarna. Ég hef þá trú að þær tillögur sem við lögðum til og voru samþykktar séu til þess fallnar að tryggja slíkt“, segir Björn.Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð.vísir/hafsteinnMinnstur stuðningur á Djúpavogi Minnstur stuðningur við sameininguna reyndist vera á Djúpavogi, þar sem rúmlega þriðjungur kjósenda sagðist henni andsnúinn. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segist þakklátur fyrir góða kjörsókn og rúman meirihlutastuðning.„Við lögðum upp með það í samstarfsnefndinni að gera fólki kleift að taka upplýsta afstöðu og mér sýnist fólk hafa gert það,“ segir Gauti.Það sé jafnframt styrkleikamerki að á Djúpavogi þrífist skiptar skoðanir. „Í kröftugum samfélögum þá geta menn ekki vera sammála um allt. Ég tel þetta bara vera merki um að á Djúpavogi sé öflugt og kraftmikið samfélag, var þó meirihluti þessarar skoðunar,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps.Nú verður skipuð undirbúningsstjórn sem mun undirbúa sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi, sem ætla má að verði næsta vor, og svo auðvitað að velja nafn á nýja sveitarfélagið.„Það er í raun nýrrar sveitarstjórnar að taka ákvörðun um slíkt en það er algengt að kallað verði eftir tillögum og farið verði í einhverja samkeppni. Sveitarstjórn er hins vegar ekki bundin af slíku en niðurstaða slíkrar samkeppni hefur oftast nær endað á nafngift viðkomandi sveitarfélags,“ segir Björn Ingimarsson.
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent