Fótbolti

Thiago Motta kominn með sitt fyrsta stjórastarf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Motta varð fimm sinnum franskur meistari með Paris Saint-Germain.
Motta varð fimm sinnum franskur meistari með Paris Saint-Germain. vísir/getty
Thiago Motta er nýr knattspyrnustjóri Genoa. Hann þekkir ágætlega til hjá félaginu en hann lék með því tímabilið 2008-09.

Motta tekur við Genoa af Aurelio Andreazzoli sem var rekinn í dag. Kornið sem fyllti mælinn hjá stjórnarmönnum Genoa var 5-1 tap fyrir Parma á sunnudaginn.

Genoa er í nítjánda og næstneðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig eftir átta leiki.

Motta lagði skóna á hilluna í fyrra og tók við U-19 ára liði Paris Saint-Germain.

Motta átti afar farsælan feril sem leikmaður og vann meistaratitilinn á Spáni, Ítalíu og í Frakklandi. Motta vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona 2006 og Inter fjórum árum síðar. Síðustu sex ár ferilsins lék hann með PSG þar sem hann var fimm sinnum franskur meistari.

Motta fæddist í Brasilíu og lék tvo leiki fyrir brasilíska landsliðið. Hann fékk svo ítalskt ríkisfang og lék 30 landsleiki fyrir Ítalíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×