Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 20:21 Kelduskóla-Korpu verður að óbreyttu lokað nái tillaga meirihlutans fram að ganga. Fréttablaðið/Ernir Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrr í dag kom fram að til standi að leggja niður skólastarf í Korpu og þess í stað verði tveir skólar í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn skóli fyrir 8.-10. bekk. Breytingarnar taki gildi frá og með næsta skólaári 2020. Tillagan verður lögð fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar. Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Það sem er verið að gera núna, þeir eru að fara gegn gildandi deiliskipulagi,“ segir Ingvar í samtali við Vísi. Það liggi fyrir samkvæmt deiliskipulagi að skóli eigi að vera í hverfinu og því þyrfti að breyta deiliskipulagi áður en tekin sé ákvörðun um að loka skólanum. „Þetta er svo glórulaust allt saman,“ bætir Ingvar við. Í tilkynningunni er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs að staðreyndin sé sú „að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug.“ Þar séu nú einungis 59 börn og þeim hafi farið fækkandi á síðustu sjö árum. Þetta segir Ingvar vera óheiðarlega og ranga framsetningu þar sem ástæðuna fyrir fækkun barna í skólanum megi einfaldlega rekja til fyrri ákvarðana borgaryfirvalda um að sameina skóla og færa börn um skóla milli hverfa. Í Korpu búi um 150 börn á grunnskólaaldri samkvæmt þjóðskrá að sögn Ingvars, ástæðan fyrir því að aðeins séu 59 börn í skólanum sé sú að borgin hafi áður tekið ákvörðun um að hin börnin gengju í skóla annars staðar. Bæði foreldrar og nemendur við skólann, þeirra á meðal dóttir Ingvars, hafi sent borgarfulltrúum meirihlutans bréf en viðbrögðin hafi verið dræm. Þá séu hann og aðrir foreldrar miður sín yfir þessari ákvörðun borgaryfirvalda.Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.Í samtali við fréttastofu segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að miðað sé við að breytingarnar taki gildi á næsta skólaári og það sé forsenda fyrir breytingunum að gerðar verði samgöngubætur. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem að tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Þá verði þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260 til 270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Spurður hvort nægt samráð hafi verið átt við íbúana segir Skúli að tillagan byggi á niðurstöðum starfshóps þar sem íbúar, foreldrar, kennarar og skólastjórar og nemendur voru áttu aðkomu. Starfshópurinn skilaði tveimur tillögum, annars vegar um að einni deild yrði lokað eða hins vegar að ráðast í mikla uppbyggingu til að fjölga íbúum í hverfinu. Umhverfis- og skipulagssvið komst að þeirri niðurstöðu að hin fyrrnefnda væri raunhæfari kostur. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrr í dag kom fram að til standi að leggja niður skólastarf í Korpu og þess í stað verði tveir skólar í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn skóli fyrir 8.-10. bekk. Breytingarnar taki gildi frá og með næsta skólaári 2020. Tillagan verður lögð fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar. Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Það sem er verið að gera núna, þeir eru að fara gegn gildandi deiliskipulagi,“ segir Ingvar í samtali við Vísi. Það liggi fyrir samkvæmt deiliskipulagi að skóli eigi að vera í hverfinu og því þyrfti að breyta deiliskipulagi áður en tekin sé ákvörðun um að loka skólanum. „Þetta er svo glórulaust allt saman,“ bætir Ingvar við. Í tilkynningunni er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs að staðreyndin sé sú „að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug.“ Þar séu nú einungis 59 börn og þeim hafi farið fækkandi á síðustu sjö árum. Þetta segir Ingvar vera óheiðarlega og ranga framsetningu þar sem ástæðuna fyrir fækkun barna í skólanum megi einfaldlega rekja til fyrri ákvarðana borgaryfirvalda um að sameina skóla og færa börn um skóla milli hverfa. Í Korpu búi um 150 börn á grunnskólaaldri samkvæmt þjóðskrá að sögn Ingvars, ástæðan fyrir því að aðeins séu 59 börn í skólanum sé sú að borgin hafi áður tekið ákvörðun um að hin börnin gengju í skóla annars staðar. Bæði foreldrar og nemendur við skólann, þeirra á meðal dóttir Ingvars, hafi sent borgarfulltrúum meirihlutans bréf en viðbrögðin hafi verið dræm. Þá séu hann og aðrir foreldrar miður sín yfir þessari ákvörðun borgaryfirvalda.Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.Í samtali við fréttastofu segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að miðað sé við að breytingarnar taki gildi á næsta skólaári og það sé forsenda fyrir breytingunum að gerðar verði samgöngubætur. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem að tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Þá verði þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260 til 270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Spurður hvort nægt samráð hafi verið átt við íbúana segir Skúli að tillagan byggi á niðurstöðum starfshóps þar sem íbúar, foreldrar, kennarar og skólastjórar og nemendur voru áttu aðkomu. Starfshópurinn skilaði tveimur tillögum, annars vegar um að einni deild yrði lokað eða hins vegar að ráðast í mikla uppbyggingu til að fjölga íbúum í hverfinu. Umhverfis- og skipulagssvið komst að þeirri niðurstöðu að hin fyrrnefnda væri raunhæfari kostur.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira