Loðin stefna sjálfstæðismanna Svafar Helgason skrifar 24. október 2019 14:15 Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Þrátt fyrir að samgöngusáttmálinn kæmi með undirskriftum bæjarstjórna Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Garðabæjar þá gat oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík ekki greitt atkvæði með samflokksmönnum sínum. Þrátt fyrir að hér kristölluðust áherslur sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og áherslur hans á sveitastjórnarstigi gat oddvitinn ekki fylgt flokkslínunni. Í því samhengi er rétt að benda á að sjálfstæðismenn hafa oft sagt eitt og síðan kosið annað. Einn af þeim skrifar undir samkomulagið, Ármann Kr. Ólafsson sagði í bókun frá árinu 2011, þann 11. janúar, þetta um vegagjöldin: „Bifreiðaeigendur borga mun meira til ríkisins en sem nemur kostnaði við vegaframkvæmdir, rekstur og viðhald vega. Framlag ríkisins til þessara liða eru tæplega 20 milljarðar króna ár hvert og af því fer innan við 20% til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Skattar á bifreiðaeigendur og umferð er hins vegar um 50 m.a. árlega skv. upplýsingum frá FÍB. Þar af falla ríflega 33 m.a. króna til vegna eldsneytisgjalda. Það gengur því ekki að ríkisstjórn Íslands ætla að leggja enn frekari skatt á bifreiðaeigendur með sérstökum vegtollum á vegi sem liggja út frá höfuðborgarsvæðinu. Slíkur skattur er algerlega óásættanlegur og þá leggst hann með sérstökum þunga á íbúa á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. Mun nær væri að nota það fé sem bifreiðaeigendur greiða nú þegar í ríkissjóð til fyrirhugaðra framkvæmda um leið og hagkvæmari lausnum er beitt til þess að ná fram markmiðum um umferðaröryggi. Fjölskyldur landsins standa ekki undir núverandi skattheimtu, hvað þá aukinni. Sennilega hefur kostnaður við rekstur bifreiða aldrei verið hærri en nú og ekkert bendir til þess að hann lækki í fyrirsjáanlegri framtíð ef marka má efnahagsspár og spár um þróun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Vegtollar ganga því einfaldlega ekki upp.“ Sjálfstæðismenn virðast eiga erfitt með að gera upp hug sinn í samgöngumálum, hvernig þær eigi að vera fjármagnaðar og hvort yfirhöfuð eigi að gera nokkuð fyrir höfuðborgarbúa. Fulltrúar höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkur Norður, Reykjavíkur Suður og Suðvesturhornsins hafa látið sér lynda að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu séu látin sitja á hakanum. Meðan fulltrúar þeirra frá öðrum kjördæmum eru eins og ljón að berjast fyrir fleiri jarðgöngum, minna þeir frekar á rollur sem bíta grasið á hringtorgunum og skapa umferðarteppur fyrir vinnandi fólk á morgnanna. Fulltrúar flokksins hafa ekki einu sinni spurt grasrótina álit á framkvæmdum eða fjármögnun. En þeir hafa gagnrýnt aðra flokka fyrir að spyrja sína flokksmeðlimi. Í grein sinni „Loðin stefna Pírata“ skammar Egill Þór Jónsson Pírata í Kópavogi fyrir að hafa haldið rafræna kosningu um málið til að athuga hug meðlima sinna. En hefur hann sjálfur gert upp hug sinn? Það er kannski lágmark að flokkur sem stýrir fimm af sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og ræður fjármálaráðuneytinu geri upp hug sinn hvort þeir styðji vegagjöld eða ekki. Því þeir virðast gera eitt í bæjarstjórn og annað í borgarstjórn. Og í öllum tilvikum án þess að spyrja grasrótina nokkurn tímann álits.Höfundur er ekki borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Píratar Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Svafar Helgason Vegtollar Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Þrátt fyrir að samgöngusáttmálinn kæmi með undirskriftum bæjarstjórna Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Garðabæjar þá gat oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík ekki greitt atkvæði með samflokksmönnum sínum. Þrátt fyrir að hér kristölluðust áherslur sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og áherslur hans á sveitastjórnarstigi gat oddvitinn ekki fylgt flokkslínunni. Í því samhengi er rétt að benda á að sjálfstæðismenn hafa oft sagt eitt og síðan kosið annað. Einn af þeim skrifar undir samkomulagið, Ármann Kr. Ólafsson sagði í bókun frá árinu 2011, þann 11. janúar, þetta um vegagjöldin: „Bifreiðaeigendur borga mun meira til ríkisins en sem nemur kostnaði við vegaframkvæmdir, rekstur og viðhald vega. Framlag ríkisins til þessara liða eru tæplega 20 milljarðar króna ár hvert og af því fer innan við 20% til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Skattar á bifreiðaeigendur og umferð er hins vegar um 50 m.a. árlega skv. upplýsingum frá FÍB. Þar af falla ríflega 33 m.a. króna til vegna eldsneytisgjalda. Það gengur því ekki að ríkisstjórn Íslands ætla að leggja enn frekari skatt á bifreiðaeigendur með sérstökum vegtollum á vegi sem liggja út frá höfuðborgarsvæðinu. Slíkur skattur er algerlega óásættanlegur og þá leggst hann með sérstökum þunga á íbúa á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. Mun nær væri að nota það fé sem bifreiðaeigendur greiða nú þegar í ríkissjóð til fyrirhugaðra framkvæmda um leið og hagkvæmari lausnum er beitt til þess að ná fram markmiðum um umferðaröryggi. Fjölskyldur landsins standa ekki undir núverandi skattheimtu, hvað þá aukinni. Sennilega hefur kostnaður við rekstur bifreiða aldrei verið hærri en nú og ekkert bendir til þess að hann lækki í fyrirsjáanlegri framtíð ef marka má efnahagsspár og spár um þróun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Vegtollar ganga því einfaldlega ekki upp.“ Sjálfstæðismenn virðast eiga erfitt með að gera upp hug sinn í samgöngumálum, hvernig þær eigi að vera fjármagnaðar og hvort yfirhöfuð eigi að gera nokkuð fyrir höfuðborgarbúa. Fulltrúar höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkur Norður, Reykjavíkur Suður og Suðvesturhornsins hafa látið sér lynda að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu séu látin sitja á hakanum. Meðan fulltrúar þeirra frá öðrum kjördæmum eru eins og ljón að berjast fyrir fleiri jarðgöngum, minna þeir frekar á rollur sem bíta grasið á hringtorgunum og skapa umferðarteppur fyrir vinnandi fólk á morgnanna. Fulltrúar flokksins hafa ekki einu sinni spurt grasrótina álit á framkvæmdum eða fjármögnun. En þeir hafa gagnrýnt aðra flokka fyrir að spyrja sína flokksmeðlimi. Í grein sinni „Loðin stefna Pírata“ skammar Egill Þór Jónsson Pírata í Kópavogi fyrir að hafa haldið rafræna kosningu um málið til að athuga hug meðlima sinna. En hefur hann sjálfur gert upp hug sinn? Það er kannski lágmark að flokkur sem stýrir fimm af sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og ræður fjármálaráðuneytinu geri upp hug sinn hvort þeir styðji vegagjöld eða ekki. Því þeir virðast gera eitt í bæjarstjórn og annað í borgarstjórn. Og í öllum tilvikum án þess að spyrja grasrótina nokkurn tímann álits.Höfundur er ekki borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun