Líffæragjöfin var ljósið í fráfalli sonar míns Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2019 20:00 Steinunn Rósa Einarsdóttir missti son sinn í bílslysi árið 2014. Áður hafði hann sagt að ef eitthvað kæmi fyrir vildi hann gefa líffæri sín. Vísir/Egill Hátt í þrjátíu manns fá ígrædd líffæri hér á landi á ári hverju að sögn yfirlæknis á Landspítalanum. Móðir líffæragjafa segist hafa fundið einhvern tilgang með fráfalli sonar síns, eftir að fimm manns fengu líffæri úr honum. Skarphéðinn Andri Kristjánsson lét foreldra sína snemma vita að ef eitthvað kæmi fyrir þá myndu hann vilja að aðrir nytu líffæra hans. Hann var aðeins átján ára þegar hann lést ásamt kærustu sinn eftir bílslys árið 2014. Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir hans segist vera þakklát í dag fyrir þessa ákvörðun sonar síns en fimm manns fengu líffæri Skarphéðins. „Þetta var bara ljósið í þessu öllu saman. Vonin og eitthvað sem ég gat haldið í. Þarna var kannski kominn einhver tilgangur og það kom eitthvað gott út úr þessu,“ segir Steinunn.Runólfur Pálsson yfirlæknir á Lyflækningadeild Landspítalans segir mikilvægt að fræða fólk um mikilvægi líffæragjafa,Frá og með síðustu áramótum urðu allir Íslendingar sjálfkrafa líffæragjafar hér á landi. Þeir sem eru andvígir því þurfa sérstaklega að skrá það á Heilsuveru. Runólfur Pálsson yfirlæknir á lyflækningasviði Landspítalans segir að mikill árangur hafi náðst í heilbrigðiskerfinu í þessum málum á síðustu árum. „Við þurfum á öllu þessu starfi í heilbrigðisþjónustunni að halda til að viðhalda þessum árangri og svo þurfum við að fræða allt samfélagið því það er fólk hér í landinu sem gefur af sér líffærin. Það eru svona 25 til þrjátíu manns sem njóta góðs af þessum líffæragjöfum og flestir eru að fá ígrætt nýra,“ segir hann.Jóhannes Kristjánsson segist stálsleginn eftir að hafa fengið nýtt hjarta fyrir 10 árum.Egill AðalsteinssonJóhannes Kristjánsson segir að líf sitt hafi breyst gríðarlega þegar hann fékk nýtt hjarta fyrir tíu árum. „Læknirinn sagði við mig þegar ég fékk hjartað að það væri svo ungt að ég myndi yngjast um 19 ár og ég held að það sé bara rétt hjá honum. Gamanlaust ég get farið allt sem ég vil, þetta er bara dæla sem gengur eins og hitt. Þess vegna pirrar mig stundum þegar menn spyrja mig, ertu bara úti, hvað ertu eiginlega að gera úti?,“ segir Jóhannes. Heilbrigðismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Hátt í þrjátíu manns fá ígrædd líffæri hér á landi á ári hverju að sögn yfirlæknis á Landspítalanum. Móðir líffæragjafa segist hafa fundið einhvern tilgang með fráfalli sonar síns, eftir að fimm manns fengu líffæri úr honum. Skarphéðinn Andri Kristjánsson lét foreldra sína snemma vita að ef eitthvað kæmi fyrir þá myndu hann vilja að aðrir nytu líffæra hans. Hann var aðeins átján ára þegar hann lést ásamt kærustu sinn eftir bílslys árið 2014. Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir hans segist vera þakklát í dag fyrir þessa ákvörðun sonar síns en fimm manns fengu líffæri Skarphéðins. „Þetta var bara ljósið í þessu öllu saman. Vonin og eitthvað sem ég gat haldið í. Þarna var kannski kominn einhver tilgangur og það kom eitthvað gott út úr þessu,“ segir Steinunn.Runólfur Pálsson yfirlæknir á Lyflækningadeild Landspítalans segir mikilvægt að fræða fólk um mikilvægi líffæragjafa,Frá og með síðustu áramótum urðu allir Íslendingar sjálfkrafa líffæragjafar hér á landi. Þeir sem eru andvígir því þurfa sérstaklega að skrá það á Heilsuveru. Runólfur Pálsson yfirlæknir á lyflækningasviði Landspítalans segir að mikill árangur hafi náðst í heilbrigðiskerfinu í þessum málum á síðustu árum. „Við þurfum á öllu þessu starfi í heilbrigðisþjónustunni að halda til að viðhalda þessum árangri og svo þurfum við að fræða allt samfélagið því það er fólk hér í landinu sem gefur af sér líffærin. Það eru svona 25 til þrjátíu manns sem njóta góðs af þessum líffæragjöfum og flestir eru að fá ígrætt nýra,“ segir hann.Jóhannes Kristjánsson segist stálsleginn eftir að hafa fengið nýtt hjarta fyrir 10 árum.Egill AðalsteinssonJóhannes Kristjánsson segir að líf sitt hafi breyst gríðarlega þegar hann fékk nýtt hjarta fyrir tíu árum. „Læknirinn sagði við mig þegar ég fékk hjartað að það væri svo ungt að ég myndi yngjast um 19 ár og ég held að það sé bara rétt hjá honum. Gamanlaust ég get farið allt sem ég vil, þetta er bara dæla sem gengur eins og hitt. Þess vegna pirrar mig stundum þegar menn spyrja mig, ertu bara úti, hvað ertu eiginlega að gera úti?,“ segir Jóhannes.
Heilbrigðismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda