Stærsta ógnin Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 23. október 2019 07:00 Mikið væri það nú þægilegt ef hægt væri að verðleggja vöru og þjónustu, nákvæmlega eins og framleiðandanum hentaði. Ef ekkert væri til sem héti samband verðs og gæða, verðteygni eftirspurnar og hvað þá samkeppni við aðra framleiðendur. Draumland framleiðenda en kannski martröð neytenda? Það mætti stundum halda af máli fólks og framgöngu að Ísland sem ferðamannaland sé í nákvæmlega þessari draumastöðu. Það skipti hreinlega engu máli hvernig rekstrarumhverfi ferðaþjónustu sé, það sé bara hægt að hækka verð endalaust. Það sé jafnvel æskilegt, því þá komi bara efnaðir gestir til Íslands, en ekki einhver bakpokalýður sem skilur ekkert eftir sig. Þeim sé hvort sem er alveg sama hvað hlutirnir kosta. Ísland er svo einstakt og frábært. Fátt er hins vegar jafn fjarri lagi og varasamt að ganga út frá því að neytendur, í þessu tilfelli erlendir ferðamenn, séu fífl. Staðreyndin er nefnilega sú, að þó svo að Ísland sé vissulega frábær áfangastaður, þá á hann í samkeppni við fjölda annarra frábærra áfangastaða um hylli ferðamanna. Samkeppnishæfni áfangastaða ferðamanna er samsett af mörgum þáttum, sem eru vegnir og metnir innbyrðis. Í glænýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni áfangastaða, sem nær til 140 landa, og þar sem stuðst er við samkeppnisvísitölu The Travel & Tourism Competitiveness, lendir Ísland í 30. sæti af 140 þjóðum. Ísland hefur lækkað um 12 sæti á þessum lista frá árinu 2015 og er mun neðar en helstu keppinautar. Þegar litið er til einstakra þátta, þá er Ísland reyndar að skora mjög hátt í mörgum ráðandi þáttum, svo sem friði, öryggi, vatnsgæðum, jarðvarma og mannauði. Á hinn bóginn er samkeppnisstaðan afleit þegar kemur að verðlagi. Á þann mælikvarða er Ísland í 138. sæti af 140 þjóðum. Í topp þremur, yfir dýrustu ferðamannalönd í heimi. Hvað er það sem gerir samkeppnisumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu eins slæmt og raun ber vitni? Getum við breytt stöðunni?Hár launakostnaður: Launakostnaður á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum og tugum prósenta hærri í erlendri mynt, en í flestum okkar samkeppnislöndum.Launatengd gjöld: Þessi kostnaðarþáttur gleymist oft í umræðunni, en er töluvert hærri hér en víðast hvar annars staðar. Hér skal sérstaklega nefnt tryggingargjaldið, sem er öllum atvinnurekendum þyrnir í augum.Grænir skattar: Fara hækkandi og þykir ekki við hæfi að gagnrýna það – en það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að stjórnvöld birti bókhald yfir ráðstöfun þeirra.Almenn skattbyrði er hlutfallslega há á Íslandi. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna há fasteignagjöld, sem hafa hækkað um 35% frá árinu 2012, án þess að aukin þjónusta við fyrirtæki hafi komið á móti. Svört og ólögleg starfsemi er enn allt of útbreidd og skekkir innbyrðis samkeppnisstöðuna verulega.Fíllinn í stofunni er samt gengi íslensku krónunnar. Það er sorglegt en því miður satt að tiltölulega litlar sveiflur í gengi krónu gagnvart helstu viðskiptamyntum, geta skilið á milli feigs og ófeigs í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Því miður er það svo að krónan er enn of sterk til að ferðaþjónustan geti dafnað á sjálfbæran hátt, miðað við það erfiða rekstrarumhverfi sem hún hrærist í. Það er beint samhengi á milli gengisvísitölu og eftirspurnar eftir íslenskri ferðaþjónustu og það eru bein tengsl á milli gengisvísitölu og afkomu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. OECD telur í nýlegri úttekt að samdráttur í ferðaþjónustu sé stærsta ógnin í þjóðarbúskapnum um þessar mundir. Því hlýtur það nú að vera mikilvægasta verkefni stjórnvalda að stuðla að bættu samkeppnisumhverfi greinarinnar. Það er hægt með því að draga úr skattbyrði og stuðla að því að hagstjórnin og stjórn efnahagsmála í landinu taki meira mið af hagsmunum stærstu útflutningsgreinar landsins. Og þar með möguleikum hennar til að skapa enn meiri verðmæti fyrir samfélagið allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Skattar og tollar Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið væri það nú þægilegt ef hægt væri að verðleggja vöru og þjónustu, nákvæmlega eins og framleiðandanum hentaði. Ef ekkert væri til sem héti samband verðs og gæða, verðteygni eftirspurnar og hvað þá samkeppni við aðra framleiðendur. Draumland framleiðenda en kannski martröð neytenda? Það mætti stundum halda af máli fólks og framgöngu að Ísland sem ferðamannaland sé í nákvæmlega þessari draumastöðu. Það skipti hreinlega engu máli hvernig rekstrarumhverfi ferðaþjónustu sé, það sé bara hægt að hækka verð endalaust. Það sé jafnvel æskilegt, því þá komi bara efnaðir gestir til Íslands, en ekki einhver bakpokalýður sem skilur ekkert eftir sig. Þeim sé hvort sem er alveg sama hvað hlutirnir kosta. Ísland er svo einstakt og frábært. Fátt er hins vegar jafn fjarri lagi og varasamt að ganga út frá því að neytendur, í þessu tilfelli erlendir ferðamenn, séu fífl. Staðreyndin er nefnilega sú, að þó svo að Ísland sé vissulega frábær áfangastaður, þá á hann í samkeppni við fjölda annarra frábærra áfangastaða um hylli ferðamanna. Samkeppnishæfni áfangastaða ferðamanna er samsett af mörgum þáttum, sem eru vegnir og metnir innbyrðis. Í glænýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni áfangastaða, sem nær til 140 landa, og þar sem stuðst er við samkeppnisvísitölu The Travel & Tourism Competitiveness, lendir Ísland í 30. sæti af 140 þjóðum. Ísland hefur lækkað um 12 sæti á þessum lista frá árinu 2015 og er mun neðar en helstu keppinautar. Þegar litið er til einstakra þátta, þá er Ísland reyndar að skora mjög hátt í mörgum ráðandi þáttum, svo sem friði, öryggi, vatnsgæðum, jarðvarma og mannauði. Á hinn bóginn er samkeppnisstaðan afleit þegar kemur að verðlagi. Á þann mælikvarða er Ísland í 138. sæti af 140 þjóðum. Í topp þremur, yfir dýrustu ferðamannalönd í heimi. Hvað er það sem gerir samkeppnisumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu eins slæmt og raun ber vitni? Getum við breytt stöðunni?Hár launakostnaður: Launakostnaður á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum og tugum prósenta hærri í erlendri mynt, en í flestum okkar samkeppnislöndum.Launatengd gjöld: Þessi kostnaðarþáttur gleymist oft í umræðunni, en er töluvert hærri hér en víðast hvar annars staðar. Hér skal sérstaklega nefnt tryggingargjaldið, sem er öllum atvinnurekendum þyrnir í augum.Grænir skattar: Fara hækkandi og þykir ekki við hæfi að gagnrýna það – en það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að stjórnvöld birti bókhald yfir ráðstöfun þeirra.Almenn skattbyrði er hlutfallslega há á Íslandi. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna há fasteignagjöld, sem hafa hækkað um 35% frá árinu 2012, án þess að aukin þjónusta við fyrirtæki hafi komið á móti. Svört og ólögleg starfsemi er enn allt of útbreidd og skekkir innbyrðis samkeppnisstöðuna verulega.Fíllinn í stofunni er samt gengi íslensku krónunnar. Það er sorglegt en því miður satt að tiltölulega litlar sveiflur í gengi krónu gagnvart helstu viðskiptamyntum, geta skilið á milli feigs og ófeigs í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Því miður er það svo að krónan er enn of sterk til að ferðaþjónustan geti dafnað á sjálfbæran hátt, miðað við það erfiða rekstrarumhverfi sem hún hrærist í. Það er beint samhengi á milli gengisvísitölu og eftirspurnar eftir íslenskri ferðaþjónustu og það eru bein tengsl á milli gengisvísitölu og afkomu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. OECD telur í nýlegri úttekt að samdráttur í ferðaþjónustu sé stærsta ógnin í þjóðarbúskapnum um þessar mundir. Því hlýtur það nú að vera mikilvægasta verkefni stjórnvalda að stuðla að bættu samkeppnisumhverfi greinarinnar. Það er hægt með því að draga úr skattbyrði og stuðla að því að hagstjórnin og stjórn efnahagsmála í landinu taki meira mið af hagsmunum stærstu útflutningsgreinar landsins. Og þar með möguleikum hennar til að skapa enn meiri verðmæti fyrir samfélagið allt.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar