Þorsteinn og Þorsteinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 23. október 2019 07:14 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, skrifar grein í Fréttablaðið í gær, 22. október, þar sem hefðbundnir frjálshyggjuvindar blása hressilega um röksemdafærsluna. Þorsteinn kvartar yfir sköttum og vitnar í elstu klisju þeirrar umræðu; orð Benjamíns Franklín um að ekkert sé öruggt í lífinu nema dauðinn og skattar. Sjálfur tel ég ýmislegt annað öruggt í lífinu, en er ánægður með að Franklín hafi rækilega fest í sessi mikilvægi skattheimtu til að standa straum af samneyslunni. Ekkert er öruggt í lífinu nema dauðinn og sú staðreynd að samfélög taka höndum saman um rekstur velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfis, vegakerfis og ýmislegs fleira, er kannski ekki eins sexí í augum frjálshyggjufólks og útlegging Þorsteins á orðum Franklín. Hitt sem Þorsteinn kvartar yfir eru óhófleg ríkisútgjöld. Hann talar um „taumlausa útgjaldaþenslu“, grípur til þekktra frasa um að „ríkisbáknið“ sé að þenjast út og segir: „Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum.“ Við fyrsta yfirlestur á greininni hélt ég reyndar að í greininni væri verið að kvarta yfir því að útgjöld hefðu ekki vaxið nægjanlega. Sá misskilningur skýrist af því að ég hlustaði á Þorstein Víglundsson í umræðum á Alþingi 13. september, þar sem hann kvartaði yfir ónógri útgjaldaaukningu. Þetta sagði Þorsteinn þá: „Það er það sem ég held, þegar við horfum um öxl, eftir þetta hagvaxtarskeið sem nú er að líða undir lok, að við ættum að syrgja hvað mest hvað við höfum leyft innviðunum að drabbast niður, hvað við höfum engan veginn haldið fjárfestingarstigi nægilega háu. Matið er núna að 350-400 milljarða vanti í innviðafjárfestingar um allt land í vegakerfi, viðhaldi á opinberum byggingum og svo mætti áfram telja. Við náum ekki enn í skottið á okkur þar og þar verðum við að gera betur.“ Hraði og síbreytileiki einkennir nútímann að mörgu leyti. Dægurmálin koma og fara og athyglin dreifist víða. Ein afleiðing þessa er að við munum síður það sem sagt hefur verið áður. Þorsteinn virðist þannig hafa gleymt því hvað hann sagði á þingi fyrir rúmum mánuði síðan. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvað honum finnst eftir mánuð; er hann þá sammála sjálfum sér í september um að það þyrfti að auka útgjöld, eða sammála sjálfum sér í október um að það þurfi að draga úr þeim?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, skrifar grein í Fréttablaðið í gær, 22. október, þar sem hefðbundnir frjálshyggjuvindar blása hressilega um röksemdafærsluna. Þorsteinn kvartar yfir sköttum og vitnar í elstu klisju þeirrar umræðu; orð Benjamíns Franklín um að ekkert sé öruggt í lífinu nema dauðinn og skattar. Sjálfur tel ég ýmislegt annað öruggt í lífinu, en er ánægður með að Franklín hafi rækilega fest í sessi mikilvægi skattheimtu til að standa straum af samneyslunni. Ekkert er öruggt í lífinu nema dauðinn og sú staðreynd að samfélög taka höndum saman um rekstur velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfis, vegakerfis og ýmislegs fleira, er kannski ekki eins sexí í augum frjálshyggjufólks og útlegging Þorsteins á orðum Franklín. Hitt sem Þorsteinn kvartar yfir eru óhófleg ríkisútgjöld. Hann talar um „taumlausa útgjaldaþenslu“, grípur til þekktra frasa um að „ríkisbáknið“ sé að þenjast út og segir: „Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum.“ Við fyrsta yfirlestur á greininni hélt ég reyndar að í greininni væri verið að kvarta yfir því að útgjöld hefðu ekki vaxið nægjanlega. Sá misskilningur skýrist af því að ég hlustaði á Þorstein Víglundsson í umræðum á Alþingi 13. september, þar sem hann kvartaði yfir ónógri útgjaldaaukningu. Þetta sagði Þorsteinn þá: „Það er það sem ég held, þegar við horfum um öxl, eftir þetta hagvaxtarskeið sem nú er að líða undir lok, að við ættum að syrgja hvað mest hvað við höfum leyft innviðunum að drabbast niður, hvað við höfum engan veginn haldið fjárfestingarstigi nægilega háu. Matið er núna að 350-400 milljarða vanti í innviðafjárfestingar um allt land í vegakerfi, viðhaldi á opinberum byggingum og svo mætti áfram telja. Við náum ekki enn í skottið á okkur þar og þar verðum við að gera betur.“ Hraði og síbreytileiki einkennir nútímann að mörgu leyti. Dægurmálin koma og fara og athyglin dreifist víða. Ein afleiðing þessa er að við munum síður það sem sagt hefur verið áður. Þorsteinn virðist þannig hafa gleymt því hvað hann sagði á þingi fyrir rúmum mánuði síðan. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvað honum finnst eftir mánuð; er hann þá sammála sjálfum sér í september um að það þyrfti að auka útgjöld, eða sammála sjálfum sér í október um að það þurfi að draga úr þeim?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun