Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. október 2019 18:45 Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. Í bæði Kobani og Manbij í Sýrlandi má nú finna hópa rússneskra hermanna og hafa leiðtogar þeirra átt fundi með yfirmönnum úr sýrlenska stjórnarhernum í dag. Þetta er vegna samkomulag sem forsetar Tyrklands og Rússlands gerðu í rússnesku borginni Sotsjí í gær um að hersveitir Kúrda, sem innrás Tyrkja beinist gegn, fengju 150 klukkustundir til þess að hörfa þrjátíu kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Kílómetrana þrjátíu segjast Tyrkir ætla að nýta til þess að hýsa sýrlenska flóttamenn. Hersveitir Kúrda hafa ekki svarað kröfum Tyrkja og Rússa. Upplýsingafulltrúi Rússlandsstjórnar sagði að hörfi Kúrdar ekki myndi herlið bæði Rússa og Sýrlandsstjórnar hörfa og ekki standa í vegi fyrir frekari árásum Tyrkja. Kúrdar mótmæltu samkomulaginu í Qamishli í dag. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir of snemmt að leggja mat á samkomulagið. „Ég held að atburðir undanfarinna daga hafi verið jákvæðir því þeir sýna að mögulegt er að nálgast málið á pólitískum vettvangi og finna pólitíska lausn. Fyrsta skilyrðið fyrir því er að stöðva ofbeldið, að stöðva átökin, og við höfum séð það minnka.“ Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Tyrkland Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. Í bæði Kobani og Manbij í Sýrlandi má nú finna hópa rússneskra hermanna og hafa leiðtogar þeirra átt fundi með yfirmönnum úr sýrlenska stjórnarhernum í dag. Þetta er vegna samkomulag sem forsetar Tyrklands og Rússlands gerðu í rússnesku borginni Sotsjí í gær um að hersveitir Kúrda, sem innrás Tyrkja beinist gegn, fengju 150 klukkustundir til þess að hörfa þrjátíu kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Kílómetrana þrjátíu segjast Tyrkir ætla að nýta til þess að hýsa sýrlenska flóttamenn. Hersveitir Kúrda hafa ekki svarað kröfum Tyrkja og Rússa. Upplýsingafulltrúi Rússlandsstjórnar sagði að hörfi Kúrdar ekki myndi herlið bæði Rússa og Sýrlandsstjórnar hörfa og ekki standa í vegi fyrir frekari árásum Tyrkja. Kúrdar mótmæltu samkomulaginu í Qamishli í dag. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir of snemmt að leggja mat á samkomulagið. „Ég held að atburðir undanfarinna daga hafi verið jákvæðir því þeir sýna að mögulegt er að nálgast málið á pólitískum vettvangi og finna pólitíska lausn. Fyrsta skilyrðið fyrir því er að stöðva ofbeldið, að stöðva átökin, og við höfum séð það minnka.“
Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Tyrkland Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira