Stórt skref í íbúalýðræði Dóra Magnúsdóttir skrifar 22. október 2019 07:00 Ný íbúaráð í hverfum og borgarhlutum Reykjavíkur taka til starfa á næstu vikum og standa vonir okkar, sem að undirbúningi nýrra ráða höfum staðið, að hér verði tekið stórt skref í lýðræðisátt. Ég tók við formennsku í hverfisráði Háaleitis og Bústaða vorið 2014 og fannst mér ég heyra það víða frá að hverfisráðin væru ekki að sinna sínu hlutverki nægilega vel. Eftir á að hyggja voru þetta fremur óheppileg skilaboð sem trufluðu mig í að mynda mér sjálfstæða skoðun á starfinu. Ég gerði þó mitt besta til að læra „umferðarreglurnar“ í þessari vinnu og kynnast því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Eftir nokkurn tíma varð ég þess áskynja að hverfisráðin höfðu í reynd heilmikið að segja og lögðu oft heilmikið af mörkum á vogarskálarnar við að breyta ýmsu varðandi málefni hverfanna, bæði stór og smá, þó svo áhrifin væru stundum lítt sýnileg og árangur af vinnunni tók oft langan tíma. Hverfisráðin gömlu voru svo sannarlega ekki fullkomin og það var orðið tímabært að endurskoða þau frá A-Ö. Það hefur nú verið gert með tilkomu nýrra íbúaráða sem munu taka til starfa á næstu vikum. Fljótlega eftir að nýr meirihluti tók til starfa í Reykjavík var ákveðið að hverfisráðin myndu ekki taka til starfa í óbreyttri mynd eða þar til niðurstaða væri komin varðandi breytingar á fyrirkomulagi þeirra. Farið var í mikið og víðtækt samráð við fólk í hverfum borgarinnar og ótal hugmyndum safnað. Þeir þættir sem voru gagnrýndir í samráðsferlinu voru of hátt hlutfall kjörinna fulltrúa í gömlu ráðunum, en þeir voru fimm, þrír úr meirihluta og tveir úr minnihluta en fulltrúum íbúasamtaka bauðst að sitja fundina sem áheyrnarfulltrúar. Þessu hefur nú verið breytt þannig að nú eru helmingaskipti, þrír kjörnir fulltrúar og þrír fulltrúar úr grasrótarstarfi hverfanna; einn fulltrúi íbúasamtaka, einn fulltrúi foreldrafélags skólastarfs og einn slembivalinn og hafa allir fulltrúar kosningarétt og sama vægi í ráðinu. Mikilvægt þótti að halda inni kjörnum fulltrúum vegna tengsla við stjórnsýslu borgarinnar; fagsvið, pólitísk ráð og nefndir en að sama skapi var mikilvægt að gera fulltrúum félagsstarfs í hverfunum hærra undir höfði. Nú verður í fyrsta sinn gerð tilraun með slembival fulltrúa í hverfastarfi en slíkt fyrirkomulag hefur gefist vel víða erlendis. Sú staða er uppi í flestum borgarhlutum að fleiri en ein íbúasamtök og foreldrafélög eru starfandi en þeim gefst kostur á að skipta hlutverkinu á milli sín á tímabilinu. Þetta fyrirkomulag íbúaráðanna er tilraunaverkefni sem verður endurmetið eftir eitt ár. Það sem skiptir þó mestu máli, og er að mínu mati eitt mikilvægasta lýðræðisskref sem tekur hefur verið í málefnum borgarbúa síðustu áratugi, er að nú verða fundirnir opnir sem þýðir að fulltrúar alls félagsstarfs í hverfunum, sem ekki eiga formlegan fulltrúa hverju sinni, geta mætt á fundi, sent inn tillögur innan ákveðins tímaramma og tekið þátt í umræðum um þau málefni sem verða á dagskrá funda íbúaráðanna. Á það sama að sjálfsögðu við um alla íbúa hverfanna.Höfundur er nýskipaður formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Magnúsdóttir Reykjavík Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Sjá meira
Ný íbúaráð í hverfum og borgarhlutum Reykjavíkur taka til starfa á næstu vikum og standa vonir okkar, sem að undirbúningi nýrra ráða höfum staðið, að hér verði tekið stórt skref í lýðræðisátt. Ég tók við formennsku í hverfisráði Háaleitis og Bústaða vorið 2014 og fannst mér ég heyra það víða frá að hverfisráðin væru ekki að sinna sínu hlutverki nægilega vel. Eftir á að hyggja voru þetta fremur óheppileg skilaboð sem trufluðu mig í að mynda mér sjálfstæða skoðun á starfinu. Ég gerði þó mitt besta til að læra „umferðarreglurnar“ í þessari vinnu og kynnast því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Eftir nokkurn tíma varð ég þess áskynja að hverfisráðin höfðu í reynd heilmikið að segja og lögðu oft heilmikið af mörkum á vogarskálarnar við að breyta ýmsu varðandi málefni hverfanna, bæði stór og smá, þó svo áhrifin væru stundum lítt sýnileg og árangur af vinnunni tók oft langan tíma. Hverfisráðin gömlu voru svo sannarlega ekki fullkomin og það var orðið tímabært að endurskoða þau frá A-Ö. Það hefur nú verið gert með tilkomu nýrra íbúaráða sem munu taka til starfa á næstu vikum. Fljótlega eftir að nýr meirihluti tók til starfa í Reykjavík var ákveðið að hverfisráðin myndu ekki taka til starfa í óbreyttri mynd eða þar til niðurstaða væri komin varðandi breytingar á fyrirkomulagi þeirra. Farið var í mikið og víðtækt samráð við fólk í hverfum borgarinnar og ótal hugmyndum safnað. Þeir þættir sem voru gagnrýndir í samráðsferlinu voru of hátt hlutfall kjörinna fulltrúa í gömlu ráðunum, en þeir voru fimm, þrír úr meirihluta og tveir úr minnihluta en fulltrúum íbúasamtaka bauðst að sitja fundina sem áheyrnarfulltrúar. Þessu hefur nú verið breytt þannig að nú eru helmingaskipti, þrír kjörnir fulltrúar og þrír fulltrúar úr grasrótarstarfi hverfanna; einn fulltrúi íbúasamtaka, einn fulltrúi foreldrafélags skólastarfs og einn slembivalinn og hafa allir fulltrúar kosningarétt og sama vægi í ráðinu. Mikilvægt þótti að halda inni kjörnum fulltrúum vegna tengsla við stjórnsýslu borgarinnar; fagsvið, pólitísk ráð og nefndir en að sama skapi var mikilvægt að gera fulltrúum félagsstarfs í hverfunum hærra undir höfði. Nú verður í fyrsta sinn gerð tilraun með slembival fulltrúa í hverfastarfi en slíkt fyrirkomulag hefur gefist vel víða erlendis. Sú staða er uppi í flestum borgarhlutum að fleiri en ein íbúasamtök og foreldrafélög eru starfandi en þeim gefst kostur á að skipta hlutverkinu á milli sín á tímabilinu. Þetta fyrirkomulag íbúaráðanna er tilraunaverkefni sem verður endurmetið eftir eitt ár. Það sem skiptir þó mestu máli, og er að mínu mati eitt mikilvægasta lýðræðisskref sem tekur hefur verið í málefnum borgarbúa síðustu áratugi, er að nú verða fundirnir opnir sem þýðir að fulltrúar alls félagsstarfs í hverfunum, sem ekki eiga formlegan fulltrúa hverju sinni, geta mætt á fundi, sent inn tillögur innan ákveðins tímaramma og tekið þátt í umræðum um þau málefni sem verða á dagskrá funda íbúaráðanna. Á það sama að sjálfsögðu við um alla íbúa hverfanna.Höfundur er nýskipaður formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun