Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Hörður Ægisson skrifar 23. október 2019 06:00 Heildarkaupverðið nemur 1.750 milljónum króna. Fréttablaðið/Ernir Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Frá þessu er greint í tilkynningu sem félagið sendi til kauphallarinnar þar í landi í síðustu viku. Heildarvirði samningsins, eins og greint var frá í Markaðinum í febrúar þegar samkomulagið var undirritað með fyrirvörum, nemur 14 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.750 milljóna króna. Þar af kaupir malasíska félagið, sem ber heitið Berjaya Land Berhad, allt hlutafé í eignarhaldsfélaginu Geirsgötu 11 ehf. fyrir 1,4 milljónir dala og greiðir auk þess upp 12,6 milljóna dala skuld umrædds eignarhaldsfélags við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Seljendur eru félögin Fiskitangi og Útgerðarfélag Reykjavíkur sem eru að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns og forstjóra HB Granda. Berjaya, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, hefur sagt að kaupin á Geirsgötu 11 myndu gefa félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar, svo sem á sviði fasteignaþróunar og sér í lagi hótelstarfsemi, á Íslandi. Félagið, sem átti í lok október í fyrra eignir upp á alls 390 milljarða króna, rekur hótel víða í suðausturhluta Asíu sem og í Lundúnum. Fasteignin, sem er gömul vöruskemma, hefur staðið að mestu ónotuð undanfarin ár og er farin að láta á sjá. Ekki hefur legið fyrir hvort leyfi fáist til byggingar hótels á svæðinu. Þannig samþykkti stjórn Faxaflóahafna haustið 2018, að tillögu skipulagsfulltrúa hafnarinnar, að bíða með framkvæmdir og uppbyggingu á Miðbakka þar til framkvæmdum við Austurhöfn lýkur og ljóst yrði með hvaða hætti skipulag umferðar um Austurbakka og starfsemi á jarðhæð hússins verður. Birtist í Fréttablaðinu Malasía Reykjavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Malasískt risafyrirtæki hyggst kaupa lóð við Geirsgötu við gömlu höfnina í Reykjavík. Félagið ætlar að fjárfesta í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að byggja stórt hótel á lóðinni. 2. mars 2019 07:15 Malasískur risi vill kaupa Geirsgötu 11 Malasískt stórfyrirtæki vill kaupa húseignina að Geirsgötu 11 við Gömlu höfnina. Fyrirtækið segir kaupin gefa því tækifæri til þess að hefja fjárfestingar hér á landi, sér í lagi á sviði hóelstarfsemi. 27. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Frá þessu er greint í tilkynningu sem félagið sendi til kauphallarinnar þar í landi í síðustu viku. Heildarvirði samningsins, eins og greint var frá í Markaðinum í febrúar þegar samkomulagið var undirritað með fyrirvörum, nemur 14 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.750 milljóna króna. Þar af kaupir malasíska félagið, sem ber heitið Berjaya Land Berhad, allt hlutafé í eignarhaldsfélaginu Geirsgötu 11 ehf. fyrir 1,4 milljónir dala og greiðir auk þess upp 12,6 milljóna dala skuld umrædds eignarhaldsfélags við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Seljendur eru félögin Fiskitangi og Útgerðarfélag Reykjavíkur sem eru að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns og forstjóra HB Granda. Berjaya, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, hefur sagt að kaupin á Geirsgötu 11 myndu gefa félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar, svo sem á sviði fasteignaþróunar og sér í lagi hótelstarfsemi, á Íslandi. Félagið, sem átti í lok október í fyrra eignir upp á alls 390 milljarða króna, rekur hótel víða í suðausturhluta Asíu sem og í Lundúnum. Fasteignin, sem er gömul vöruskemma, hefur staðið að mestu ónotuð undanfarin ár og er farin að láta á sjá. Ekki hefur legið fyrir hvort leyfi fáist til byggingar hótels á svæðinu. Þannig samþykkti stjórn Faxaflóahafna haustið 2018, að tillögu skipulagsfulltrúa hafnarinnar, að bíða með framkvæmdir og uppbyggingu á Miðbakka þar til framkvæmdum við Austurhöfn lýkur og ljóst yrði með hvaða hætti skipulag umferðar um Austurbakka og starfsemi á jarðhæð hússins verður.
Birtist í Fréttablaðinu Malasía Reykjavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Malasískt risafyrirtæki hyggst kaupa lóð við Geirsgötu við gömlu höfnina í Reykjavík. Félagið ætlar að fjárfesta í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að byggja stórt hótel á lóðinni. 2. mars 2019 07:15 Malasískur risi vill kaupa Geirsgötu 11 Malasískt stórfyrirtæki vill kaupa húseignina að Geirsgötu 11 við Gömlu höfnina. Fyrirtækið segir kaupin gefa því tækifæri til þess að hefja fjárfestingar hér á landi, sér í lagi á sviði hóelstarfsemi. 27. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Malasískt risafyrirtæki hyggst kaupa lóð við Geirsgötu við gömlu höfnina í Reykjavík. Félagið ætlar að fjárfesta í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að byggja stórt hótel á lóðinni. 2. mars 2019 07:15
Malasískur risi vill kaupa Geirsgötu 11 Malasískt stórfyrirtæki vill kaupa húseignina að Geirsgötu 11 við Gömlu höfnina. Fyrirtækið segir kaupin gefa því tækifæri til þess að hefja fjárfestingar hér á landi, sér í lagi á sviði hóelstarfsemi. 27. febrúar 2019 06:00