Enginn Ronaldo er Juventus tapaði stigum gegn Lecce Anton Ingi Leifsson skrifar 26. október 2019 15:00 Paulo Dybala, leikmaður Juventus. vísir/getty Cristiano Ronaldo fékk frí er Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í ítalska boltanum í dag. Markalaust var í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks fengu ítölsku meistararnir vítaspyrnu eftir að dómarinn hafði kíkt í VARsjána. Á punktinn steig Paulo Dybala sem skoraði af miklu öryggi þrátt fyrir að markvörður Lecce hafi farið í rétt horn. Juventus komst yfir á 50. mínútu en sex mínútum síðar var staðan orðin 1-1. Þá fengu heimamenn víti eftir að boltinn fór í hönd Mathijs De Ligt. Marco Mancosu skoraði af öryggi. Þrátt fyrir miklu pressu Juventus náðu þeir ekki að koma inn sigurmarkinu og lokatölur því 1-1. Juventus er á toppi deildarinnar með 22 stig en Lecce er í 17. sætinu með sjö stig. Juve er einu stigi á undan Inter eftir átta umferðir. Ítalski boltinn
Cristiano Ronaldo fékk frí er Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í ítalska boltanum í dag. Markalaust var í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks fengu ítölsku meistararnir vítaspyrnu eftir að dómarinn hafði kíkt í VARsjána. Á punktinn steig Paulo Dybala sem skoraði af miklu öryggi þrátt fyrir að markvörður Lecce hafi farið í rétt horn. Juventus komst yfir á 50. mínútu en sex mínútum síðar var staðan orðin 1-1. Þá fengu heimamenn víti eftir að boltinn fór í hönd Mathijs De Ligt. Marco Mancosu skoraði af öryggi. Þrátt fyrir miklu pressu Juventus náðu þeir ekki að koma inn sigurmarkinu og lokatölur því 1-1. Juventus er á toppi deildarinnar með 22 stig en Lecce er í 17. sætinu með sjö stig. Juve er einu stigi á undan Inter eftir átta umferðir.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti