Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2019 10:38 Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista. Vísir/Vilhelm Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Bjarni og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu fyrir nefndina í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Sem kunnugt er var Ísland sett á gráa listann fyrir helgi þar sem FATF lítur svo á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gripið til nægjanlegra ráðstafana. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherrana hvort fylgst væri með því hvaða afleiðingar vera Íslands á listanum hafi á íslenskt efnahagslíf. Þorsteinn sagði augljóst að Ísland yrði fyrir álitshnekkjum sökum þessa en vildi vita hvort markvisst væri fylgst með afleiðingunum. „Við höfum farið yfir þessa óvissuþætti sérstaklega,“ sagði Bjarni. Til dæmis hafi verið fylgst með því hvort þetta geti haft áhrif á gengi krónunnar, gjaldeyrismiðlun, innlenda fjárfestingu, hvort lánshæfismat skaðist eða hvort gjaldeyrismarkaðirnir yrðu fyrir einhverjum áhrifum. „Enn sem komið er höfum við séð afskaplega lítil áhrif ef nokkur,“ segir Bjarni en bætti við að gætu þurfi sérstakrar varkárni. Engar upplýsingar liggi fyrir á þessari stundu um hvort eitthvað af ofantöldu hafi raungerst.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði spurningum nefndarmanna á fundinum í morgun.Vísir/VilhelmÁslaug Arna rakti á fundinum aðdraganda þess að Ísland gerðist aðili að FATF árið 1991. Aðgerðum og vörnum hafi verið ábótavant samkvæmt skýrslu sem kom út árið 2018 og við því hafi þegar verið brugðist að sögn Áslaugar. Í lok september hafi komið í ljós að enn væru sex atriði útistandandi sem öllum hafi verið brugðist við, ýmist væri þeirri vinnu lokið eða væri í ferli. Það hafi ekki dugað til. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra hvort þau atriði sem enn stæðu útaf kölluð á frekari lagabreytingar. Áslaug sagðist telja að engar aðrar lagabreytingar séu eftir sem þörf sé á, nema eitthvað óvænt komi upp. Þá sagði Áslaug að það væri ekki aðeins undir íslenskum stjórnvöldum komið að búa svo um hnútana að Ísland geti farið af listanum á næsta fundi FATF í febrúar þar sem listinn er uppfærður. Það sé ákvörðun ráðgjafanefndar FATF og veltur meðal annars á því hvort, hvort hún komi hingað til lands fyrir febrúarfundinn og hvort hópurinn gaumgæfi þær aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi ráðist í. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Bjarni og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu fyrir nefndina í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Sem kunnugt er var Ísland sett á gráa listann fyrir helgi þar sem FATF lítur svo á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gripið til nægjanlegra ráðstafana. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherrana hvort fylgst væri með því hvaða afleiðingar vera Íslands á listanum hafi á íslenskt efnahagslíf. Þorsteinn sagði augljóst að Ísland yrði fyrir álitshnekkjum sökum þessa en vildi vita hvort markvisst væri fylgst með afleiðingunum. „Við höfum farið yfir þessa óvissuþætti sérstaklega,“ sagði Bjarni. Til dæmis hafi verið fylgst með því hvort þetta geti haft áhrif á gengi krónunnar, gjaldeyrismiðlun, innlenda fjárfestingu, hvort lánshæfismat skaðist eða hvort gjaldeyrismarkaðirnir yrðu fyrir einhverjum áhrifum. „Enn sem komið er höfum við séð afskaplega lítil áhrif ef nokkur,“ segir Bjarni en bætti við að gætu þurfi sérstakrar varkárni. Engar upplýsingar liggi fyrir á þessari stundu um hvort eitthvað af ofantöldu hafi raungerst.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði spurningum nefndarmanna á fundinum í morgun.Vísir/VilhelmÁslaug Arna rakti á fundinum aðdraganda þess að Ísland gerðist aðili að FATF árið 1991. Aðgerðum og vörnum hafi verið ábótavant samkvæmt skýrslu sem kom út árið 2018 og við því hafi þegar verið brugðist að sögn Áslaugar. Í lok september hafi komið í ljós að enn væru sex atriði útistandandi sem öllum hafi verið brugðist við, ýmist væri þeirri vinnu lokið eða væri í ferli. Það hafi ekki dugað til. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra hvort þau atriði sem enn stæðu útaf kölluð á frekari lagabreytingar. Áslaug sagðist telja að engar aðrar lagabreytingar séu eftir sem þörf sé á, nema eitthvað óvænt komi upp. Þá sagði Áslaug að það væri ekki aðeins undir íslenskum stjórnvöldum komið að búa svo um hnútana að Ísland geti farið af listanum á næsta fundi FATF í febrúar þar sem listinn er uppfærður. Það sé ákvörðun ráðgjafanefndar FATF og veltur meðal annars á því hvort, hvort hún komi hingað til lands fyrir febrúarfundinn og hvort hópurinn gaumgæfi þær aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi ráðist í.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira