Menningin getur lýst upp skammdegið Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 23. október 2019 07:00 Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri, og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, handsöluðu samkomulagið í síðustu viku. „Þetta var bara eins og þeir segja stundum á Bíldudal, Bingó! Það var eins og húsið kallaði á okkur,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri Kómedíuleikhússins. Ísafjarðarbær gerði nýlega samkomulag við leikhúsið um að veita því afnot af húsnæði undir nýja Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins ásamt því að leikhúsið hlaut styrk úr sjóðnum Öll vötn til Dýrafjarðar. Við erum fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og erum staðsett hér á Þingeyri en við höfum eiginlega verið á götunni í mörg ár,“ segir Elfar Logi. „Ég hef nú bara haft leikmyndirnar heima hjá mér og þegar svefnherbergið var orðið alveg fullt ákvað ég að nú þyrfti maður kannski að fara að finna sér einhverja aðstöðu,“ bætir hann við. Elfar Logi hafði samband við Ísafjarðarbæ sem tók vel í verkefnið og úthlutaði leikhúsinu aðstöðu í húsnæði þar sem áður voru bæði bæjarskrifstofur Þingeyrar og bókasafn. „Þetta húsnæði vantaði tilgang svo þetta passaði vel. Hér hafa bara verið slökkt ljós og það er ekki það sem við viljum á landsbyggðinni. Við viljum hafa ljós og líf í húsunum okkar.“ Í húsnæðinu mun fara fram starfsemi leikhússins ásamt því að áhugamannaleikhúsið Höfrungurinn mun hafa þar aðstöðu. „Svo verðum við með ýmis námskeið og viðburði. Í nóvember verðum við til að mynda með einleikjabúðir og grímunámskeið,“ segir Elfar Logi. „Hér á Þingeyri er rosalega skemmtilegt að rota jólin á þrettándanum. Þá er álfabrenna eins og víða er en þegar henni er lokið dubba krakkarnir sig upp, ganga í hús og syngja fyrir nammi. Á grímunámskeiðið eru allir velkomnir til að gera sér grímur fyrir þrettándann,“ bætir Elfar Logi við. Spurður að því hvort starfsemi af þessum toga sé mikilvæg á landsbyggðinni segir Elfar svo vera. „Hér er bæði mikil nánd við náttúruna og mikil kyrrð og það er mjög mikilvægt en það er líka mikilvægt að hér sé menning og líf,“ segir hann. „Þegar skammdegismyrkur fellur á er það oft listin sem færir okkur birtuna að mínu mati. Listin er líka besta forvörn fyrir fólk á öllum aldri og leiklistin er góður félagsskapur. Svo skilur listin svo margt eftir sig og fær mann til að gleyma amstrinu og puðinu,“ segir Elfar Logi. „Þegar manni finnst til dæmis allt vera vonlaust og fer á leiksýningu þá er svo auðvelt að gleyma amstri dagsins og manni líður oft miklu betur í sálinni,“ segir Elfar að lokum Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Leikhús Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
„Þetta var bara eins og þeir segja stundum á Bíldudal, Bingó! Það var eins og húsið kallaði á okkur,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri Kómedíuleikhússins. Ísafjarðarbær gerði nýlega samkomulag við leikhúsið um að veita því afnot af húsnæði undir nýja Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins ásamt því að leikhúsið hlaut styrk úr sjóðnum Öll vötn til Dýrafjarðar. Við erum fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og erum staðsett hér á Þingeyri en við höfum eiginlega verið á götunni í mörg ár,“ segir Elfar Logi. „Ég hef nú bara haft leikmyndirnar heima hjá mér og þegar svefnherbergið var orðið alveg fullt ákvað ég að nú þyrfti maður kannski að fara að finna sér einhverja aðstöðu,“ bætir hann við. Elfar Logi hafði samband við Ísafjarðarbæ sem tók vel í verkefnið og úthlutaði leikhúsinu aðstöðu í húsnæði þar sem áður voru bæði bæjarskrifstofur Þingeyrar og bókasafn. „Þetta húsnæði vantaði tilgang svo þetta passaði vel. Hér hafa bara verið slökkt ljós og það er ekki það sem við viljum á landsbyggðinni. Við viljum hafa ljós og líf í húsunum okkar.“ Í húsnæðinu mun fara fram starfsemi leikhússins ásamt því að áhugamannaleikhúsið Höfrungurinn mun hafa þar aðstöðu. „Svo verðum við með ýmis námskeið og viðburði. Í nóvember verðum við til að mynda með einleikjabúðir og grímunámskeið,“ segir Elfar Logi. „Hér á Þingeyri er rosalega skemmtilegt að rota jólin á þrettándanum. Þá er álfabrenna eins og víða er en þegar henni er lokið dubba krakkarnir sig upp, ganga í hús og syngja fyrir nammi. Á grímunámskeiðið eru allir velkomnir til að gera sér grímur fyrir þrettándann,“ bætir Elfar Logi við. Spurður að því hvort starfsemi af þessum toga sé mikilvæg á landsbyggðinni segir Elfar svo vera. „Hér er bæði mikil nánd við náttúruna og mikil kyrrð og það er mjög mikilvægt en það er líka mikilvægt að hér sé menning og líf,“ segir hann. „Þegar skammdegismyrkur fellur á er það oft listin sem færir okkur birtuna að mínu mati. Listin er líka besta forvörn fyrir fólk á öllum aldri og leiklistin er góður félagsskapur. Svo skilur listin svo margt eftir sig og fær mann til að gleyma amstrinu og puðinu,“ segir Elfar Logi. „Þegar manni finnst til dæmis allt vera vonlaust og fer á leiksýningu þá er svo auðvelt að gleyma amstri dagsins og manni líður oft miklu betur í sálinni,“ segir Elfar að lokum
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Leikhús Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira