Segir þingmann sá tortryggni með orðum sínum um endurheimt votlendis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 13:59 Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Aðsent Framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, segir Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sá tortryggni með orðum sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði Líneik Anna meðal annars að margvísleg mistök hafi verið gerð við framræslu lands á sínum tíma og að gæta þurfi að því að fara ekki of geyst við endurheimt votlendis. „Þingmaður, sem greinilega hefur kynnt sér málaflokkinn takmarkað, fullyrti þar að endurheimt votlendis á Íslandi væri ákvörðun eins manns og það þyrfti að fara varlega í það. Það er fráleit fullyrðing,“ segir í tilkynningu frá Votlendissjóði sem Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri sjóðsins, ritar undir. Sjá einnig: Ekki megi stilla upp aðferðum við kolefnisbindingu sem andstæðum Í tilkynningunni segir að þær jarðir þar sem sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis eða stendur til að hefja endurheimt séu verkefni þar sem landeigendur hafi átt frumkvæði. „Í framhaldi eru jarðirnar mældar og teknar út, bæði af sérfræðingum á vegum Votlendissjóðs og svo aftur og mun ítarlegar af Landgræðslunni. Þegar Landgræðslan hefur staðfest að jarðirnar séu hæfar til endurheimtar hefst hið verklega ferli. Undanfari verklegra framkvæmda er því í flestum tilfellum ár eða lengra,“ segir í tilkynningunni. Þá sé endurheimt votlendis hér á landi unnin eftir leiðsögn og leiðbeiningum sérfræðinga og vísindamanna. Votlendissjóður leiti jafnframt til sérstaks fagráðs um verkefni sjóðsins þar sem sitja fulltrúar frá Náttúrufræðistofnun, Rannsóknasetri HÍ á Suðurlandi, Landgræðsunni, Arkitektafélagi Íslands og verkfræðistofunni Eflu.Vonar að samtal komi í veg fyrir „óþarfa uppnám“ „Votlendissjóður harmar orð þingmannsins sem sá tortryggni og innistæðulausri andstöðu við öflugustu og einföldustu leið í átt að kolefnisjöfnun sem Íslendingar eiga völ á að fara,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá er áréttað að sjóðurinn sé sjálfseignastofnun sem fjármögnuð er af einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hafi sjóðurinn engar fyrirfram gefnar heimildir til nokkurra framkvæmda. Fyrir öllum framkvæmdum þurfi að liggja fyrir skýrt leyfi og vilji hlutaðeigandi landeigenda. „Votlendissjóður tekur þó undir orð þingmannsins um að við þurfum að vinna að skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á grunni skipulags og víðtæks samráðs. Alþingi hefur þó litlu sem engu bætt við í þá málaflokka þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um vilja til annars,“ segir í tilkynningunni. Loks er þingmanni bent á opinn fund um endurheimt votlendis sem fer fram í nóvember þar sem verkefni sjóðsins verða til umfjöllunar. „Það er von Votlendissjóðsins að áframhaldandi samtal milli sjóðsins og þingmanna muni koma í veg fyrir svona óþarfa uppnám.“ Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, segir Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sá tortryggni með orðum sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði Líneik Anna meðal annars að margvísleg mistök hafi verið gerð við framræslu lands á sínum tíma og að gæta þurfi að því að fara ekki of geyst við endurheimt votlendis. „Þingmaður, sem greinilega hefur kynnt sér málaflokkinn takmarkað, fullyrti þar að endurheimt votlendis á Íslandi væri ákvörðun eins manns og það þyrfti að fara varlega í það. Það er fráleit fullyrðing,“ segir í tilkynningu frá Votlendissjóði sem Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri sjóðsins, ritar undir. Sjá einnig: Ekki megi stilla upp aðferðum við kolefnisbindingu sem andstæðum Í tilkynningunni segir að þær jarðir þar sem sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis eða stendur til að hefja endurheimt séu verkefni þar sem landeigendur hafi átt frumkvæði. „Í framhaldi eru jarðirnar mældar og teknar út, bæði af sérfræðingum á vegum Votlendissjóðs og svo aftur og mun ítarlegar af Landgræðslunni. Þegar Landgræðslan hefur staðfest að jarðirnar séu hæfar til endurheimtar hefst hið verklega ferli. Undanfari verklegra framkvæmda er því í flestum tilfellum ár eða lengra,“ segir í tilkynningunni. Þá sé endurheimt votlendis hér á landi unnin eftir leiðsögn og leiðbeiningum sérfræðinga og vísindamanna. Votlendissjóður leiti jafnframt til sérstaks fagráðs um verkefni sjóðsins þar sem sitja fulltrúar frá Náttúrufræðistofnun, Rannsóknasetri HÍ á Suðurlandi, Landgræðsunni, Arkitektafélagi Íslands og verkfræðistofunni Eflu.Vonar að samtal komi í veg fyrir „óþarfa uppnám“ „Votlendissjóður harmar orð þingmannsins sem sá tortryggni og innistæðulausri andstöðu við öflugustu og einföldustu leið í átt að kolefnisjöfnun sem Íslendingar eiga völ á að fara,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá er áréttað að sjóðurinn sé sjálfseignastofnun sem fjármögnuð er af einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hafi sjóðurinn engar fyrirfram gefnar heimildir til nokkurra framkvæmda. Fyrir öllum framkvæmdum þurfi að liggja fyrir skýrt leyfi og vilji hlutaðeigandi landeigenda. „Votlendissjóður tekur þó undir orð þingmannsins um að við þurfum að vinna að skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á grunni skipulags og víðtæks samráðs. Alþingi hefur þó litlu sem engu bætt við í þá málaflokka þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um vilja til annars,“ segir í tilkynningunni. Loks er þingmanni bent á opinn fund um endurheimt votlendis sem fer fram í nóvember þar sem verkefni sjóðsins verða til umfjöllunar. „Það er von Votlendissjóðsins að áframhaldandi samtal milli sjóðsins og þingmanna muni koma í veg fyrir svona óþarfa uppnám.“
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira