Samspil margra þátta leiddi til Lion Air slyssins Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2019 11:16 Frá blaðamannafundinum í morgun þar sem niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar. AP/Tatan Syuflana Rannsakendur í Indónesíu segja samspil margra þátta, eins og tæknilegra galla, mistök við viðhald og mistök flugmanna, hafa leitt til þess að Boeing 737 MAX flugvél Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. 189 létu lífið í slysinu sem er annað tveggja sem leiddi til þess að flugmálayfirvöld um gervallan heim kyrrsettu 737 MAX flugvélarnar. Stór hluti sakarinnar er þó Boeing, samkvæmt rannsakendum, sem segja starfsmenn fyrirtækisins ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni vegna hugbúnaðar flugvélanna og að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi ekki veitt fyrirtækinu nægt aðhald. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Kerfi þetta kallast MCAS og er bilaður skynjari sagður hafa leitt til þess að hugbúnaðurinn taldi flugvélina vera í ofrisi og því hafi sjálfsstýring flugvélarinnar þvingað hana til að lækka flugið og þar með auka hraða hennar. Starfsmenn Lion Air gerðu einnig mistök, sem og áhöfn flugvélarinnar. Nurcahyo Utomo, einn rannsakenda, ræddi við blaðamenn í dag, og sagði hann að alls hefðu þeir fundið níu atriði sem ollu slysinu. Samkvæmt frétt Reuters neitaði hann að segja að eitt hefði verið áhrifameira en annað og sagði þess í stað að öll hafi leitt til slyssins.Meðal þess sem vísað er til í skýrslunni er að MCAS-kerfið byggi á einum skynjara. Hann hafi gefið frá sér rangar upplýsingar og flugmennirnir hafi ekki getað tekið yfir stjórn flugvélarinnar aftur. Skynjari þessi var víst stilltur vitlaust af fyrirtæki í Flórída og framkvæmdu starfsmenn Lion Air ekki prófanir á honum áður en þeir settu hann í flugvélina. Þar að auki hefðu forsvarsmenn Lion Air átt að vera búnir að kyrrsetja flugvélinna vegna vandræða sem höfðu áður komið upp. Í síðust ferð flugvélarinnar fyrir slasið höfðu flugmenn lent í sambærilegum vandræðum en þeir létu engan vita af því almennilega. Þar að auki vantaði 31 blaðsíðu í viðhaldsskrá flugvélarinnar. Í skýrslunni segir að flugmaðurinn hafi ekki staðið sig vel í þjálfun fyrir að fljúga 737 MAX flugvélum og að hann hafi átt í erfiðleikum með fara í gegnum röð aðgerða sem hann hafi átt að vera búinn að leggja á minnið. Hann tók við stjórn flugvélarinnar af flugstjóranum skömmu áður en MCAS-kerfið tók yfir stjórn flugvélarinnar og segja rannsakendur að flugstjórinn hafi ekki kynnt honum aðstæður nægilega vel.Samkvæmt frétt Guardian er þessi rannsókn ein af mörgum sem beinast að Boeing og slysunum tveimur sem leiddu til kyrrsetningar 737 MAX flugvélanna. Starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið hörðum höndum að endurbótum og vonast þeir til þess að flugvélunum verði hleypt aftur í loftið fyrir lok þessa árs. Boeing Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Rannsakendur í Indónesíu segja samspil margra þátta, eins og tæknilegra galla, mistök við viðhald og mistök flugmanna, hafa leitt til þess að Boeing 737 MAX flugvél Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. 189 létu lífið í slysinu sem er annað tveggja sem leiddi til þess að flugmálayfirvöld um gervallan heim kyrrsettu 737 MAX flugvélarnar. Stór hluti sakarinnar er þó Boeing, samkvæmt rannsakendum, sem segja starfsmenn fyrirtækisins ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni vegna hugbúnaðar flugvélanna og að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi ekki veitt fyrirtækinu nægt aðhald. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Kerfi þetta kallast MCAS og er bilaður skynjari sagður hafa leitt til þess að hugbúnaðurinn taldi flugvélina vera í ofrisi og því hafi sjálfsstýring flugvélarinnar þvingað hana til að lækka flugið og þar með auka hraða hennar. Starfsmenn Lion Air gerðu einnig mistök, sem og áhöfn flugvélarinnar. Nurcahyo Utomo, einn rannsakenda, ræddi við blaðamenn í dag, og sagði hann að alls hefðu þeir fundið níu atriði sem ollu slysinu. Samkvæmt frétt Reuters neitaði hann að segja að eitt hefði verið áhrifameira en annað og sagði þess í stað að öll hafi leitt til slyssins.Meðal þess sem vísað er til í skýrslunni er að MCAS-kerfið byggi á einum skynjara. Hann hafi gefið frá sér rangar upplýsingar og flugmennirnir hafi ekki getað tekið yfir stjórn flugvélarinnar aftur. Skynjari þessi var víst stilltur vitlaust af fyrirtæki í Flórída og framkvæmdu starfsmenn Lion Air ekki prófanir á honum áður en þeir settu hann í flugvélina. Þar að auki hefðu forsvarsmenn Lion Air átt að vera búnir að kyrrsetja flugvélinna vegna vandræða sem höfðu áður komið upp. Í síðust ferð flugvélarinnar fyrir slasið höfðu flugmenn lent í sambærilegum vandræðum en þeir létu engan vita af því almennilega. Þar að auki vantaði 31 blaðsíðu í viðhaldsskrá flugvélarinnar. Í skýrslunni segir að flugmaðurinn hafi ekki staðið sig vel í þjálfun fyrir að fljúga 737 MAX flugvélum og að hann hafi átt í erfiðleikum með fara í gegnum röð aðgerða sem hann hafi átt að vera búinn að leggja á minnið. Hann tók við stjórn flugvélarinnar af flugstjóranum skömmu áður en MCAS-kerfið tók yfir stjórn flugvélarinnar og segja rannsakendur að flugstjórinn hafi ekki kynnt honum aðstæður nægilega vel.Samkvæmt frétt Guardian er þessi rannsókn ein af mörgum sem beinast að Boeing og slysunum tveimur sem leiddu til kyrrsetningar 737 MAX flugvélanna. Starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið hörðum höndum að endurbótum og vonast þeir til þess að flugvélunum verði hleypt aftur í loftið fyrir lok þessa árs.
Boeing Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira