Viljum við spilla meiru? Tryggvi Felixson skrifar 24. október 2019 07:00 Í anddyri Norræna hússins má nú sjá sýningu á fjölmörgum ljósmyndum af náttúruperlum sem þegar hafa verið eyðilagðar eða eru í bráðri hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Er næsta víst að margir eiga erfitt með að trúa eigin augum, þegar þeir sjá þau svæði sem eru nú í hættu. Viljum við virkilega spilla þeim? Þeim má enn bjarga. En þá þarf að stöðva þau öfl og sérhagsmuni sem vilja halda áfram á virkjunarbraut. Sýningin heitir „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Tilefnið er 50 ára afmæli Landverndar en sýningin er haldin í samstarfi við Ólaf Sveinsson kvikmyndagerðarmann, sem jafnframt er sýningarstjóri, og stóran hóp ljósmyndara. Í Landvernd eru í dag yfir 6.000 félagar og um 40 aðildarfélög. Það er traust undirstaða sem byggt verður á til að efla náttúru- og umhverfisvernd á næstu árum. Ekki veitir af. Auk ljósmynda er stór snertiskjár í anddyri Norræna hússins með Náttúrukorti Framtíðarlandsins sem veitir yfirsýn yfir þau svæði á Íslandi þar sem virkjanir hafa verið byggðar, fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða nýta á annan hátt ásamt ítarlegum upplýsingum. Á stóru tjaldi í ráðstefnu-, tónleika- og bíósal Norræna hússins eru sýndar fjórar stuttar kvikmyndir, þrjár eftir Ólaf Sveinsson sem hann gerði sérstaklega fyrir sýninguna og eru tengdar baráttunni gegn Kárahnjúkavirkjun, þar af ein um Ómar Ragnarsson. Sú fjórða fjallar um fyrirhugaða Hvalárvirkjun á Ströndum. Í barnabókasafni í kjallara Norræna hússins þar sem gengið er í gegnum bókasafnið sjálft hefur verið hengdur upp fjöldi mynda af dýrum sem lifa villt í náttúru Íslands. Myndirnar eru heillandi og höfða ekkert síður til fullorðinna en barna og verða vonandi til að opna augu fleiri fyrir þeirri fegurð sem býr í fánu landsins og horfa á náttúruna, jafnt lifandi sem dauða, sem eina heild. Átökin um nýtingu auðlinda Íslands hafa staðið í áratugi og virðast engan enda ætla að taka. Mikil verðmæti hafa glatast vegna virkjana og ef við spornum ekki við glatast enn meira. Verðmætur náttúruarfur komandi kynslóða er í hættu. Framleiðsla rafmagns er nú þegar fimmfalt meiri en þarf til að mæta almennri eftirspurn. Þrátt fyrir það renna út sífellt fleiri rannsóknarleyfi fyrir virkjanir stórar sem smáar. Á sama tíma virðist sem þær stofnanir sem eiga að fylgja eftir lögum um vernd náttúru og víðerna vanti úrræði til að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á náttúru landsins. Stjórnvöld eru eins og þríhöfða þurs; einn segist leggja áherslu á náttúruvernd, annar vill efla ferðaþjónustu sem byggir tilveru sína á náttúruarfi þjóðarinnar en sá þriðji veitir orkufrekum, mengandi fyrirtækjum rausnarlega fyrirgreiðslu. Sýningin stendur til 17. nóvember er opin alla daga frá kl. 10.00 til 17.00.Höfundur er formaður Landverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tryggvi Felixson Umhverfismál Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í anddyri Norræna hússins má nú sjá sýningu á fjölmörgum ljósmyndum af náttúruperlum sem þegar hafa verið eyðilagðar eða eru í bráðri hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Er næsta víst að margir eiga erfitt með að trúa eigin augum, þegar þeir sjá þau svæði sem eru nú í hættu. Viljum við virkilega spilla þeim? Þeim má enn bjarga. En þá þarf að stöðva þau öfl og sérhagsmuni sem vilja halda áfram á virkjunarbraut. Sýningin heitir „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Tilefnið er 50 ára afmæli Landverndar en sýningin er haldin í samstarfi við Ólaf Sveinsson kvikmyndagerðarmann, sem jafnframt er sýningarstjóri, og stóran hóp ljósmyndara. Í Landvernd eru í dag yfir 6.000 félagar og um 40 aðildarfélög. Það er traust undirstaða sem byggt verður á til að efla náttúru- og umhverfisvernd á næstu árum. Ekki veitir af. Auk ljósmynda er stór snertiskjár í anddyri Norræna hússins með Náttúrukorti Framtíðarlandsins sem veitir yfirsýn yfir þau svæði á Íslandi þar sem virkjanir hafa verið byggðar, fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða nýta á annan hátt ásamt ítarlegum upplýsingum. Á stóru tjaldi í ráðstefnu-, tónleika- og bíósal Norræna hússins eru sýndar fjórar stuttar kvikmyndir, þrjár eftir Ólaf Sveinsson sem hann gerði sérstaklega fyrir sýninguna og eru tengdar baráttunni gegn Kárahnjúkavirkjun, þar af ein um Ómar Ragnarsson. Sú fjórða fjallar um fyrirhugaða Hvalárvirkjun á Ströndum. Í barnabókasafni í kjallara Norræna hússins þar sem gengið er í gegnum bókasafnið sjálft hefur verið hengdur upp fjöldi mynda af dýrum sem lifa villt í náttúru Íslands. Myndirnar eru heillandi og höfða ekkert síður til fullorðinna en barna og verða vonandi til að opna augu fleiri fyrir þeirri fegurð sem býr í fánu landsins og horfa á náttúruna, jafnt lifandi sem dauða, sem eina heild. Átökin um nýtingu auðlinda Íslands hafa staðið í áratugi og virðast engan enda ætla að taka. Mikil verðmæti hafa glatast vegna virkjana og ef við spornum ekki við glatast enn meira. Verðmætur náttúruarfur komandi kynslóða er í hættu. Framleiðsla rafmagns er nú þegar fimmfalt meiri en þarf til að mæta almennri eftirspurn. Þrátt fyrir það renna út sífellt fleiri rannsóknarleyfi fyrir virkjanir stórar sem smáar. Á sama tíma virðist sem þær stofnanir sem eiga að fylgja eftir lögum um vernd náttúru og víðerna vanti úrræði til að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á náttúru landsins. Stjórnvöld eru eins og þríhöfða þurs; einn segist leggja áherslu á náttúruvernd, annar vill efla ferðaþjónustu sem byggir tilveru sína á náttúruarfi þjóðarinnar en sá þriðji veitir orkufrekum, mengandi fyrirtækjum rausnarlega fyrirgreiðslu. Sýningin stendur til 17. nóvember er opin alla daga frá kl. 10.00 til 17.00.Höfundur er formaður Landverndar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun