Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2019 21:17 Ringulreið skapaðist í þinghúsinu. AP/Patrick Semasky Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. Laura Cooper, háttsettur embættismaður sem sérhæfir sig í málefnum Úkraíunu í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, átti að bera vitni á lokuðum fundi þriggja nefnda í fulltrúadeildinni sem rannsaka hvort að Donald Trump hafi framið embættisbrot í tengslum við samskipti hans og forseta Úkraínu. Nánir samverkamenn Trump á þingi brutu sér leið inn í herbergi þar sem Cooper átti að bera vitni. Fresta þurfi yfirheyrslunum en Repúblikanarnir tístu um aðgerðir sínar, er þær áttu sér stað.Í frétt Guardian segir að nefndarmenn Demókrata hafi ekki verið par sáttir við þetta athæfi þingmannanna og að þó nokkur læti hafi skapast er Demókratar og Repúblikanar tókust á. Þingmennirnir sem stóðu að þessum aðgerðum sitja ekki í þeim þremur nefndum sem standa nú að rannsókn á embættisfærslum Trump og höfðu þeir því ekki heimild til þess að sitja yfirheyrsluna. Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og Hvíta hússins hafa borið vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar síðustu vikur. Þeir hafa lýst því hvernig Trump fól Rudy Giuliani í reynd að stýra skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem virðist hafa verið miðuð að því að tryggja pólitíska hagsmuni Trump sjálfs frekar en sameiginlega öryggishagsmuni Úkraínu og Bandaríkjanna. William Taylor, hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, er sagður hafa greint þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump frá því í gær að forsetinn hafi stöðvað hernaðaraðstoðin og neitað að veita Zelenskíj fund sem úkraínski forsetinn sóttist eftir nema hann féllist á að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. Laura Cooper, háttsettur embættismaður sem sérhæfir sig í málefnum Úkraíunu í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, átti að bera vitni á lokuðum fundi þriggja nefnda í fulltrúadeildinni sem rannsaka hvort að Donald Trump hafi framið embættisbrot í tengslum við samskipti hans og forseta Úkraínu. Nánir samverkamenn Trump á þingi brutu sér leið inn í herbergi þar sem Cooper átti að bera vitni. Fresta þurfi yfirheyrslunum en Repúblikanarnir tístu um aðgerðir sínar, er þær áttu sér stað.Í frétt Guardian segir að nefndarmenn Demókrata hafi ekki verið par sáttir við þetta athæfi þingmannanna og að þó nokkur læti hafi skapast er Demókratar og Repúblikanar tókust á. Þingmennirnir sem stóðu að þessum aðgerðum sitja ekki í þeim þremur nefndum sem standa nú að rannsókn á embættisfærslum Trump og höfðu þeir því ekki heimild til þess að sitja yfirheyrsluna. Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og Hvíta hússins hafa borið vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar síðustu vikur. Þeir hafa lýst því hvernig Trump fól Rudy Giuliani í reynd að stýra skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem virðist hafa verið miðuð að því að tryggja pólitíska hagsmuni Trump sjálfs frekar en sameiginlega öryggishagsmuni Úkraínu og Bandaríkjanna. William Taylor, hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, er sagður hafa greint þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump frá því í gær að forsetinn hafi stöðvað hernaðaraðstoðin og neitað að veita Zelenskíj fund sem úkraínski forsetinn sóttist eftir nema hann féllist á að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37
Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47