Þá gerði utanríkisráðherra grein fyrir skýrslu Alþjóðabankans um lagalega stöðu kvenna í tengslum við atvinnuþátttöku (Women, Business and the Law 2019). Þá var m.a. fjallað um jafnlaunavottun og fleira sem framundan er á vettvangi jafnréttismála.
Fundinn sátu, auk forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra.
Fjölmargar konur um allt land lögðu niður vinnu klukkan 14:55 á kvennafrídeginum í fyrra og fylktu liði á samstöðufundi á Árnarhóli undir kjörorðunum: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Kvennafrídagurinn hefur verið haldinn síðan árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna.
Að neðan má sjá ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, á Arnarhóli fyrir ári.