Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 20:47 William B. Taylor hefur lengi starfað í bandarísku utanríkisþjónustunni. AP/J.Scott Applewhite William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum.Þetta hefur New York Times eftir þingmanni demókrata sem var viðstaddur vitnisburð Taylor sem fór fram fyrir luktum dyrum, auk yfirlýsingar Taylor sem Times hefur undir höndunum og lesa má hér. Í frétt Times segir að viðstaddir demókratar telji að vitnisburður Taylor gæti reynst stórskaðlegur fyrir Trump. Trump hefur verið sakaður um að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden og stoðlausa samsæriskenningu um að Úkraínumenn en ekki Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016, þvert á niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar. Er Taylor sagður hafa gefið ítarlegar útskýringar á samskiptum Trump við yfirvöld í Úkraínu sem gangi þvert gegn því sem forsetinn og samstarfsmenn hafa haldið fram að undanförnu. Í yfirlýsingu sem Taylor las upp á fundinum kemur fram að Taylor hafi lýst efasemdum sínum yfir því að tengja hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við rannsókn á Joe Biden, einum af forsetaframbjóðanda Demókrata, og syni hans Hunter Biden, sem starfaði fyrir úkraínska gasfyrirtækið Burisma. Hann hafi hins vegar fengið þær útskýringar frá bandamönnum forsetans að Trump væri fjárfestir og að þegar fjárfestar væru að skrifa undir samning við einhvern sem skuldaði þeim, þá tryggðu þeir að þeir fengu greiðslu áður en að skrifað væri undir ávísun. Trump og bandamenn hafa ítrekað sagt að ekki hafi verið farið fram á það við yfirvöld í Úkraínu að greiði kæmi á móti greiða. Í máli Taylor kom hins vegar fram að þetta væri ekki rétt. Hann hafi fengið þær upplýsingar að Trump hafi verið afar skýr með það að hvorki ætti að bjóða forseta Úkraínu á fund í Hvíta húsinu né tryggja þeim hernaðaraðstoð nema forseti Úkraínu myndi gefa út opinbera yfirlýsingu um að rannsókn á Biden og Burisma yrði hafin. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum.Þetta hefur New York Times eftir þingmanni demókrata sem var viðstaddur vitnisburð Taylor sem fór fram fyrir luktum dyrum, auk yfirlýsingar Taylor sem Times hefur undir höndunum og lesa má hér. Í frétt Times segir að viðstaddir demókratar telji að vitnisburður Taylor gæti reynst stórskaðlegur fyrir Trump. Trump hefur verið sakaður um að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden og stoðlausa samsæriskenningu um að Úkraínumenn en ekki Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016, þvert á niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar. Er Taylor sagður hafa gefið ítarlegar útskýringar á samskiptum Trump við yfirvöld í Úkraínu sem gangi þvert gegn því sem forsetinn og samstarfsmenn hafa haldið fram að undanförnu. Í yfirlýsingu sem Taylor las upp á fundinum kemur fram að Taylor hafi lýst efasemdum sínum yfir því að tengja hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við rannsókn á Joe Biden, einum af forsetaframbjóðanda Demókrata, og syni hans Hunter Biden, sem starfaði fyrir úkraínska gasfyrirtækið Burisma. Hann hafi hins vegar fengið þær útskýringar frá bandamönnum forsetans að Trump væri fjárfestir og að þegar fjárfestar væru að skrifa undir samning við einhvern sem skuldaði þeim, þá tryggðu þeir að þeir fengu greiðslu áður en að skrifað væri undir ávísun. Trump og bandamenn hafa ítrekað sagt að ekki hafi verið farið fram á það við yfirvöld í Úkraínu að greiði kæmi á móti greiða. Í máli Taylor kom hins vegar fram að þetta væri ekki rétt. Hann hafi fengið þær upplýsingar að Trump hafi verið afar skýr með það að hvorki ætti að bjóða forseta Úkraínu á fund í Hvíta húsinu né tryggja þeim hernaðaraðstoð nema forseti Úkraínu myndi gefa út opinbera yfirlýsingu um að rannsókn á Biden og Burisma yrði hafin.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15
Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00
Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent