Óþarfa ótti Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. október 2019 07:00 Merkilegur dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn föstudag. Þar var staðfest ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Seðlabanka Íslands bæri að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins samning frá 2016 um stuðning vegna námsleyfis þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Ellefu mánuðir eru nú liðnir frá því að blaðamaðurinn óskaði upphaflega eftir umræddum upplýsingum. Seðlabankinn hefur á þeim tíma beitt ýmsum meðölum til að koma í veg fyrir birtingu samningsins. Það tók bankann ellefu daga að svara erindinu en þar kom fram að bankinn teldi upplýsingarnar bundnar sérstakri þagnarskyldu og þar af leiðandi ekki eiga erindi við almenning. Þessi viðbrögð stofnunarinnar koma okkur sem störfum á fjölmiðlum ekki á óvart. Það er regla frekar en undantekning að upplýsingafulltrúar opinberra stofnanna líti á það sem skyldu sína að verja sína stofnun fyrir ágangi blaðamanna. Í stað þess að líta svo á að við séum í sama liði með það að markmiði að borgarar landsins fái fregnir af því hvað hið opinbera er að sýsla við, verða talsmenn hins opinbera varir um sig þegar blaðamaður slær á þráðinn. Þessu er ágætlega lýst í nýlegri skýrslu um traust á stjórnmálum. Þar er fjallað um „vítahring vantrausts“ þar sem tregða til að veita upplýsingar getur leitt til andrúmslofts tortryggni. Slíkt spilli ekki aðeins samskiptum stjórnvalda og almennings heldur dragi beinlínis úr getu stjórnsýslunnar til að sinna hlutverki sínu. Rúmt ár er liðið frá útkomu skýrslunnar. Við sem höfum það hlutverk að upplýsa almenning um störf hins opinbera höfum enga breytingu fundið frá því skýrslan kom út. Okkar eina ráð er að láta valda kafla úr skýrslunni fylgja með öllum okkar upplýsingabeiðnum, upplýsingafulltrúum ríkisins til leiðbeiningar. Ómögulegt er að segja til um hversu oft vinnslu mála hefur verið hætt á undanförnum árum vegna tregðu stofnana við að veita upplýsingar. Sem betur fer gefast ekki allir upp heldur kæra slíkar ákvarðanir til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vinnsla mála hjá nefndinni tekur hins vegar langan tíma sem gerir fjölmiðlum oft erfitt um vik að fjalla um mikilvæg málefni sem upp koma í þjóðfélaginu. Það tók til dæmis þáverandi blaðamann Fréttablaðsins rúmlega eitt ár og tvær kærur að fá af hentar fundargerðir kjararáðs sem fengust þó einungis að hluta til. Þrátt fyrir dóminn sem féll á föstudaginn hefur Seðlabankinn enn ekki afhent blaðamanninum umræddan samning. Góðir blaðamenn eru í liði með því sem vel er gert. Ótti ríkisins við stéttina er óþarfi, hafi það ekkert að fela Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Sighvatur Arnmundsson Stjórnsýsla Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Merkilegur dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn föstudag. Þar var staðfest ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Seðlabanka Íslands bæri að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins samning frá 2016 um stuðning vegna námsleyfis þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Ellefu mánuðir eru nú liðnir frá því að blaðamaðurinn óskaði upphaflega eftir umræddum upplýsingum. Seðlabankinn hefur á þeim tíma beitt ýmsum meðölum til að koma í veg fyrir birtingu samningsins. Það tók bankann ellefu daga að svara erindinu en þar kom fram að bankinn teldi upplýsingarnar bundnar sérstakri þagnarskyldu og þar af leiðandi ekki eiga erindi við almenning. Þessi viðbrögð stofnunarinnar koma okkur sem störfum á fjölmiðlum ekki á óvart. Það er regla frekar en undantekning að upplýsingafulltrúar opinberra stofnanna líti á það sem skyldu sína að verja sína stofnun fyrir ágangi blaðamanna. Í stað þess að líta svo á að við séum í sama liði með það að markmiði að borgarar landsins fái fregnir af því hvað hið opinbera er að sýsla við, verða talsmenn hins opinbera varir um sig þegar blaðamaður slær á þráðinn. Þessu er ágætlega lýst í nýlegri skýrslu um traust á stjórnmálum. Þar er fjallað um „vítahring vantrausts“ þar sem tregða til að veita upplýsingar getur leitt til andrúmslofts tortryggni. Slíkt spilli ekki aðeins samskiptum stjórnvalda og almennings heldur dragi beinlínis úr getu stjórnsýslunnar til að sinna hlutverki sínu. Rúmt ár er liðið frá útkomu skýrslunnar. Við sem höfum það hlutverk að upplýsa almenning um störf hins opinbera höfum enga breytingu fundið frá því skýrslan kom út. Okkar eina ráð er að láta valda kafla úr skýrslunni fylgja með öllum okkar upplýsingabeiðnum, upplýsingafulltrúum ríkisins til leiðbeiningar. Ómögulegt er að segja til um hversu oft vinnslu mála hefur verið hætt á undanförnum árum vegna tregðu stofnana við að veita upplýsingar. Sem betur fer gefast ekki allir upp heldur kæra slíkar ákvarðanir til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vinnsla mála hjá nefndinni tekur hins vegar langan tíma sem gerir fjölmiðlum oft erfitt um vik að fjalla um mikilvæg málefni sem upp koma í þjóðfélaginu. Það tók til dæmis þáverandi blaðamann Fréttablaðsins rúmlega eitt ár og tvær kærur að fá af hentar fundargerðir kjararáðs sem fengust þó einungis að hluta til. Þrátt fyrir dóminn sem féll á föstudaginn hefur Seðlabankinn enn ekki afhent blaðamanninum umræddan samning. Góðir blaðamenn eru í liði með því sem vel er gert. Ótti ríkisins við stéttina er óþarfi, hafi það ekkert að fela
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar