Þorsteinn og Þorsteinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 23. október 2019 07:14 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, skrifar grein í Fréttablaðið í gær, 22. október, þar sem hefðbundnir frjálshyggjuvindar blása hressilega um röksemdafærsluna. Þorsteinn kvartar yfir sköttum og vitnar í elstu klisju þeirrar umræðu; orð Benjamíns Franklín um að ekkert sé öruggt í lífinu nema dauðinn og skattar. Sjálfur tel ég ýmislegt annað öruggt í lífinu, en er ánægður með að Franklín hafi rækilega fest í sessi mikilvægi skattheimtu til að standa straum af samneyslunni. Ekkert er öruggt í lífinu nema dauðinn og sú staðreynd að samfélög taka höndum saman um rekstur velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfis, vegakerfis og ýmislegs fleira, er kannski ekki eins sexí í augum frjálshyggjufólks og útlegging Þorsteins á orðum Franklín. Hitt sem Þorsteinn kvartar yfir eru óhófleg ríkisútgjöld. Hann talar um „taumlausa útgjaldaþenslu“, grípur til þekktra frasa um að „ríkisbáknið“ sé að þenjast út og segir: „Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum.“ Við fyrsta yfirlestur á greininni hélt ég reyndar að í greininni væri verið að kvarta yfir því að útgjöld hefðu ekki vaxið nægjanlega. Sá misskilningur skýrist af því að ég hlustaði á Þorstein Víglundsson í umræðum á Alþingi 13. september, þar sem hann kvartaði yfir ónógri útgjaldaaukningu. Þetta sagði Þorsteinn þá: „Það er það sem ég held, þegar við horfum um öxl, eftir þetta hagvaxtarskeið sem nú er að líða undir lok, að við ættum að syrgja hvað mest hvað við höfum leyft innviðunum að drabbast niður, hvað við höfum engan veginn haldið fjárfestingarstigi nægilega háu. Matið er núna að 350-400 milljarða vanti í innviðafjárfestingar um allt land í vegakerfi, viðhaldi á opinberum byggingum og svo mætti áfram telja. Við náum ekki enn í skottið á okkur þar og þar verðum við að gera betur.“ Hraði og síbreytileiki einkennir nútímann að mörgu leyti. Dægurmálin koma og fara og athyglin dreifist víða. Ein afleiðing þessa er að við munum síður það sem sagt hefur verið áður. Þorsteinn virðist þannig hafa gleymt því hvað hann sagði á þingi fyrir rúmum mánuði síðan. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvað honum finnst eftir mánuð; er hann þá sammála sjálfum sér í september um að það þyrfti að auka útgjöld, eða sammála sjálfum sér í október um að það þurfi að draga úr þeim?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, skrifar grein í Fréttablaðið í gær, 22. október, þar sem hefðbundnir frjálshyggjuvindar blása hressilega um röksemdafærsluna. Þorsteinn kvartar yfir sköttum og vitnar í elstu klisju þeirrar umræðu; orð Benjamíns Franklín um að ekkert sé öruggt í lífinu nema dauðinn og skattar. Sjálfur tel ég ýmislegt annað öruggt í lífinu, en er ánægður með að Franklín hafi rækilega fest í sessi mikilvægi skattheimtu til að standa straum af samneyslunni. Ekkert er öruggt í lífinu nema dauðinn og sú staðreynd að samfélög taka höndum saman um rekstur velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfis, vegakerfis og ýmislegs fleira, er kannski ekki eins sexí í augum frjálshyggjufólks og útlegging Þorsteins á orðum Franklín. Hitt sem Þorsteinn kvartar yfir eru óhófleg ríkisútgjöld. Hann talar um „taumlausa útgjaldaþenslu“, grípur til þekktra frasa um að „ríkisbáknið“ sé að þenjast út og segir: „Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum.“ Við fyrsta yfirlestur á greininni hélt ég reyndar að í greininni væri verið að kvarta yfir því að útgjöld hefðu ekki vaxið nægjanlega. Sá misskilningur skýrist af því að ég hlustaði á Þorstein Víglundsson í umræðum á Alþingi 13. september, þar sem hann kvartaði yfir ónógri útgjaldaaukningu. Þetta sagði Þorsteinn þá: „Það er það sem ég held, þegar við horfum um öxl, eftir þetta hagvaxtarskeið sem nú er að líða undir lok, að við ættum að syrgja hvað mest hvað við höfum leyft innviðunum að drabbast niður, hvað við höfum engan veginn haldið fjárfestingarstigi nægilega háu. Matið er núna að 350-400 milljarða vanti í innviðafjárfestingar um allt land í vegakerfi, viðhaldi á opinberum byggingum og svo mætti áfram telja. Við náum ekki enn í skottið á okkur þar og þar verðum við að gera betur.“ Hraði og síbreytileiki einkennir nútímann að mörgu leyti. Dægurmálin koma og fara og athyglin dreifist víða. Ein afleiðing þessa er að við munum síður það sem sagt hefur verið áður. Þorsteinn virðist þannig hafa gleymt því hvað hann sagði á þingi fyrir rúmum mánuði síðan. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvað honum finnst eftir mánuð; er hann þá sammála sjálfum sér í september um að það þyrfti að auka útgjöld, eða sammála sjálfum sér í október um að það þurfi að draga úr þeim?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun