Helmingi færri konur stofnuðu fyrirtæki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. október 2019 07:00 Skýrslan verður kynnt á fundi Íslandsbanka um frumkvöðla og nýsköpun í dag. fbl/ernir Helmingi færri konur en karlar hafa stofnað nýtt fyrirtæki á síðustu 15 árum en hlutdeild kvenna í stofnun fyrirtækja hefur þó vaxið töluvert á tímabilinu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Reykjavík Economics sem var unnin fyrir Íslandsbanka en hún verður kynnt í dag á fundi sem bankinn stendur fyrir. „Hlutdeild kvenna kemur á óvart, sérstaklega í ljósi þess að ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum. Það er fagnaðarefni að hlutdeild kvenna sé að vaxa en það má gera enn betur. Stjórnvöld kynntu á dögunum nýsköpunarstefnu sína og má því velta fyrir sér hvort tilefni sé til þess að rannsaka frekar hvaða ástæður geti legið að baki og skoða hvernig fjölga megi konum í sjálfstæðum atvinnurekstri,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur Reykjavík Econonimcs, sem tók saman ýmsar tölur sem varpa ljósi á stöðu og þróun nýsköpunar á Íslandi. Á árunum 2005 til 2019 voru stofnuð 79.022 fyrirtæki á Íslandi. Þar af stofnuðu konur 24.775 fyrirtæki, eða tæplega þriðjung af heildarfjöldanum. Hlutdeild kvenna í stofnun fyrirtækja nam aðeins 24 prósentum á árinu 2005. Á næstu árum óx hún hratt og náði hápunkti í um 35 prósentum árið 2014. Á árunum 2015 til 2017 fór hlutdeildin niður í 32 prósent en tók síðan aftur við sér og nemur hún tæplega 35 prósentum það sem af er árinu 2019. Í skýrslunni er líftími fyrirtækja eftir stofnári tekinn saman. Tæplega þriðjungur af þeim fyrirtækjum sem voru stofnuð árið 2005 hafaorðið gjaldþrota fram til ársins 2019 en eðli málsins samkvæmt lækkar hlutfallið eftir því sem nær dregur árinu 2019. Frá árinu 2009 hefur rúmlega fimmtungur þeirra fyrirtækja sem voru stofnuð það ár orðið gjaldþrota. „Það er áhugavert að sjá áhættuna af því að stofna fyrirtæki svart á hvítu og kannski má segja sem svo að það séu að minnsta kosti fjórðungslíkur á að fyrirtæki verði gjaldþrota eftir nokkurra ára skeið. Það undirstrikar mikilvægi þess að sýna umburðarlyndi gagnvart fólki sem er að stofna fyrirtæki og reyna að skapa ný tækifæri og störf. Það mistekst í mörgum tilvikum samkvæmt þessum tölum.“ Þá varpar Magnús þeirri spurningu fram hvort lágvaxtaumhverfið sem Vesturlönd búa við í dag muni stuðla að aukinni fjárfestingu í nýsköpun. „Vextir hafa farið lækkandi úti í heimi og hér á Ísland. Við erum að horfa fram á að hér verði nýtt vaxtastig sem ekki hefur þekkst áður. Þá geta lífeyrissjóðir ekki treyst á að fjárfesta bara í ríkisskuldabréfum og íbúðabréfum. Þeir gætu í auknum mæli farið að beina fjármunum í nýsköpun og áhættumeiri fjárfestingar,“ segir Magnús. „Vandi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi hefur verið að erfitt er að komast út úr vaxtarfasanum og yfir í næsta fasa. Það krefst jafnan verulegs fjármagns. Ef við tökum tónlistarveituna Spotify sem dæmi þá hefði það fyrirtæki aldrei náð að blómstra hér á landi vegna þess að það reiddi sig á gríðarmikla fjármuni til að ná forskoti á markaðinum. Slíkir peningar hefðu aldrei verið í boði á Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenskir bankar Nýsköpun Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Helmingi færri konur en karlar hafa stofnað nýtt fyrirtæki á síðustu 15 árum en hlutdeild kvenna í stofnun fyrirtækja hefur þó vaxið töluvert á tímabilinu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Reykjavík Economics sem var unnin fyrir Íslandsbanka en hún verður kynnt í dag á fundi sem bankinn stendur fyrir. „Hlutdeild kvenna kemur á óvart, sérstaklega í ljósi þess að ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum. Það er fagnaðarefni að hlutdeild kvenna sé að vaxa en það má gera enn betur. Stjórnvöld kynntu á dögunum nýsköpunarstefnu sína og má því velta fyrir sér hvort tilefni sé til þess að rannsaka frekar hvaða ástæður geti legið að baki og skoða hvernig fjölga megi konum í sjálfstæðum atvinnurekstri,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur Reykjavík Econonimcs, sem tók saman ýmsar tölur sem varpa ljósi á stöðu og þróun nýsköpunar á Íslandi. Á árunum 2005 til 2019 voru stofnuð 79.022 fyrirtæki á Íslandi. Þar af stofnuðu konur 24.775 fyrirtæki, eða tæplega þriðjung af heildarfjöldanum. Hlutdeild kvenna í stofnun fyrirtækja nam aðeins 24 prósentum á árinu 2005. Á næstu árum óx hún hratt og náði hápunkti í um 35 prósentum árið 2014. Á árunum 2015 til 2017 fór hlutdeildin niður í 32 prósent en tók síðan aftur við sér og nemur hún tæplega 35 prósentum það sem af er árinu 2019. Í skýrslunni er líftími fyrirtækja eftir stofnári tekinn saman. Tæplega þriðjungur af þeim fyrirtækjum sem voru stofnuð árið 2005 hafaorðið gjaldþrota fram til ársins 2019 en eðli málsins samkvæmt lækkar hlutfallið eftir því sem nær dregur árinu 2019. Frá árinu 2009 hefur rúmlega fimmtungur þeirra fyrirtækja sem voru stofnuð það ár orðið gjaldþrota. „Það er áhugavert að sjá áhættuna af því að stofna fyrirtæki svart á hvítu og kannski má segja sem svo að það séu að minnsta kosti fjórðungslíkur á að fyrirtæki verði gjaldþrota eftir nokkurra ára skeið. Það undirstrikar mikilvægi þess að sýna umburðarlyndi gagnvart fólki sem er að stofna fyrirtæki og reyna að skapa ný tækifæri og störf. Það mistekst í mörgum tilvikum samkvæmt þessum tölum.“ Þá varpar Magnús þeirri spurningu fram hvort lágvaxtaumhverfið sem Vesturlönd búa við í dag muni stuðla að aukinni fjárfestingu í nýsköpun. „Vextir hafa farið lækkandi úti í heimi og hér á Ísland. Við erum að horfa fram á að hér verði nýtt vaxtastig sem ekki hefur þekkst áður. Þá geta lífeyrissjóðir ekki treyst á að fjárfesta bara í ríkisskuldabréfum og íbúðabréfum. Þeir gætu í auknum mæli farið að beina fjármunum í nýsköpun og áhættumeiri fjárfestingar,“ segir Magnús. „Vandi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi hefur verið að erfitt er að komast út úr vaxtarfasanum og yfir í næsta fasa. Það krefst jafnan verulegs fjármagns. Ef við tökum tónlistarveituna Spotify sem dæmi þá hefði það fyrirtæki aldrei náð að blómstra hér á landi vegna þess að það reiddi sig á gríðarmikla fjármuni til að ná forskoti á markaðinum. Slíkir peningar hefðu aldrei verið í boði á Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenskir bankar Nýsköpun Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira