„Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2019 11:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. Þá segir hann að vera Íslands á gráa listanum hafi til þessa haft óveruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf en kappkosta verði að koma Íslandi af listanum. Hann auk dómsmálaráðherra ætla að gefa út skýrslu um stöðuna. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Nefndarmenn og ráðherrar voru sammála um að það væri bagalegt að Ísland sé á listanum og að ríkið geti beðið álitshnekki sökum þessa.Sjá einnig: Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista„Það var töluvert mikil óvissa um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið og við lögðum í talsverða vinnu við að greina það á öllum sviðum og höfum síðan fylgst með því. Það er óhætt að segja að afleiðingarnar hafa verið afskaplega takmarkaðar fram til þessa en það skiptir samt sem áður miklu máli að tryggja að við förum af listanum sem allra fyrst,” segir Bjarni.Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra ræða veru Íslands á gráum lista á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmÞá setur hann spurningamerki við hvernig ákvarðanatöku um grálistun er háttað á vettvangi FATF. „Verklagsreglurnar á þessum vettvangi sem að snúa að því að það þurfi fulla samstöðu allra til þess að annars vegar komast að niðurstöðu í þessu ráðgjafaráði sem að leggur til grálistun og síðan þarf fulla samstöðu í sjálfu ráðinu til þess að vinda ofan af slíkri tillögu,” segir Bjarni. „Þetta er nú dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt vegna þess að það er samkomulag um að það sé ekki talað um það hvernig einstök ríki á vettvangnum ráðstafa sínu atkvæði," segir Bjarni Dómsmálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við öllum þeim atriðum sem eftir standa. „Við fjármálaráðherra ætlum að vinna skýrslu um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi, við viljum að þau séu í lagi og við teljum að við höfum lagt í mikla vinnu í að svo sé,” segir Áslaug Arna. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. Þá segir hann að vera Íslands á gráa listanum hafi til þessa haft óveruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf en kappkosta verði að koma Íslandi af listanum. Hann auk dómsmálaráðherra ætla að gefa út skýrslu um stöðuna. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Nefndarmenn og ráðherrar voru sammála um að það væri bagalegt að Ísland sé á listanum og að ríkið geti beðið álitshnekki sökum þessa.Sjá einnig: Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista„Það var töluvert mikil óvissa um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið og við lögðum í talsverða vinnu við að greina það á öllum sviðum og höfum síðan fylgst með því. Það er óhætt að segja að afleiðingarnar hafa verið afskaplega takmarkaðar fram til þessa en það skiptir samt sem áður miklu máli að tryggja að við förum af listanum sem allra fyrst,” segir Bjarni.Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra ræða veru Íslands á gráum lista á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmÞá setur hann spurningamerki við hvernig ákvarðanatöku um grálistun er háttað á vettvangi FATF. „Verklagsreglurnar á þessum vettvangi sem að snúa að því að það þurfi fulla samstöðu allra til þess að annars vegar komast að niðurstöðu í þessu ráðgjafaráði sem að leggur til grálistun og síðan þarf fulla samstöðu í sjálfu ráðinu til þess að vinda ofan af slíkri tillögu,” segir Bjarni. „Þetta er nú dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt vegna þess að það er samkomulag um að það sé ekki talað um það hvernig einstök ríki á vettvangnum ráðstafa sínu atkvæði," segir Bjarni Dómsmálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við öllum þeim atriðum sem eftir standa. „Við fjármálaráðherra ætlum að vinna skýrslu um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi, við viljum að þau séu í lagi og við teljum að við höfum lagt í mikla vinnu í að svo sé,” segir Áslaug Arna.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum