Lokun skólans yrði reiðarslag fyrir hverfið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2019 20:30 Faðir þriggja barna í Kelduskóla-Korpu segir áform borgaryfirvalda um að loka skólanum vera reiðarslag fyrir íbúa, foreldra og börnin í hverfinu. Fyrri sameiningar skóla í hverfinu hafi verið slys og frekari sameiningar myndu gera illt verra. Tillaga sem felur í sér að Kelduskóla-Korpu verði lokað var til umfjöllunar í skóla- og frístundaráði í dag. Nú fer tillagan í umsagnarferli meðal skólaráða og foreldrafélaga þeirra skóla sem í hlut eiga. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi eru fjórir skólar í norðanverðum Grafarvogi. 239 nemendur á yngsta og elsta stigi grunnskóla sækja Vættaskóla í Engjahverfi og í Borgum sækja 234 nemendur í fyrsta til sjöunda bekk skólann. 276 nemendur í fyrsta til tíunda bekk eru í Kelduskóla í Vík en aðeins 59 nemendur í fyrsta til sjöunda bekk eru í Korpu. Síðustu sameiningar skóla í hverfinu voru árið 2012.Síðustu sameiningar skóla í hverfinu voru árið 2012 en nú eru fjórir skólar í norðanverðum Grafarvogi. Aðeins 59 börn eru í Kelduskóla-Korpu eins og staðan er núna.Vísir/Hafsteinn„Við köllum þetta í Grafarvogi sameiningarslys því að allar skýrslur sem hafa komið eftir sameiningarnar sýna það að það var algjört slys,“ segir Sævar Reykjalín Sigurðarson, formaður foreldrafélags Kelduskóla en hann á þrjú börn sem ganga í skólann í Korpu. Samkvæmt tillögunni sem meirihluti skóla og frístundaráðs kynnti á fundi sínum í dag verður Kelduskóla lokað frá og með næsta skólaári. Í Borgarskóla og Engjaskóla yrði fyrsti til sjöundi bekkur og unglingadeildin yrði í Víkurskóla. Um 260-270 nemendur yrðu í hverjum skóla. Þessi áfrom hafa fallið í grýttan jarðveg meðal margra foreldra.Sævar Reykjalín Sigurðarson á þrjú börn í skólanum og er formaður foreldrafélags Kelduskóla.Vísir/Sigurjón„Bara reiðarslag og hræðilegar fréttir fyrir bæði foreldra, íbúa og ekki síst börnin í hverfinu,“ segir Sævar. Samkvæmt úttekt sem foreldrafélagið gerði síðasta vor sótti þá yfir helmingur barna skóla út fyrir sitt hverfi. Hann segir óboðlegt að börnin, einkum í yngstu bekkjunum, þurfi að labba á milli hverfa og jafnvel yfir hættulegar umferðargötur til að sækja skóla. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundráðs segir í samtali við fréttastofu að samgöngubætur séu ein meginforsendan sem lögð sé til grundvallar áður en breytingarnar verði að veruleika. Aðspurður segist Sævar hafa þessi skilaboð til borgaryfirvalda: „Sjáið ljósið, hættið þessari vitleysu og vinnið með okkur foreldrum og íbúum í stað þess að vinna gegn okkur og þá kannski fáiði eitt atkvæði úr Grafarvoginum á næsta kjörtímabili,“ segir Sævar. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Faðir þriggja barna í Kelduskóla-Korpu segir áform borgaryfirvalda um að loka skólanum vera reiðarslag fyrir íbúa, foreldra og börnin í hverfinu. Fyrri sameiningar skóla í hverfinu hafi verið slys og frekari sameiningar myndu gera illt verra. Tillaga sem felur í sér að Kelduskóla-Korpu verði lokað var til umfjöllunar í skóla- og frístundaráði í dag. Nú fer tillagan í umsagnarferli meðal skólaráða og foreldrafélaga þeirra skóla sem í hlut eiga. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi eru fjórir skólar í norðanverðum Grafarvogi. 239 nemendur á yngsta og elsta stigi grunnskóla sækja Vættaskóla í Engjahverfi og í Borgum sækja 234 nemendur í fyrsta til sjöunda bekk skólann. 276 nemendur í fyrsta til tíunda bekk eru í Kelduskóla í Vík en aðeins 59 nemendur í fyrsta til sjöunda bekk eru í Korpu. Síðustu sameiningar skóla í hverfinu voru árið 2012.Síðustu sameiningar skóla í hverfinu voru árið 2012 en nú eru fjórir skólar í norðanverðum Grafarvogi. Aðeins 59 börn eru í Kelduskóla-Korpu eins og staðan er núna.Vísir/Hafsteinn„Við köllum þetta í Grafarvogi sameiningarslys því að allar skýrslur sem hafa komið eftir sameiningarnar sýna það að það var algjört slys,“ segir Sævar Reykjalín Sigurðarson, formaður foreldrafélags Kelduskóla en hann á þrjú börn sem ganga í skólann í Korpu. Samkvæmt tillögunni sem meirihluti skóla og frístundaráðs kynnti á fundi sínum í dag verður Kelduskóla lokað frá og með næsta skólaári. Í Borgarskóla og Engjaskóla yrði fyrsti til sjöundi bekkur og unglingadeildin yrði í Víkurskóla. Um 260-270 nemendur yrðu í hverjum skóla. Þessi áfrom hafa fallið í grýttan jarðveg meðal margra foreldra.Sævar Reykjalín Sigurðarson á þrjú börn í skólanum og er formaður foreldrafélags Kelduskóla.Vísir/Sigurjón„Bara reiðarslag og hræðilegar fréttir fyrir bæði foreldra, íbúa og ekki síst börnin í hverfinu,“ segir Sævar. Samkvæmt úttekt sem foreldrafélagið gerði síðasta vor sótti þá yfir helmingur barna skóla út fyrir sitt hverfi. Hann segir óboðlegt að börnin, einkum í yngstu bekkjunum, þurfi að labba á milli hverfa og jafnvel yfir hættulegar umferðargötur til að sækja skóla. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundráðs segir í samtali við fréttastofu að samgöngubætur séu ein meginforsendan sem lögð sé til grundvallar áður en breytingarnar verði að veruleika. Aðspurður segist Sævar hafa þessi skilaboð til borgaryfirvalda: „Sjáið ljósið, hættið þessari vitleysu og vinnið með okkur foreldrum og íbúum í stað þess að vinna gegn okkur og þá kannski fáiði eitt atkvæði úr Grafarvoginum á næsta kjörtímabili,“ segir Sævar.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00
Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54
Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36