Einn alræmdasti raðmorðingi Ástralíu látinn Sylvía Hall skrifar 27. október 2019 10:02 Ivan Milat var dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi árið 1996. Vísir/Getty Raðmorðingin Ivan Milat, betur þekktur sem bakpokaferðalangamorðinginn, lést í fangelsi í Sydney í Ástralíu í dag. Milat var 74 ára gamall. Milat var handtekinn í maí árið 1994 en hann er sagður hafa rænt og myrt í það minnsta sjö ferðalanga árin 1989 til 1992. Ferðalangarnir sem urðu síðar fórnarlömb Milat voru frá Þýskalandi, Bretlandi og Ástralíu og áttu það öll sameiginlegt að hafa verið að ferðast um Ástralíu þegar Milat bauð þeim far á vegum úti milli Sydney og Melbourne. Fórnarlömb hans fundust öll í grunnri gröf í Belanglo-skóginum í Nýju Suður-Wales. Öll sneru þau með andlitið niður og hendur fyrir aftan bak. Á líkum þeirra fundust bæði stungusár og skotsár. Hann var dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi, einn lífstíðardóm fyrir hvert fórnarlamb, í júlímánuði árið 1996 eftir átján vikna réttarhöld.Frá réttarhöldunum árið 1996.Vísir/GettyVið réttarhöldin reyndu lögfræðingar Milat að koma sök á bróður hans Richard, en þeir bræður höfðu áður komist í kast við lögin. Þeir voru hluti af fjórtán barna systkinahópi og hafði lögregla oft þurft að hafa afskipti af fjölskyldunni á fjölskyldubýli þeirra á uppvaxtarárunum. Mál Milat komst aftur í sviðsljósið árið 2011 þegar skyldmenni hans játaði að hafa myrt félaga sinn með exi. Líkt og frændi sinn framdi hann morðið í Belanglo-skóginum og faldi líkið undir greinum, en hann hafði gortað sig af ættartengslum sínum við Milat eftir verknaðinn. Mörgu er ósvarað í máli Milat og er talið að fórnarlömb hans gætu verið fleiri en þau sem hann var sakfelldur fyrir. Ljóst er að glæpaferill Milat hófst löngu fyrir morðin við upphaf tíunda áratugarins, en hann var sakaður um að hafa nauðgað tveimur ferðalöngum árið 1971. Eftir heilsubrest í maí á þessu ári höfðu yfirvöld vonast eftir því að hann myndi játa á sig fleiri morð en þeim varð ekki að ósk sinni fyrir andlát hans. Andlát Ástralía Tengdar fréttir Skyldmenni raðmorðingja játar morð Unglingur í Ástralíu hefur játað að hafa myrt góðvin sinn með exi. Pilturinn er skyldmenni Ástralska raðmorðingjans Ivan Milats. 24. október 2011 10:55 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Raðmorðingin Ivan Milat, betur þekktur sem bakpokaferðalangamorðinginn, lést í fangelsi í Sydney í Ástralíu í dag. Milat var 74 ára gamall. Milat var handtekinn í maí árið 1994 en hann er sagður hafa rænt og myrt í það minnsta sjö ferðalanga árin 1989 til 1992. Ferðalangarnir sem urðu síðar fórnarlömb Milat voru frá Þýskalandi, Bretlandi og Ástralíu og áttu það öll sameiginlegt að hafa verið að ferðast um Ástralíu þegar Milat bauð þeim far á vegum úti milli Sydney og Melbourne. Fórnarlömb hans fundust öll í grunnri gröf í Belanglo-skóginum í Nýju Suður-Wales. Öll sneru þau með andlitið niður og hendur fyrir aftan bak. Á líkum þeirra fundust bæði stungusár og skotsár. Hann var dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi, einn lífstíðardóm fyrir hvert fórnarlamb, í júlímánuði árið 1996 eftir átján vikna réttarhöld.Frá réttarhöldunum árið 1996.Vísir/GettyVið réttarhöldin reyndu lögfræðingar Milat að koma sök á bróður hans Richard, en þeir bræður höfðu áður komist í kast við lögin. Þeir voru hluti af fjórtán barna systkinahópi og hafði lögregla oft þurft að hafa afskipti af fjölskyldunni á fjölskyldubýli þeirra á uppvaxtarárunum. Mál Milat komst aftur í sviðsljósið árið 2011 þegar skyldmenni hans játaði að hafa myrt félaga sinn með exi. Líkt og frændi sinn framdi hann morðið í Belanglo-skóginum og faldi líkið undir greinum, en hann hafði gortað sig af ættartengslum sínum við Milat eftir verknaðinn. Mörgu er ósvarað í máli Milat og er talið að fórnarlömb hans gætu verið fleiri en þau sem hann var sakfelldur fyrir. Ljóst er að glæpaferill Milat hófst löngu fyrir morðin við upphaf tíunda áratugarins, en hann var sakaður um að hafa nauðgað tveimur ferðalöngum árið 1971. Eftir heilsubrest í maí á þessu ári höfðu yfirvöld vonast eftir því að hann myndi játa á sig fleiri morð en þeim varð ekki að ósk sinni fyrir andlát hans.
Andlát Ástralía Tengdar fréttir Skyldmenni raðmorðingja játar morð Unglingur í Ástralíu hefur játað að hafa myrt góðvin sinn með exi. Pilturinn er skyldmenni Ástralska raðmorðingjans Ivan Milats. 24. október 2011 10:55 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Skyldmenni raðmorðingja játar morð Unglingur í Ástralíu hefur játað að hafa myrt góðvin sinn með exi. Pilturinn er skyldmenni Ástralska raðmorðingjans Ivan Milats. 24. október 2011 10:55