Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 19:16 Tvær af MAX-vélum Icelandair við flugskýli á Keflavíkurflugvelli.. Mývatn er fjær en Búlandstindur nær. Vísir/KMU. Iclandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. Félagið hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en áður hafði það reiknað með að geta tekið vélarnar í notkun í janúar. Því hefur verið nú frestað um mánuð. „Þessi ákvörðun hefur lítil áhrif á flugáætlun félagsins í vetur sem þegar hefur verið kynnt,“ segir í tilkynningunni. „Eins og við höfum áður sagt, teljum við ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrir lok þessa árs. Við viljum hins vegar lágmarka áhrif á farþega okkar og framlengja þetta tímabil með góðum fyrirvara, enda gott svigrúm hjá okkur á þessum árstíma að nýta aðrar vélar í flotanum hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningunni. MAX-vélarnar hafa sem kunnugt er verið í flugbanni í rúmlega hálft ár eftir tvö mannskæð flugslys. Boeing vinnur nú að endurbótum á flugvélinni svo hægt verði að afnema flugbannið. „Félagið heldur áfram að fylgjast með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Nú fer fram yfirgripsmikið og vandað ferli sem stýrt er af alþjóða flugmálayfirvöldum með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur,“ segir í tilkynningunni.Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa þegar náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna fyrr á árinu. Í tilkynningunni segir að áframhaldandi viðræður við Boeing um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt standa yfir. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir Nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Iclandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. Félagið hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en áður hafði það reiknað með að geta tekið vélarnar í notkun í janúar. Því hefur verið nú frestað um mánuð. „Þessi ákvörðun hefur lítil áhrif á flugáætlun félagsins í vetur sem þegar hefur verið kynnt,“ segir í tilkynningunni. „Eins og við höfum áður sagt, teljum við ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrir lok þessa árs. Við viljum hins vegar lágmarka áhrif á farþega okkar og framlengja þetta tímabil með góðum fyrirvara, enda gott svigrúm hjá okkur á þessum árstíma að nýta aðrar vélar í flotanum hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningunni. MAX-vélarnar hafa sem kunnugt er verið í flugbanni í rúmlega hálft ár eftir tvö mannskæð flugslys. Boeing vinnur nú að endurbótum á flugvélinni svo hægt verði að afnema flugbannið. „Félagið heldur áfram að fylgjast með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Nú fer fram yfirgripsmikið og vandað ferli sem stýrt er af alþjóða flugmálayfirvöldum með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur,“ segir í tilkynningunni.Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa þegar náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna fyrr á árinu. Í tilkynningunni segir að áframhaldandi viðræður við Boeing um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt standa yfir.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir Nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. 22. október 2019 15:46
Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30