Sökuðu hvor annan um hringlandahátt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 13:30 Sigurður Ingi Jóhannsson og Björn Leví Gunnarsson tókust á um veggjöld í morgun. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til Sigurðar Inga í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Björn Leví sagði að í upphafi kjörtímabilsins hafi komið fram í fréttum að ráðherrann hafi sagt engin áform uppi um veggjöld á helstu leiðum til og frá Reykjavík og að ekki væri stafkrókur um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Síðan hafi verið talað um veggjöld í ýmsum útfærslum í umræðu um fjármálaáætlun og í tengslum við samgönguáætlun og hvort ætti að hefja slíka gjaldtöku eða ekki. Með stuttu millibili hafi síðan að sögn Björns Levís komið misvísandi skilaboð frá ríkisstjórninni um hvort hefja eigi gjaldtöku á helstu stofnleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu eða ekki. „Svona hringlandaháttur er dálítið óþolandi og ég tel að hæstvirtur ráðherra skuldi okkur skýringu á þessari hringavitleysu í stefnu stjórnvalda,“ sagði Björn Leví. Sigurður Ingi snéri vörn í sókn í andsvari sínu. „Ég gæti spurt háttvirtan þingmann á móti: Hvaða hringlandaháttur er það í meirihluta sveitarstjórnarinnar hér í Reykjavíkurhreppi, sem að háttvirtur þingmaður er í sama flokki og það fólk, að vera tilbúið að fara hér í miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, gera samkomulag við ríkið, meðal annars um að fá tæki til að stýra umferð, til að minnka umferð, sem eru tillögur borgarfulltrúanna en ekki ríkisins,“ sagði Sigurður Ingi.Segir gjaldtöku að ósk borgarfulltrúa „Síðan komi hér háttvirtur þingmaður upp og spyrji hvaða hringlandaháttur sé í gangi. Við erum einfaldlega hér að vinna að risastóru verkefni,“ bætti Sigurður Ingi við. Sjálfur hafi hann ekki skipt um skoðun varðandi gjaldtöku. „Það stóð ekkert í stjórnarsáttmálanum um vegtolla sem að ætti að byggja allar samgöngur á og ég er ekki að leggja slíkt fram.“ Hann hafi hins vegar lagt til að gjaldtaka verði í tengslum við sex verkefni til að flýta framkvæmdum. „Ég er í samkomulagi, og ég bakka það upp, í samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að fara inn í og leysa stórkostlegan vanda sem hér er, meðal annars með því að taka gjald vegna þess að það er þeirra ósk, þar á meðal væntanlega flokkur háttvirts þingmanns, þannig að þegar hann kemur hér upp og talar um hringlandahátt þá verð ég bara að senda þá spurningu til baka,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Samgöngur Vegtollar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til Sigurðar Inga í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Björn Leví sagði að í upphafi kjörtímabilsins hafi komið fram í fréttum að ráðherrann hafi sagt engin áform uppi um veggjöld á helstu leiðum til og frá Reykjavík og að ekki væri stafkrókur um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Síðan hafi verið talað um veggjöld í ýmsum útfærslum í umræðu um fjármálaáætlun og í tengslum við samgönguáætlun og hvort ætti að hefja slíka gjaldtöku eða ekki. Með stuttu millibili hafi síðan að sögn Björns Levís komið misvísandi skilaboð frá ríkisstjórninni um hvort hefja eigi gjaldtöku á helstu stofnleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu eða ekki. „Svona hringlandaháttur er dálítið óþolandi og ég tel að hæstvirtur ráðherra skuldi okkur skýringu á þessari hringavitleysu í stefnu stjórnvalda,“ sagði Björn Leví. Sigurður Ingi snéri vörn í sókn í andsvari sínu. „Ég gæti spurt háttvirtan þingmann á móti: Hvaða hringlandaháttur er það í meirihluta sveitarstjórnarinnar hér í Reykjavíkurhreppi, sem að háttvirtur þingmaður er í sama flokki og það fólk, að vera tilbúið að fara hér í miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, gera samkomulag við ríkið, meðal annars um að fá tæki til að stýra umferð, til að minnka umferð, sem eru tillögur borgarfulltrúanna en ekki ríkisins,“ sagði Sigurður Ingi.Segir gjaldtöku að ósk borgarfulltrúa „Síðan komi hér háttvirtur þingmaður upp og spyrji hvaða hringlandaháttur sé í gangi. Við erum einfaldlega hér að vinna að risastóru verkefni,“ bætti Sigurður Ingi við. Sjálfur hafi hann ekki skipt um skoðun varðandi gjaldtöku. „Það stóð ekkert í stjórnarsáttmálanum um vegtolla sem að ætti að byggja allar samgöngur á og ég er ekki að leggja slíkt fram.“ Hann hafi hins vegar lagt til að gjaldtaka verði í tengslum við sex verkefni til að flýta framkvæmdum. „Ég er í samkomulagi, og ég bakka það upp, í samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að fara inn í og leysa stórkostlegan vanda sem hér er, meðal annars með því að taka gjald vegna þess að það er þeirra ósk, þar á meðal væntanlega flokkur háttvirts þingmanns, þannig að þegar hann kemur hér upp og talar um hringlandahátt þá verð ég bara að senda þá spurningu til baka,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Samgöngur Vegtollar Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira