Loo segist hafa farið að öllum reglum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. október 2019 20:30 Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village sem rekur ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 í Rangárþingi ytra fyrir malasíska fjárfesta segir að hjólhýsi sem höfðu verið tengd við fráveitu í óleyfi á svæðinu hafi verið fjarlægð. „Það voru gildrur og svo gátum við fjarlægt úrganginn. Þetta var ný leið til þess að hreinsa þessa kassa sem söfnuðu í sig. Nú erum við aftur farin að gera þetta á hefðbundin hátt,“ segir Loo.Loo með starfsleyfið.Fyrirtækið hefur leigt út hjólhýsi á svæðinu síðan í maí og er að reisa heilsárstjöld eða byggingar á jörðunum Leyni 2 og þrjú. Framkvæmdastjórinn segist hafa öll leyfi fyrir starfseminni og bendir á leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. „Hér stendur að við megum leggja hjólhýsum þarna,“ segir Loo og sýnir fréttamanni starfsleyfi.Og leigja hjólhýsi út? „Já.“ Sigrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands skrifar undir starfsleyfið. Hún sagði í samtali við fréttastofu að leyfið væri aðeins fyrir hefðbundnu tjaldstæði en væri ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Loo hefði verið gert það ljóst fyrir tíu dögum. Hann segist vera í góðri trú og sé með marga ráðgjafa eins og lögfræðistofuna Lex, Price Waterhous Coopers og verkfræðisstofuna Eflu sér til liðsinnis.Telurðu þig hafa fylgt öllum reglum hérna á Íslandi? „Já.“ Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í dag. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village sem rekur ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 í Rangárþingi ytra fyrir malasíska fjárfesta segir að hjólhýsi sem höfðu verið tengd við fráveitu í óleyfi á svæðinu hafi verið fjarlægð. „Það voru gildrur og svo gátum við fjarlægt úrganginn. Þetta var ný leið til þess að hreinsa þessa kassa sem söfnuðu í sig. Nú erum við aftur farin að gera þetta á hefðbundin hátt,“ segir Loo.Loo með starfsleyfið.Fyrirtækið hefur leigt út hjólhýsi á svæðinu síðan í maí og er að reisa heilsárstjöld eða byggingar á jörðunum Leyni 2 og þrjú. Framkvæmdastjórinn segist hafa öll leyfi fyrir starfseminni og bendir á leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. „Hér stendur að við megum leggja hjólhýsum þarna,“ segir Loo og sýnir fréttamanni starfsleyfi.Og leigja hjólhýsi út? „Já.“ Sigrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands skrifar undir starfsleyfið. Hún sagði í samtali við fréttastofu að leyfið væri aðeins fyrir hefðbundnu tjaldstæði en væri ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Loo hefði verið gert það ljóst fyrir tíu dögum. Hann segist vera í góðri trú og sé með marga ráðgjafa eins og lögfræðistofuna Lex, Price Waterhous Coopers og verkfræðisstofuna Eflu sér til liðsinnis.Telurðu þig hafa fylgt öllum reglum hérna á Íslandi? „Já.“ Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í dag.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59
Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15