Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 10:36 Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Fréttablaðið/Ernir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir ljóst að þegar litið sé til Grafarvogsins í Reykjavík þá séu þar of margir skólar starfræktir miðað við fjölda barna. Ójafnvægi sé milli borgarhluta hvað þetta varðar. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu muni leggjast af frá og með næsta hausti . Samkvæmt tillögum borgarinnar hefur verið lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári.Of margir, fámennir grunnskólar Skúli mætti í Bítið í morgun þar sem hann ræddi tillögurnar. Hann sagði borgina búa við það að í Grafarvogi séu margir, fámennir grunnskólar. „Við erum með átta grunnskóla í Grafarvoginum. Þeir eru fimm í Breiðholti, fjórir í Vesturbænum, þannig að það er ekki gott jafnvægi á milli borgarhlutanna hvað þetta varðar.“ Hann segir það vera mjög umdeilanlegt hvort að þörf hafi verið á öllum átta skólunum þegar þeim var komið á koppinn á sínum tíma. Svo vægt sé að orði komist. „Það var ekki alveg hugsað fyrir því að vera með sterkar einingar sem gætu farið í gegnum hæðir og lægðir í íbúafjöldanum og nemendafjöldanum. Síðan ef maður skoðar þetta aftur í tímann , þá yfirleitt þá jafna sig þessar sveiflur út. Það eykst nemendafjöldinn yfir ákveðið árabil og svo breytist það aftur. En við erum með eina stóra undantekningu frá þessu sem er skóli okkar í Korpunni þar sem við sjáum jafna, þétta og stöðuga fækkun frá 2012,“ segir Skúli. Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Skúli segir engin dæmi um svo fámennan grunnskóla í borginni. Sá næstfámennasti skólinn í borginni sé á Kjalarnesi með tæplega 130 nemendur.Hlustað á sjónarmið foreldra Skúli segist vel skilja óánægju foreldra barna sem hafa stundað nám í Korpuskóla. „Þetta eru auðvitað ákveðnar breytingar og það er ákveðið rask sem fylgir breytingunum. Við tökum fullt mark á þeim sjónarmiðum sem koma frá þeim foreldrum.“ Skúli segir að borgin hafi reynt að koma til móts við sjónarmið foreldra og lágmarka raskið sem fylgja breytingunum. Skólaakstur verði tryggður milli hverfisins og þeirra skóla sem nemendur flytjast í, en um 1.700 metrar eru frá Korpuskóla og í næsta skóla sem yngri nemendur færu í eftir breytingarnar. Sömuleiðis stæði til að ráðast í samgöngubætur, bæta göngu- og hjólaleiðir, til að bæta öryggi í norðanverðum Grafarvogi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Bítið Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir ljóst að þegar litið sé til Grafarvogsins í Reykjavík þá séu þar of margir skólar starfræktir miðað við fjölda barna. Ójafnvægi sé milli borgarhluta hvað þetta varðar. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu muni leggjast af frá og með næsta hausti . Samkvæmt tillögum borgarinnar hefur verið lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári.Of margir, fámennir grunnskólar Skúli mætti í Bítið í morgun þar sem hann ræddi tillögurnar. Hann sagði borgina búa við það að í Grafarvogi séu margir, fámennir grunnskólar. „Við erum með átta grunnskóla í Grafarvoginum. Þeir eru fimm í Breiðholti, fjórir í Vesturbænum, þannig að það er ekki gott jafnvægi á milli borgarhlutanna hvað þetta varðar.“ Hann segir það vera mjög umdeilanlegt hvort að þörf hafi verið á öllum átta skólunum þegar þeim var komið á koppinn á sínum tíma. Svo vægt sé að orði komist. „Það var ekki alveg hugsað fyrir því að vera með sterkar einingar sem gætu farið í gegnum hæðir og lægðir í íbúafjöldanum og nemendafjöldanum. Síðan ef maður skoðar þetta aftur í tímann , þá yfirleitt þá jafna sig þessar sveiflur út. Það eykst nemendafjöldinn yfir ákveðið árabil og svo breytist það aftur. En við erum með eina stóra undantekningu frá þessu sem er skóli okkar í Korpunni þar sem við sjáum jafna, þétta og stöðuga fækkun frá 2012,“ segir Skúli. Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Skúli segir engin dæmi um svo fámennan grunnskóla í borginni. Sá næstfámennasti skólinn í borginni sé á Kjalarnesi með tæplega 130 nemendur.Hlustað á sjónarmið foreldra Skúli segist vel skilja óánægju foreldra barna sem hafa stundað nám í Korpuskóla. „Þetta eru auðvitað ákveðnar breytingar og það er ákveðið rask sem fylgir breytingunum. Við tökum fullt mark á þeim sjónarmiðum sem koma frá þeim foreldrum.“ Skúli segir að borgin hafi reynt að koma til móts við sjónarmið foreldra og lágmarka raskið sem fylgja breytingunum. Skólaakstur verði tryggður milli hverfisins og þeirra skóla sem nemendur flytjast í, en um 1.700 metrar eru frá Korpuskóla og í næsta skóla sem yngri nemendur færu í eftir breytingarnar. Sömuleiðis stæði til að ráðast í samgöngubætur, bæta göngu- og hjólaleiðir, til að bæta öryggi í norðanverðum Grafarvogi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Bítið Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00